Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2025 13:58 Vinnubíllinn hans Davíðs daginn eftir íkveikjuna. Aðsend Málari í Setbergshverfinu í Hafnarfirði var rétt að festa svefn aðfaranótt sunnudags þegar hann heyrði hljóð sem vöktu athygli hans. Augnabliki síðar horfði hann út um gluggann þar sem vinnubíllinn hans stóð í ljósum logum. Hann grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans. Vísir greindi frá eldsvoðanum síðastliðinn sunnudag. Davíð Ottó Harrysson er eigandi bílsins sem heyrir nú sögunni til. Hann segir bílinn hafa staðið einan á plani við Setbergsskóla handan götunnar við Tranaberg þar sem hann býr. Það var laugardagskvöld, klukkan farin að nálgast tvö og Davíð með iPad uppi í rúmi þegar hann heyrði í bílflautu utandyra. „Þetta stendur yfir í svona fimm til tíu sekúndur og ég hugsaði hver væri eiginlega að flauta um hánótt?“ segir Davíð. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég sprengju, eins og einhver væri að sprengja flugelda.“ Blikkandi ljós á gardínunni Davíð lá í rúminu og velti fyrir sér hvað væri um að vera. Fimm mínútum síðar sá hann blikkandi ljós á gardínunni og stökk fram úr. Eitthvað var um að vera við blokkina. „Ég stekk í náttföt og út í eldhúsglugga. Þar sé ég bílinn í ljósum logum,“ segir Davíð sem náði myndefni á síma sinn sem fylgir fréttinni. Hann rauk svo í úlpu, henti sér út og þar voru lögregla og slökkvilið mætt. Lögregla hafði lokað götunni og hann gat ekki komist nálægt bílnum en upplýsti lögregluna um að þetta væri vinnubíllinn hans. Davíð segist strax hafa grunað að um íkveikju væri að ræða. Það kvikni ekki allt í einu í díselbíl sem staðið hefur á bílastæði í marga klukkutíma. „Svona bíll springur ekkert af sjálfu sér.“ Ósakhæfur piltur Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði segir að málið sé upplýst. Fjórtán ára piltur sé sökudólgurinn og að um skemmdarverk sé að ræða. Engin tengsl eru milli piltsins og fjölskyldunnar og virðist bíllinn hafa verið valinn af handahófi þar sem hann stóð einn á bílaplani við Setbergsskóla. Davíð er búinn að finna nýjan bíl sem hann verður kominn á vonandi í dag eða morgun.Aðsend „Þetta er ósakhæfur piltur og málið er unnið með barnaverndaryfirvöldum og forráðamönnum hans,“ segir Skúli. Pilturinn eigi sér ekki sögu hjá lögreglu. Þá undirstrikar hann alvarleika málsins. „Það er náttúrulega stórhættulegt að gera svona.“ Hjálpaði að vera kassalaga Davíð þakkar fyrir að enginn hafi slasast og að hann hafi ekki verið með dýrustu græjurnar sínar í bílnum. „Ég er þannig kassalaga að ég tek alltaf mest úr bílnum og raða í hann á milli verkefna. Ég veit hvað ég þarf í hvert verk. Þannig sleppi ég við að gramsa og róta eftir draslinu,“ segir Davíð. Gleraugu, sólgleraugu með styrk og heyrnartól hafi verið í bílnum og einnig rúllur og penslar. Tæki á borð við háþrýstidælu voru sem betur fer ekki í bílnum og sluppu við tjón. Engin tryggingaleiðindi „Þetta gekk greiðlega hjá Sjóvá að greiða þetta. Ég gef þeim plús í kladdann hvað þeir voru fljótir að ganga frá þessu. Maður er ekki alltaf spenntur að heyra í tryggingafélögum en þetta var upp á tíu. Þeir lokuðu þessu fagmannlega og allir eru sáttir.“ Það muni miklu að þurfa ekki að standa í leiðindum, stappi og veseni í framhaldi af svona áfalli. „Það gerir þetta allt miklu auðveldara.“ Saknaði símtals frá lögreglu Davíð gerir þó athugasemdir við það að lögreglan hafi ekki haldið honum upplýstum með neinum hætti dagana eftir atburðinn. „Ég þurfti að fara sjálfur til lögreglunnar, það hringir enginn í mig eða neitt svoleiðis. Það er það skrýtnasta.“ Hann hafi heyrt í lögreglu eftir helgina, fengið að vita hvaða rannsóknarlögreglumaður sinnti málinu og haft uppi á honum. Sá hafi tjáð honum að strákur hefði kveikt í bílnum. Davíð hafi spurt hvort hann hefði sést á myndavélunum hjá skólanum því það er öryggismyndavél beint fyrir ofan þar sem hann lagði bílnum. Í ljós kom að verknaðurinn náðist allur á upptöku. Þótt drengurinn hafi hulið andlit sitt hafi lögregla vitað hver væri að verki og haft uppi á honum. Sem fyrr segir er málið unnið af lögreglu með barnavernd og forráðamönnum. Nýr bíll fundinn Íbúar í hverfinu sem vöknuðu ekki við óhljóðin tóku líklega ekki eftir neinu daginn eftir. Davíð segir hafa verið ótrúlegt að fylgjast með hraðanum í vinnubrögðum á vettvangi. „Þetta gerðist á ljóshraða, klukkutíma og korteri. Það var varla slokknað í honum þegar Krókur var mættur og dró bílinn í burtu. Ég hef aldrei upplifað svona hröð vinnubrögð.“ Davíð er þegar búinn að finna nýjan vinnubíl og bíður nú eftir innlögn frá Sjóvá í dag eða á morgun til að geta greitt fyrir bílinn. Þá geti hann farið að gera það sem hann kann best, mála hús. Slökkvilið Lögreglumál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Vísir greindi frá eldsvoðanum síðastliðinn sunnudag. Davíð Ottó Harrysson er eigandi bílsins sem heyrir nú sögunni til. Hann segir bílinn hafa staðið einan á plani við Setbergsskóla handan götunnar við Tranaberg þar sem hann býr. Það var laugardagskvöld, klukkan farin að nálgast tvö og Davíð með iPad uppi í rúmi þegar hann heyrði í bílflautu utandyra. „Þetta stendur yfir í svona fimm til tíu sekúndur og ég hugsaði hver væri eiginlega að flauta um hánótt?“ segir Davíð. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég sprengju, eins og einhver væri að sprengja flugelda.“ Blikkandi ljós á gardínunni Davíð lá í rúminu og velti fyrir sér hvað væri um að vera. Fimm mínútum síðar sá hann blikkandi ljós á gardínunni og stökk fram úr. Eitthvað var um að vera við blokkina. „Ég stekk í náttföt og út í eldhúsglugga. Þar sé ég bílinn í ljósum logum,“ segir Davíð sem náði myndefni á síma sinn sem fylgir fréttinni. Hann rauk svo í úlpu, henti sér út og þar voru lögregla og slökkvilið mætt. Lögregla hafði lokað götunni og hann gat ekki komist nálægt bílnum en upplýsti lögregluna um að þetta væri vinnubíllinn hans. Davíð segist strax hafa grunað að um íkveikju væri að ræða. Það kvikni ekki allt í einu í díselbíl sem staðið hefur á bílastæði í marga klukkutíma. „Svona bíll springur ekkert af sjálfu sér.“ Ósakhæfur piltur Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði segir að málið sé upplýst. Fjórtán ára piltur sé sökudólgurinn og að um skemmdarverk sé að ræða. Engin tengsl eru milli piltsins og fjölskyldunnar og virðist bíllinn hafa verið valinn af handahófi þar sem hann stóð einn á bílaplani við Setbergsskóla. Davíð er búinn að finna nýjan bíl sem hann verður kominn á vonandi í dag eða morgun.Aðsend „Þetta er ósakhæfur piltur og málið er unnið með barnaverndaryfirvöldum og forráðamönnum hans,“ segir Skúli. Pilturinn eigi sér ekki sögu hjá lögreglu. Þá undirstrikar hann alvarleika málsins. „Það er náttúrulega stórhættulegt að gera svona.“ Hjálpaði að vera kassalaga Davíð þakkar fyrir að enginn hafi slasast og að hann hafi ekki verið með dýrustu græjurnar sínar í bílnum. „Ég er þannig kassalaga að ég tek alltaf mest úr bílnum og raða í hann á milli verkefna. Ég veit hvað ég þarf í hvert verk. Þannig sleppi ég við að gramsa og róta eftir draslinu,“ segir Davíð. Gleraugu, sólgleraugu með styrk og heyrnartól hafi verið í bílnum og einnig rúllur og penslar. Tæki á borð við háþrýstidælu voru sem betur fer ekki í bílnum og sluppu við tjón. Engin tryggingaleiðindi „Þetta gekk greiðlega hjá Sjóvá að greiða þetta. Ég gef þeim plús í kladdann hvað þeir voru fljótir að ganga frá þessu. Maður er ekki alltaf spenntur að heyra í tryggingafélögum en þetta var upp á tíu. Þeir lokuðu þessu fagmannlega og allir eru sáttir.“ Það muni miklu að þurfa ekki að standa í leiðindum, stappi og veseni í framhaldi af svona áfalli. „Það gerir þetta allt miklu auðveldara.“ Saknaði símtals frá lögreglu Davíð gerir þó athugasemdir við það að lögreglan hafi ekki haldið honum upplýstum með neinum hætti dagana eftir atburðinn. „Ég þurfti að fara sjálfur til lögreglunnar, það hringir enginn í mig eða neitt svoleiðis. Það er það skrýtnasta.“ Hann hafi heyrt í lögreglu eftir helgina, fengið að vita hvaða rannsóknarlögreglumaður sinnti málinu og haft uppi á honum. Sá hafi tjáð honum að strákur hefði kveikt í bílnum. Davíð hafi spurt hvort hann hefði sést á myndavélunum hjá skólanum því það er öryggismyndavél beint fyrir ofan þar sem hann lagði bílnum. Í ljós kom að verknaðurinn náðist allur á upptöku. Þótt drengurinn hafi hulið andlit sitt hafi lögregla vitað hver væri að verki og haft uppi á honum. Sem fyrr segir er málið unnið af lögreglu með barnavernd og forráðamönnum. Nýr bíll fundinn Íbúar í hverfinu sem vöknuðu ekki við óhljóðin tóku líklega ekki eftir neinu daginn eftir. Davíð segir hafa verið ótrúlegt að fylgjast með hraðanum í vinnubrögðum á vettvangi. „Þetta gerðist á ljóshraða, klukkutíma og korteri. Það var varla slokknað í honum þegar Krókur var mættur og dró bílinn í burtu. Ég hef aldrei upplifað svona hröð vinnubrögð.“ Davíð er þegar búinn að finna nýjan vinnubíl og bíður nú eftir innlögn frá Sjóvá í dag eða á morgun til að geta greitt fyrir bílinn. Þá geti hann farið að gera það sem hann kann best, mála hús.
Slökkvilið Lögreglumál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent