Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2025 09:11 Merz og von der Leyen munu funda með forsætisráðherra Belgíu í dag og snæða með honum í kvöld. Getty/Thierry Monasse Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa lagt fram tvær tillögur um hvernig Evrópuríkin gætu aðstoðað Úkraínumenn við að fjármagna baráttu sína gegn Rússum næstu tvö árin. Annar möguleikinn er að Evrópusambandið taki sameiginlegt lán á alþjóðlegum mörkuðum og hinn að Úkraína fái lán gegn tryggingum í frystum eignum Rússa. Stjórnvöld í Kænugarði myndu síðan endurgreiða lánið með skaðabótum frá Rússum eftir að átökum lýkur. Báðar tillögurnar eru vandkvæðum bundnar en mörg aðildarríki eru á móti því að taka þátt í sameiginlegum lántökum. Þá krefst slík aðgerð einróma samþykkis, sem gæti orðið erfitt í ljósi andstöðu Ungverjalands við fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. Hin leiðin hefur mætt hörðum mótmælum í Belgíu, þar sem flestar hinar frystu eigna eru geymdar. Belgar óttast bæði hefndaraðgerðir og að verða rukkaðir um endurgreiðslu eignanna af hálfu Rússa. Von der Leyen og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, munu funda með Bart De Wever, forsætisráðherra Belgíu, í dag og snæða með honum í kvöld. Belgar virðast þó nokkuð einarðir í afstöðu sinni en utanríkisráðherrann Maxime Prévot sagði í gær að það væri upplifun Belga að ekki væri hlustað á þá. Hvatt hann til þess að hin leiðin yrði farin; að taka sameiginlegt lán. Merz varaði við því í aðsendri grein í Frankfurter Allgemeine Zeitung að ákvarðanir Evrópuleiðtoga á næstu dögum myndu ákvarða sjálfstæði Evrópu til framtíðar. Þeir þyrftu að senda Rússum, sem hygðu á landvinninga í Evrópu, skýr skilaboð. Belgía Úkraína Þýskaland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Annar möguleikinn er að Evrópusambandið taki sameiginlegt lán á alþjóðlegum mörkuðum og hinn að Úkraína fái lán gegn tryggingum í frystum eignum Rússa. Stjórnvöld í Kænugarði myndu síðan endurgreiða lánið með skaðabótum frá Rússum eftir að átökum lýkur. Báðar tillögurnar eru vandkvæðum bundnar en mörg aðildarríki eru á móti því að taka þátt í sameiginlegum lántökum. Þá krefst slík aðgerð einróma samþykkis, sem gæti orðið erfitt í ljósi andstöðu Ungverjalands við fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. Hin leiðin hefur mætt hörðum mótmælum í Belgíu, þar sem flestar hinar frystu eigna eru geymdar. Belgar óttast bæði hefndaraðgerðir og að verða rukkaðir um endurgreiðslu eignanna af hálfu Rússa. Von der Leyen og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, munu funda með Bart De Wever, forsætisráðherra Belgíu, í dag og snæða með honum í kvöld. Belgar virðast þó nokkuð einarðir í afstöðu sinni en utanríkisráðherrann Maxime Prévot sagði í gær að það væri upplifun Belga að ekki væri hlustað á þá. Hvatt hann til þess að hin leiðin yrði farin; að taka sameiginlegt lán. Merz varaði við því í aðsendri grein í Frankfurter Allgemeine Zeitung að ákvarðanir Evrópuleiðtoga á næstu dögum myndu ákvarða sjálfstæði Evrópu til framtíðar. Þeir þyrftu að senda Rússum, sem hygðu á landvinninga í Evrópu, skýr skilaboð.
Belgía Úkraína Þýskaland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira