Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 10:45 Heimir Hallgrímsson var viðstaddur HM-dráttinn í Washington í gær. Getty/Emilee Chinn Heimir Hallgrímsson er staðráðinn í að stýra Írum inn á HM í fótbolta, í fyrsta sinn frá árinu 2002, og nú er ljóst hvaða lið bíða Írlands í riðlakeppninni komist liðið inn á mótið. Gestgjafar Mexíkó, Suður-Afríka og Suður-Kórea eru saman í riðli með einni Evrópuþjóð sem mögulegt er að verði Írar. Þeir þurfa þá að vinna Tékkland í Prag í mars og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. „Ég er spenntur. Ég veit að við erum ekki komnir inn en ég er spenntur. Við vonuðumst til að vera í Bandaríkjunum, út af öllu írskættaða fólkinu sem eru í Bandaríkjunum. En ég hef verið nokkrum sinnum á leikjum í Mexíkó, þar er stór leikvangur. Þannig að vonandi, ef við komumst þangað, fáum við fullt af írskum stuðningsmönnum,“ sagði Heimir við RTE. „Mér finnst þetta nokkuð jafn riðill að því leyti að þarna er ekki lið eins og Brasilía eða Argentína sem eru venjulega sigurstranglegust í riðlinum. Ég held að það hafi verið gott að lenda í riðli með gestgjafaþjóð, hvort sem það var Kanada, Bandaríkin eða Mexíkó. Ég veit að Mexíkó og að spila í Mexíkó verður alltaf krefjandi leikur. En á móti kemur að stuðningsmennirnir í Mexíkó eru mjög kröfuharðir. Stundum snúast þeir gegn eigin liði ef því gengur ekki vel. Þetta er riðill sem við getum unnið ef við komumst þangað. Þetta er riðill sem við myndum telja okkur geta komist upp úr, en við vitum að við þurfum að einbeita okkur að því sem er fram undan og halda augum okkar og einbeitingu á næsta andstæðingi, sem er Tékkland,“ sagði Heimir. Gengur út frá því að Írland verði með á HM Hann er bjartsýnn á að Írland verði með á HM, þó að ljóst sé að umspilið verði afar krefjandi. „Ég er jákvæður raunsæismaður, myndi ég segja, og ég hef sagt frá upphafi að við munum komast áfram. Ég ætla ekki að breyta því, en auðvitað er það svolítið vanvirðing við alla hina andstæðingana sem við spilum við fram að því að segja að við séum komnir. Þannig höfum við unnið frá fyrsta degi og þannig munum við halda áfram að sigra, halda áfram að vinna. Við ætlum ekki að breyta því. Við ætlum að undirbúa okkur fyrir að vera hér á besta mögulega hátt. Við erum að fjárfesta í því. Þess vegna erum við hér [við dráttinn í gær]. Þess vegna erum við að taka þátt í öllum vinnustofum og öllum fundum um miðasölu og skipulagningu í kringum heimsmeistaramótið. Þetta verður stórt mót, svo við verðum að vera tilbúnir.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Gestgjafar Mexíkó, Suður-Afríka og Suður-Kórea eru saman í riðli með einni Evrópuþjóð sem mögulegt er að verði Írar. Þeir þurfa þá að vinna Tékkland í Prag í mars og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. „Ég er spenntur. Ég veit að við erum ekki komnir inn en ég er spenntur. Við vonuðumst til að vera í Bandaríkjunum, út af öllu írskættaða fólkinu sem eru í Bandaríkjunum. En ég hef verið nokkrum sinnum á leikjum í Mexíkó, þar er stór leikvangur. Þannig að vonandi, ef við komumst þangað, fáum við fullt af írskum stuðningsmönnum,“ sagði Heimir við RTE. „Mér finnst þetta nokkuð jafn riðill að því leyti að þarna er ekki lið eins og Brasilía eða Argentína sem eru venjulega sigurstranglegust í riðlinum. Ég held að það hafi verið gott að lenda í riðli með gestgjafaþjóð, hvort sem það var Kanada, Bandaríkin eða Mexíkó. Ég veit að Mexíkó og að spila í Mexíkó verður alltaf krefjandi leikur. En á móti kemur að stuðningsmennirnir í Mexíkó eru mjög kröfuharðir. Stundum snúast þeir gegn eigin liði ef því gengur ekki vel. Þetta er riðill sem við getum unnið ef við komumst þangað. Þetta er riðill sem við myndum telja okkur geta komist upp úr, en við vitum að við þurfum að einbeita okkur að því sem er fram undan og halda augum okkar og einbeitingu á næsta andstæðingi, sem er Tékkland,“ sagði Heimir. Gengur út frá því að Írland verði með á HM Hann er bjartsýnn á að Írland verði með á HM, þó að ljóst sé að umspilið verði afar krefjandi. „Ég er jákvæður raunsæismaður, myndi ég segja, og ég hef sagt frá upphafi að við munum komast áfram. Ég ætla ekki að breyta því, en auðvitað er það svolítið vanvirðing við alla hina andstæðingana sem við spilum við fram að því að segja að við séum komnir. Þannig höfum við unnið frá fyrsta degi og þannig munum við halda áfram að sigra, halda áfram að vinna. Við ætlum ekki að breyta því. Við ætlum að undirbúa okkur fyrir að vera hér á besta mögulega hátt. Við erum að fjárfesta í því. Þess vegna erum við hér [við dráttinn í gær]. Þess vegna erum við að taka þátt í öllum vinnustofum og öllum fundum um miðasölu og skipulagningu í kringum heimsmeistaramótið. Þetta verður stórt mót, svo við verðum að vera tilbúnir.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira