Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 07:27 Heimir Hallgrímsson og markvörðurinn Caoimhin Kelleher féllust í faðma eftir að Írland komst áfram í HM-umspilið. GEtty/Stephen McCarthy John Martin, yfirmaður knattspyrnumála írska knattspyrnusambandsins, færir í viðtali mörg rök fyrir því að vilja halda Heimi Hallgrímssyni sem landsliðsþjálfara en neitar þó að svara því hvort honum verði boðinn nýr samningur á næstunni. „Planið er að setjast niður fyrir jól og fara yfir það hvernig árið 2025 leit út,“ sagði Martin við Off the Ball. Heimir tók við írska landsliðinu í fyrrasumar og gerði þá samning sem gildir eins lengi og HM-draumur Íra. Samningurinn framlengdist því sjálfkrafa fram yfir HM-umspilið sem verður í lok mars, þar sem Írar mæta Tékkum í undanúrslitum á útivelli og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik í Dublin. Komist Írar á HM framlengist samningurinn svo fram yfir mótið næsta sumar. Írar bíða hins vegar einnig spenntir eftir undankeppni EM 2028 því mótið fer meðal annars fram á Írlandi og því miklar vonir bundnar við að liðið verði með þar. Þrátt fyrir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og svo Ungverjalandi á útivelli fyrr í þessum mánuði er enn óvíst hvort það verður Heimir sem fær EM-verkefnið og hvort rætt verður um nýjan samning á fundi þeirra Martins. Allt mjög jákvætt „Það góða varðandi Heimi er að það er allt mjög jákvætt. Þetta er jákvætt samtal. Ég þarf ekki að reyna að beina athyglinni annað vegna þess að við höfum náð slæmum úrslitum. Eins og maðurinn sagði sjálfur, breytum ekki jákvæðri sögu í neikvæða. Eins og ég sé þetta, ef við förum aftur til september áður en við spiluðum við Ungverjaland, þá átti hann í raun og veru mögulega minna eftir af samningnum sínum þá en hann á í dag. Þannig að það er jákvætt, það er vegna úrslitanna. Ég myndi segja að þetta sé allt saman mjög gott. Við setjumst niður með honum fyrir jól og sjáum hvernig gengur,“ sagði Martin. Í september virtist orðið afar líklegt að Heimir yrði ekki áfram þjálfari Íra, eftir tap gegn Armeníu, en nú er umræðan allt önnur. Líkar mjög vel við Heimi „Mér líkar bara mjög vel við hann, mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Ef þú skoðar sum úrslitin og undirliggjandi gögn, sem eru mjög mikilvæg, þá unnum við tvo af 16 leikjum í Þjóðadeildinni [áður en Heimir tók við] en hann hefur unnið fjóra af átta. Við höfðum aldrei unnið á útivelli í Þjóðadeildinni en hann hefur unnið tvo slíka leiki. Við höfðum ekki unnið hæst metna liðið í riðli í undankeppni í 10 ár, en hann gerði það. Við höfðum ekki unnið lið í öðrum styrkleikaflokki á útivelli í sjö eða átta ár og hann gerði það.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
„Planið er að setjast niður fyrir jól og fara yfir það hvernig árið 2025 leit út,“ sagði Martin við Off the Ball. Heimir tók við írska landsliðinu í fyrrasumar og gerði þá samning sem gildir eins lengi og HM-draumur Íra. Samningurinn framlengdist því sjálfkrafa fram yfir HM-umspilið sem verður í lok mars, þar sem Írar mæta Tékkum í undanúrslitum á útivelli og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik í Dublin. Komist Írar á HM framlengist samningurinn svo fram yfir mótið næsta sumar. Írar bíða hins vegar einnig spenntir eftir undankeppni EM 2028 því mótið fer meðal annars fram á Írlandi og því miklar vonir bundnar við að liðið verði með þar. Þrátt fyrir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og svo Ungverjalandi á útivelli fyrr í þessum mánuði er enn óvíst hvort það verður Heimir sem fær EM-verkefnið og hvort rætt verður um nýjan samning á fundi þeirra Martins. Allt mjög jákvætt „Það góða varðandi Heimi er að það er allt mjög jákvætt. Þetta er jákvætt samtal. Ég þarf ekki að reyna að beina athyglinni annað vegna þess að við höfum náð slæmum úrslitum. Eins og maðurinn sagði sjálfur, breytum ekki jákvæðri sögu í neikvæða. Eins og ég sé þetta, ef við förum aftur til september áður en við spiluðum við Ungverjaland, þá átti hann í raun og veru mögulega minna eftir af samningnum sínum þá en hann á í dag. Þannig að það er jákvætt, það er vegna úrslitanna. Ég myndi segja að þetta sé allt saman mjög gott. Við setjumst niður með honum fyrir jól og sjáum hvernig gengur,“ sagði Martin. Í september virtist orðið afar líklegt að Heimir yrði ekki áfram þjálfari Íra, eftir tap gegn Armeníu, en nú er umræðan allt önnur. Líkar mjög vel við Heimi „Mér líkar bara mjög vel við hann, mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Ef þú skoðar sum úrslitin og undirliggjandi gögn, sem eru mjög mikilvæg, þá unnum við tvo af 16 leikjum í Þjóðadeildinni [áður en Heimir tók við] en hann hefur unnið fjóra af átta. Við höfðum aldrei unnið á útivelli í Þjóðadeildinni en hann hefur unnið tvo slíka leiki. Við höfðum ekki unnið hæst metna liðið í riðli í undankeppni í 10 ár, en hann gerði það. Við höfðum ekki unnið lið í öðrum styrkleikaflokki á útivelli í sjö eða átta ár og hann gerði það.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira