Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2025 14:46 Pétur Freyr Pétursson. Íþaka Pétur Freyr Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir aðhann muni taka við starfinu af Gunnari Val Gíslasyni sem hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hyggist láta af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins í árslok 2025. Pétur Freyr tekur við starfinu í byrjun árs 2026. „Gunnar Valur mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra móðurfélagsins, Íþöku ehf. Pétur Freyr er vel kunnugur félaginu en hann hefur verið viðskiptastjóri Íþöku fasteigna ehf. frá 1. mars 2023, sat í stjórn félagsins frá 9. apríl 2021 til 30. mars 2023 og sem varastjórnarmaður frá 1. apríl 2023. Pétur Freyr stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og er með BS gráðu í viðskiptafræði og viðbót í markaðsfræðum frá Costal Carolina & Nicholls State University,“ segir í tilkynningunni. „Með komu Péturs Freys heldur þróun félagsins áfram með áherslu á ábyrgan rekstur, styrkingu eignasafnsins og langtímasamstarf við leigutaka. Pétur Freyr er með skýra framtíðarsýn sem fellur vel að stefnu stjórnar um stöðugan og sjálfbæran vöxt,“ er haft eftir Birni Inga Victorssyni, stjórnarformanni Íþöku fasteigna ehf. „Um leið þakkar stjórn félagsins Gunnari Val Gíslasyni fyrir farsæl og öflug störf sem framkvæmdastjóri. Framlag hans hefur lagt traustan grunn að stöðu Íþöku fasteigna ehf. í dag. Við óskum honum velfarnaðar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á öðrum vettvangi,“ segir Björn Ingi. Þá segir Pétur Freyr að það séu forréttindi að taka við stjórnartaumunum hjá Íþöku fasteignum ehf. eftir að hafa notið leiðsagnar Gunnar Vals í nánu samstarfi okkar síðustu þrjú ár. „Hans framlag til samstæðunnar spannar rúm 20 ár og það er mikill styrkur fyrir félagið að njóta reynslu hans áfram. Undirstöður félagsins eru sterkar og telur eignasafn Íþöku samstæðunnar rúmlega 100.000fm af nýlegu og vönduðu húsnæði. Við munum halda áfram að byggja ofan á þennan grunn og horfa til nýrra tækifæra til að efla reksturinn og þjónustu við okkar viðskiptavini enn frekar. Við finnum fyrir vaxandi kröfum markaðarins um fyrsta flokks starfsumhverfi og munum mæta þeim af miklum metnaði.“ Vistaskipti Fasteignamarkaður Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir aðhann muni taka við starfinu af Gunnari Val Gíslasyni sem hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hyggist láta af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins í árslok 2025. Pétur Freyr tekur við starfinu í byrjun árs 2026. „Gunnar Valur mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra móðurfélagsins, Íþöku ehf. Pétur Freyr er vel kunnugur félaginu en hann hefur verið viðskiptastjóri Íþöku fasteigna ehf. frá 1. mars 2023, sat í stjórn félagsins frá 9. apríl 2021 til 30. mars 2023 og sem varastjórnarmaður frá 1. apríl 2023. Pétur Freyr stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og er með BS gráðu í viðskiptafræði og viðbót í markaðsfræðum frá Costal Carolina & Nicholls State University,“ segir í tilkynningunni. „Með komu Péturs Freys heldur þróun félagsins áfram með áherslu á ábyrgan rekstur, styrkingu eignasafnsins og langtímasamstarf við leigutaka. Pétur Freyr er með skýra framtíðarsýn sem fellur vel að stefnu stjórnar um stöðugan og sjálfbæran vöxt,“ er haft eftir Birni Inga Victorssyni, stjórnarformanni Íþöku fasteigna ehf. „Um leið þakkar stjórn félagsins Gunnari Val Gíslasyni fyrir farsæl og öflug störf sem framkvæmdastjóri. Framlag hans hefur lagt traustan grunn að stöðu Íþöku fasteigna ehf. í dag. Við óskum honum velfarnaðar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á öðrum vettvangi,“ segir Björn Ingi. Þá segir Pétur Freyr að það séu forréttindi að taka við stjórnartaumunum hjá Íþöku fasteignum ehf. eftir að hafa notið leiðsagnar Gunnar Vals í nánu samstarfi okkar síðustu þrjú ár. „Hans framlag til samstæðunnar spannar rúm 20 ár og það er mikill styrkur fyrir félagið að njóta reynslu hans áfram. Undirstöður félagsins eru sterkar og telur eignasafn Íþöku samstæðunnar rúmlega 100.000fm af nýlegu og vönduðu húsnæði. Við munum halda áfram að byggja ofan á þennan grunn og horfa til nýrra tækifæra til að efla reksturinn og þjónustu við okkar viðskiptavini enn frekar. Við finnum fyrir vaxandi kröfum markaðarins um fyrsta flokks starfsumhverfi og munum mæta þeim af miklum metnaði.“
Vistaskipti Fasteignamarkaður Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira