Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Árni Sæberg skrifar 8. desember 2025 16:46 Fólkið bjó saman á Selfossi og málið verður rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Vísir/Vilhelm Selfyssingur á sextugsaldri hefur stefnt kenískri eiginkonu til ógildingar hjúskaparskráningar þeirra en hann kveður konuna einungis hafa gifst honum til þess að nýta sér góðvild hans og til að fá dvalarleyfi hér á landi. Í stefnu mannsins á hendur konunni, sem er á þrítugsaldri, segir að málavextir séu í stuttu máli að þau hafi kynnst í Keníu lok janúar 2023 og hafið þar ástarsamband. Eftir stutt samneyti þeirra á milli hafi konan farið að knýja á um að þau myndu gifta sig. Hann hafi ekki verið sammála þeim hugmyndum hennar og útskýrt að sér þætti eðlilegra að fólk kynntist vel áður en til slíks ráðahags kæmi. „Eftir mikla eftirgangssemi og þrýsting frá stefndu lét hann það eftir stefndu að ganga í gegnum athöfn í Kenía, sem hann taldi þó ekki vera eiginlega hjónavígslu, enda var hann þess fullviss að sú athöfn hefði ekki gildi á Íslandi.“ Notaði bíl og debetkort mannsins Á aðfangadag í fyrra hafi þau flutt til Íslands og konan fengið ferðamannadvalarleyfi til eins mánaðar. Þegar þessi mánuður hafi verið í þann mund að renna út, hafi hún sótt um ótímabundið dvalarleyfi á grundvelli hinna Kenísku hjúskaparpappíra. Það hafi verið gert með samþykki mannsins. „Fljótlega eftir að þessi dvalarleyfisumsókn hafði verið gerð, fór stefnanda hins vegar að gruna að stefnda hefði einungis í hyggju að notfæra sér góðmennsku hans, sér til framfærslu. Eftir komuna til Íslands, hafði stefnda bíl til afnota og debetkort stefnanda sem hún mátti nota innan skynsemismarka. Stefnandi hafði hjálpað stefndu að fá kerfiskennitölu og opna bankareikning hjá Íslandsbanka.“ Hafi hafið samband við annan mann þremur vikum eftir komu Háttsemi konunnar gagnvart manninum hafi farið hratt versnandi og hún oftar dvalið í Reykjavík en á heimili þeirra á Selfossi. Útskýringar hennar á því hvað hún væri að gera eða með hverjum hún var stemmdu illa og illa hafi gengið að ná í hana í síma. „Hið sanna var að hún var að hitta aðra karlmenn á þessum tíma. Hún hóf til að mynda ástarsamband við mann um miðjan janúar, eða þremur vikum eftir komuna til landsins og áður en dvalarleyfisumsóknin var lögð fram. Hún var í sambandi við fleiri menn næstu tvo mánuði og þann 17. apríl 2025 flutti hún frá stefnanda og yfirgaf húsnæði hans fyrir fullt og allt.“ Kærði hótanir til lögreglu Stuttu síðar hafi hún flutt lögheimili sitt frá heimili mannsins. Morguninn eftir að hún yfirgaf hann hafi hún sent tvo menn sem maðurinn kunni ekki nein deili á, til heimilis hans, þar sem haft hafi verið í hótunum við hann og honum meðal annars skipað að hafa engin afskipti af dvalarleyfisumsókn konunnar né henni sjálfri, hún væri farin fyrir fullt og allt og kæmi aldrei aftur. Þetta atvik hafi verið kært til lögreglu. Hann hafi í kjölfarið haft samband við Útlendingastofnun og upplýst um atburðina og háttsemi konunnar og tilkynnt jafnframt að hann væri ekki lengur samþykkur dvalarleyfisumsókn hennar. Í einu símtali við UTL þar sem hann hefði hringt til að fá upplýsingar um það hvernig skráningu hjúskapar væri háttað hér á landi, hafi honum verið tjáð að þegar og ef dvalarleyfisumsókn yrði samþykkt, myndi UTL senda tilkynningu þess efnis til Þjóðskrár Íslands sem myndi skrá hjúskapinn. Að öðru leiti væri ekki um hjúskaparskráningu að ræða án hans aðkomu og á meðan málið væri til meðferðar hjá UTL. Hann hafi einnig sett sig í samband við sýslumann og Þjóðskrá til að spyrja sömu spurnina og fengið svipuð svör frá báðum aðilum, að þetta færi eftir niðurstöðu UTL. Einnig hafi hann fengið þau svör frá UTL að það eitt að hann tilkynnti að hann væri ekki lengur samþykkur dvalarleyfisumsókninni, myndi duga til að umsóknin yrði ekki samþykkt. „Engu að síður samþykkti Þjóðskrá að skrá aðilja í hjúskap þann 19. ágúst 2025 á grundvelli hinna Kenísku „ Certified copy of Certificate of marriage“.“ Veit ekki hvar konan sín er Þá segir að maðurinn viti ekki hvar konan er niður komin í dag en telji að hún haldi til á Íslandi. Þá viti hann ekki hver er staða á umsókn hennar um dvalarleyfi, þar sem hún hafi fjarlægt hann sem umboðsmann hennar á umsókn hennar um dvalarleyfið. Hann telji líkur á að umsókn hennar um dvalarleyfi hafi verið hafnað í ágúst 2025 og það sé ástæða þess að hún hafi látið skrá meintan hjúskap þeirra hjá Þjóðskrá þann 19. ágúst 2025. Hann telji að hjúskaparskráningin hafi verið liður í því að reyna að fá UTL til þess að breyta afstöðu sinni, en hann hafi margítrekað við stofnunina að hann sé mótfallinn því að konan fái dvalarleyfi hér á landi eða verði tengd honum á nokkurn hátt. Þjóðskrá hafi staðfest að hún sé einungis með kerfiskennitölu hér á landi og því séu yfirgnæfandi líkur á að hún hafi ekki dvalarleyfi hér á landi. Vændiskona sem þykist vera saklaus stúlka Í stefnunni byggir maðurinn kröfu sína um ógildingu hjúskaparins á því að hann hafi aldrei gengið í hjúskap sem hafi lagagildi hér á Íslandi, enda hafi hann verið í þeirri trú að hinn keníska athöfn fengist ekki skráð hér á landi nema með hans samþykki. Hann hafi verið fullvissaður um það af UTL. Verði hjúskaparskráningin talin hafa gildi hér á landi á grundvelli hinna kenísku vottorða byggir hann á því að konan hafi vísvitandi villt á sér heimildir og þóst vera saklaus stúlka frá Keníu en sé í raun vændiskona og hún hafi auglýst þjónustu sína á vefsíðum hér á landi eftir að hún kom hingað fyrst með aðstoð hans. „Um tveggja ára tímabil, áður en til kynna milli aðilja kom, hafði stefnda starfað í Dubai og virtist hafa ágætis fé á milli handanna. Aldrei voru útskýringar stefndu á því við hvað hún starfaði í Dubai eða lífinu þar yfir höfuð mjög greinagóðar. Engar myndir til að sýna, sem er frekar óvenjulegt.“ Hún hefur sagt íslenskri konu frá því að hún hafi stundað vændi áður en hún kom til Íslands. Eigi dóttur í Keníu Einnig byggir maðurinn á því að konan hafi leynt hann því að hún ætti barn. Hún hafi haldið því fram við hann að dóttir hennar sé dóttir systur sinnar. Hann telji að þetta hafi hún gert til þess að fæla hann ekki frá því að ánetjast henni, en hann hefði tjáð henni að hann vildi ekki ala upp fleiri börn. Hún hafi sagt við konu í löngu spjalli að hún ætti dóttur í Keníu. Sú kona sé fyrrverandi eiginkona eins þeirra manna sem konan hafi verið í ástarsambandi við hér á landi. „Allt er þetta háttsemi sem styður við kröfu stefnanda um ógildingu hjúskaparskráningarinnar.“ Fjölskyldumál Árborg Kenía Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Í stefnu mannsins á hendur konunni, sem er á þrítugsaldri, segir að málavextir séu í stuttu máli að þau hafi kynnst í Keníu lok janúar 2023 og hafið þar ástarsamband. Eftir stutt samneyti þeirra á milli hafi konan farið að knýja á um að þau myndu gifta sig. Hann hafi ekki verið sammála þeim hugmyndum hennar og útskýrt að sér þætti eðlilegra að fólk kynntist vel áður en til slíks ráðahags kæmi. „Eftir mikla eftirgangssemi og þrýsting frá stefndu lét hann það eftir stefndu að ganga í gegnum athöfn í Kenía, sem hann taldi þó ekki vera eiginlega hjónavígslu, enda var hann þess fullviss að sú athöfn hefði ekki gildi á Íslandi.“ Notaði bíl og debetkort mannsins Á aðfangadag í fyrra hafi þau flutt til Íslands og konan fengið ferðamannadvalarleyfi til eins mánaðar. Þegar þessi mánuður hafi verið í þann mund að renna út, hafi hún sótt um ótímabundið dvalarleyfi á grundvelli hinna Kenísku hjúskaparpappíra. Það hafi verið gert með samþykki mannsins. „Fljótlega eftir að þessi dvalarleyfisumsókn hafði verið gerð, fór stefnanda hins vegar að gruna að stefnda hefði einungis í hyggju að notfæra sér góðmennsku hans, sér til framfærslu. Eftir komuna til Íslands, hafði stefnda bíl til afnota og debetkort stefnanda sem hún mátti nota innan skynsemismarka. Stefnandi hafði hjálpað stefndu að fá kerfiskennitölu og opna bankareikning hjá Íslandsbanka.“ Hafi hafið samband við annan mann þremur vikum eftir komu Háttsemi konunnar gagnvart manninum hafi farið hratt versnandi og hún oftar dvalið í Reykjavík en á heimili þeirra á Selfossi. Útskýringar hennar á því hvað hún væri að gera eða með hverjum hún var stemmdu illa og illa hafi gengið að ná í hana í síma. „Hið sanna var að hún var að hitta aðra karlmenn á þessum tíma. Hún hóf til að mynda ástarsamband við mann um miðjan janúar, eða þremur vikum eftir komuna til landsins og áður en dvalarleyfisumsóknin var lögð fram. Hún var í sambandi við fleiri menn næstu tvo mánuði og þann 17. apríl 2025 flutti hún frá stefnanda og yfirgaf húsnæði hans fyrir fullt og allt.“ Kærði hótanir til lögreglu Stuttu síðar hafi hún flutt lögheimili sitt frá heimili mannsins. Morguninn eftir að hún yfirgaf hann hafi hún sent tvo menn sem maðurinn kunni ekki nein deili á, til heimilis hans, þar sem haft hafi verið í hótunum við hann og honum meðal annars skipað að hafa engin afskipti af dvalarleyfisumsókn konunnar né henni sjálfri, hún væri farin fyrir fullt og allt og kæmi aldrei aftur. Þetta atvik hafi verið kært til lögreglu. Hann hafi í kjölfarið haft samband við Útlendingastofnun og upplýst um atburðina og háttsemi konunnar og tilkynnt jafnframt að hann væri ekki lengur samþykkur dvalarleyfisumsókn hennar. Í einu símtali við UTL þar sem hann hefði hringt til að fá upplýsingar um það hvernig skráningu hjúskapar væri háttað hér á landi, hafi honum verið tjáð að þegar og ef dvalarleyfisumsókn yrði samþykkt, myndi UTL senda tilkynningu þess efnis til Þjóðskrár Íslands sem myndi skrá hjúskapinn. Að öðru leiti væri ekki um hjúskaparskráningu að ræða án hans aðkomu og á meðan málið væri til meðferðar hjá UTL. Hann hafi einnig sett sig í samband við sýslumann og Þjóðskrá til að spyrja sömu spurnina og fengið svipuð svör frá báðum aðilum, að þetta færi eftir niðurstöðu UTL. Einnig hafi hann fengið þau svör frá UTL að það eitt að hann tilkynnti að hann væri ekki lengur samþykkur dvalarleyfisumsókninni, myndi duga til að umsóknin yrði ekki samþykkt. „Engu að síður samþykkti Þjóðskrá að skrá aðilja í hjúskap þann 19. ágúst 2025 á grundvelli hinna Kenísku „ Certified copy of Certificate of marriage“.“ Veit ekki hvar konan sín er Þá segir að maðurinn viti ekki hvar konan er niður komin í dag en telji að hún haldi til á Íslandi. Þá viti hann ekki hver er staða á umsókn hennar um dvalarleyfi, þar sem hún hafi fjarlægt hann sem umboðsmann hennar á umsókn hennar um dvalarleyfið. Hann telji líkur á að umsókn hennar um dvalarleyfi hafi verið hafnað í ágúst 2025 og það sé ástæða þess að hún hafi látið skrá meintan hjúskap þeirra hjá Þjóðskrá þann 19. ágúst 2025. Hann telji að hjúskaparskráningin hafi verið liður í því að reyna að fá UTL til þess að breyta afstöðu sinni, en hann hafi margítrekað við stofnunina að hann sé mótfallinn því að konan fái dvalarleyfi hér á landi eða verði tengd honum á nokkurn hátt. Þjóðskrá hafi staðfest að hún sé einungis með kerfiskennitölu hér á landi og því séu yfirgnæfandi líkur á að hún hafi ekki dvalarleyfi hér á landi. Vændiskona sem þykist vera saklaus stúlka Í stefnunni byggir maðurinn kröfu sína um ógildingu hjúskaparins á því að hann hafi aldrei gengið í hjúskap sem hafi lagagildi hér á Íslandi, enda hafi hann verið í þeirri trú að hinn keníska athöfn fengist ekki skráð hér á landi nema með hans samþykki. Hann hafi verið fullvissaður um það af UTL. Verði hjúskaparskráningin talin hafa gildi hér á landi á grundvelli hinna kenísku vottorða byggir hann á því að konan hafi vísvitandi villt á sér heimildir og þóst vera saklaus stúlka frá Keníu en sé í raun vændiskona og hún hafi auglýst þjónustu sína á vefsíðum hér á landi eftir að hún kom hingað fyrst með aðstoð hans. „Um tveggja ára tímabil, áður en til kynna milli aðilja kom, hafði stefnda starfað í Dubai og virtist hafa ágætis fé á milli handanna. Aldrei voru útskýringar stefndu á því við hvað hún starfaði í Dubai eða lífinu þar yfir höfuð mjög greinagóðar. Engar myndir til að sýna, sem er frekar óvenjulegt.“ Hún hefur sagt íslenskri konu frá því að hún hafi stundað vændi áður en hún kom til Íslands. Eigi dóttur í Keníu Einnig byggir maðurinn á því að konan hafi leynt hann því að hún ætti barn. Hún hafi haldið því fram við hann að dóttir hennar sé dóttir systur sinnar. Hann telji að þetta hafi hún gert til þess að fæla hann ekki frá því að ánetjast henni, en hann hefði tjáð henni að hann vildi ekki ala upp fleiri börn. Hún hafi sagt við konu í löngu spjalli að hún ætti dóttur í Keníu. Sú kona sé fyrrverandi eiginkona eins þeirra manna sem konan hafi verið í ástarsambandi við hér á landi. „Allt er þetta háttsemi sem styður við kröfu stefnanda um ógildingu hjúskaparskráningarinnar.“
Fjölskyldumál Árborg Kenía Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira