Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2025 17:15 Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, getur loksins farið að starfa sem slíkur hér á landi. vísir/stefán Bið sérfræðilæknis í lyf- og blóðlækningum í fimm mánuði eftir sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis er lokið. Innan við sólarhring eftir að hún steig fram í viðtali vegna stöðunnar sem upp var komin barst tölvupóstur um að leyfið hefði verið afgreitt. „Þetta er með ólíkindum,“ segir Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, sem ræddi stöðuna sem upp var komin í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hún er hluti af hópi lækna sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið starfsleyfi í sinni sérgrein vegna galla í reglugerð frá 2023. Í reglugerðinni er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn segir fyrsta tölvupóstinn sem barst í morgun hafa verið frá landlækni. „Þetta var ósköp einfaldur tölupóstur frá móttökuritara sem segir að þeir hafi afgreitt leyfið og samþykkt það,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að veður hafi skipast skjótt í lofti eftir viðtalið í gær. Þórunn hefur ekki skýringar á því hvað breyttist. „Það var stál í stál á fundi fyrir tveimur dögum á milli embættisins og læknafélagsins,“ segir Þórunn en Læknafélag Íslands hefur látið sig málið varða. „Eins og þetta horfir við mér var það fjölmiðlaumfjöllunin sem breytti því hvernig litið er á þetta mál.“ Margra mánaða bið og endalaus hringavitleysu Þórunn þekkir til tveggja lækna sem voru í sömu stöðu og fengu sömuleiðis bréf í morgun. „Eftir margra mánaða bið og endalausa hringavitleysu.“ Með útgefnu leyfi fær Þórunn nýjan ráðningarsamning á Landspítalanum þar sem fram kemur að hún sé ekki aðeins sérfræðingur í lyflækningum heldur líka blóðlækningum. Með leyfinu verða laun hennar leiðrétt og það sem mestu máli skiptir að hún getur nú skrifað upp á viðeigandi lyf fyrir sína sjúklinga. Vendingar urðu hjá Embætti landlæknis í dag þegar María Heimisdóttir fór í leyfi og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var sett í stöðuna næstu vikurnar. Guðrún segir í stuttu samtali við Vísi að málið hafi verið afgreitt áður en hún kom inn í embættið í dag. Hún ætli að kynna sér málið og gerir ráð fyrir að embættið geti veitt skýringar á morgun. Heilbrigðismál Landspítalinn Embætti landlæknis Vinnumarkaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Þetta er með ólíkindum,“ segir Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, sem ræddi stöðuna sem upp var komin í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hún er hluti af hópi lækna sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið starfsleyfi í sinni sérgrein vegna galla í reglugerð frá 2023. Í reglugerðinni er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn segir fyrsta tölvupóstinn sem barst í morgun hafa verið frá landlækni. „Þetta var ósköp einfaldur tölupóstur frá móttökuritara sem segir að þeir hafi afgreitt leyfið og samþykkt það,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að veður hafi skipast skjótt í lofti eftir viðtalið í gær. Þórunn hefur ekki skýringar á því hvað breyttist. „Það var stál í stál á fundi fyrir tveimur dögum á milli embættisins og læknafélagsins,“ segir Þórunn en Læknafélag Íslands hefur látið sig málið varða. „Eins og þetta horfir við mér var það fjölmiðlaumfjöllunin sem breytti því hvernig litið er á þetta mál.“ Margra mánaða bið og endalaus hringavitleysu Þórunn þekkir til tveggja lækna sem voru í sömu stöðu og fengu sömuleiðis bréf í morgun. „Eftir margra mánaða bið og endalausa hringavitleysu.“ Með útgefnu leyfi fær Þórunn nýjan ráðningarsamning á Landspítalanum þar sem fram kemur að hún sé ekki aðeins sérfræðingur í lyflækningum heldur líka blóðlækningum. Með leyfinu verða laun hennar leiðrétt og það sem mestu máli skiptir að hún getur nú skrifað upp á viðeigandi lyf fyrir sína sjúklinga. Vendingar urðu hjá Embætti landlæknis í dag þegar María Heimisdóttir fór í leyfi og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var sett í stöðuna næstu vikurnar. Guðrún segir í stuttu samtali við Vísi að málið hafi verið afgreitt áður en hún kom inn í embættið í dag. Hún ætli að kynna sér málið og gerir ráð fyrir að embættið geti veitt skýringar á morgun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Embætti landlæknis Vinnumarkaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira