Innlent

Skortur á sérnámslæknum og ó­sáttir Aust­firðingar

Bjarki Sigurðsson skrifar
hádegisfréttir

Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 

Seðlabankastjóri býst við að verðbólga verði komin mjög nálægt markmiði tveggja komma fimm prósenta markmiði bankans á næsta ári. Afar ánægjulegt hafi verið að sjá að verðbólga hjaðnaði milli mánaða í síðustu mælingu.

Oddviti minnihlutans í Fjarðabyggð segist vel skilja gremju Austfirðinga vegna nýrrar forgangsröðunar jarðgangna í samgönguáætlun. Íbúar séu svektir að næstu jarðgöng sem ráðist verður í séu ekki á Austurlandi.

Við kíkjum norður en jólasveinarnir í Dimmuborgum eru farnir á kreik, líkt og ár hvert á aðventunni. Þeir skelltu sér í jólabaðið í Jarðböðunum í gær og taka nú á móti gestum og gangandi allar helgar fram að jólum.

Í sportinu heyrum við svo allt það helsta um píluna, körfuboltann og formúluna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×