Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2025 23:16 Freyr Aronsson fór hvað eftir annað illa með varnarmenn KA. vísir/vilhelm Hinn bráðefnilegi Freyr Aronsson lék vel þegar Haukar sigruðu KA, 42-38, í Olís-deild karla í kvöld. Hann var sáttur með sóknarframmistöðu Hauka í leiknum. Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 17-19, og KA hélt forskotinu framan af seinni hálfleik. En um miðbik hans stigu Haukar á bensíngjöfina og tóku fram úr KA-mönnum. „Sóknarleikurinn var góður allan leikinn. Þetta var aðallega varnarleikurinn sem var lélegur í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni. En svo fundum við baráttuna, allt það, spiluðum frábæran varnarleik undir lok seinni hálfleiks og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Freyr við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum. Haukar töpuðu illa fyrir Aftureldingu í síðustu umferð og Freyr segir ánægjulegt að komast aftur á sigurbraut. „Það er mjög gott og við verðum að halda áfram á þessari vegferð. Við þurfum bara að mæta í þessa leiki sem við eigum eftir fram að jólum eins og við gerðum síðustu fimmtán mínúturnar. Við þurfum að gera þetta fagmannlega,“ sagði Freyr. Ekkert var yfir sóknarleik Hauka að kvarta enda skoruðu þeir 42 mörk en varnarleikur þeirra rauðklæddu hefur oft verið betri. „Við spiluðum lélegan varnarleik nánast allan leikinn en sýndum síðan karakter undir lokin og verðum spila eins vörn og við gerðum síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Freyr. Hann skoraði átta mörk, gaf sex stoðsendingar og fiskaði þrjú vítaköst í leiknum. Freyr kvaðst ánægður með frammistöðu sína í kvöld. „Já, ég er mjög sáttur en mér fannst allir leggja í púkkið og þetta var góður liðssigur,“ sagði Freyr að lokum. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira
Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 17-19, og KA hélt forskotinu framan af seinni hálfleik. En um miðbik hans stigu Haukar á bensíngjöfina og tóku fram úr KA-mönnum. „Sóknarleikurinn var góður allan leikinn. Þetta var aðallega varnarleikurinn sem var lélegur í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni. En svo fundum við baráttuna, allt það, spiluðum frábæran varnarleik undir lok seinni hálfleiks og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Freyr við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum. Haukar töpuðu illa fyrir Aftureldingu í síðustu umferð og Freyr segir ánægjulegt að komast aftur á sigurbraut. „Það er mjög gott og við verðum að halda áfram á þessari vegferð. Við þurfum bara að mæta í þessa leiki sem við eigum eftir fram að jólum eins og við gerðum síðustu fimmtán mínúturnar. Við þurfum að gera þetta fagmannlega,“ sagði Freyr. Ekkert var yfir sóknarleik Hauka að kvarta enda skoruðu þeir 42 mörk en varnarleikur þeirra rauðklæddu hefur oft verið betri. „Við spiluðum lélegan varnarleik nánast allan leikinn en sýndum síðan karakter undir lokin og verðum spila eins vörn og við gerðum síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Freyr. Hann skoraði átta mörk, gaf sex stoðsendingar og fiskaði þrjú vítaköst í leiknum. Freyr kvaðst ánægður með frammistöðu sína í kvöld. „Já, ég er mjög sáttur en mér fannst allir leggja í púkkið og þetta var góður liðssigur,“ sagði Freyr að lokum.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira