Körfubolti

„Hann er ekkert eðli­lega mikil­vægur “

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristófer Acox átti flottan leik þegar Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram með sigri á Njarðvíkingum og fékk líka mikið lof í Körfuboltakvöldi.
Kristófer Acox átti flottan leik þegar Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram með sigri á Njarðvíkingum og fékk líka mikið lof í Körfuboltakvöldi. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Kristófer Acox átti flottan leik þegar Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram með sigri á Njarðvíkingum og Bónus Körfuboltakvöld er á því að hann sé nú búinn að komast endanlega í gegnum hræðilegu meiðslin í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn.

Kristófer var með sextán stig, sextán fráköst og 73 prósent skotnýtingu í leiknum.

„Einn leikmaður sem meiddist alveg hræðilega illa í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á þarsíðasta tímabili, Kristófer Acox, virðist vera að finna sitt gamla mójó og hann verður bara betri og betri,“ sagði Stefán Árni Pálsson.

Klippa: Kristófer Acox að finna fyrri styrk

„Það er mikill stígandi hjá honum á þessu tímabili og hann er ekkert eðlilega mikilvægur. Valsmenn láta lítið fara fyrir sér í því að stíga upp töfluna. Þetta er bara einhver þekkt stærð,“ sagði Sævar Sævarsson.

„Þekkta stærðin er sú að þeir eru ekkert að gera þetta með einhverjum rosalegum látum. Þeir eru að tína inn í þessi litlu púsl þegar er farið að líða á tímabilið,“ sagði Sævar.

„Ég held að það sé ákvörðun að taka þekkta stærð í Keyshawn Woods sem komi til með að verða mjög góð. Í rauninni hefðu þeir getað tekið hvaða pikk sem er því það hefði eiginlega verið betra heldur en Griffin,“ sagði Sævar.

„Hann er ekki bara að skila í sókninni því mér finnst hann binda vörnina hjá þeim saman. Mér finnst hann vera búinn að fá lappirnar undir sig og þá einhvern veginn fúnkerar Valsvörnin miklu betur heldur en hún hefur verið að gera,“ sagði Ómar Sævarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×