Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2025 11:40 Baldvin Már Kristjánsson er verjandi lögmannsins sem sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir Verjandi lögmanns sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi segir málið ekki það fyrsta sinnar tegundar. Hann þekki til minnst tveggja annarra mála þar sem lögmenn hafa sætt gæsluvarðhaldi en að rannsóknir þeirra mála hafi að lokum verið felldar niður. Hann og umbjóðandi hans búist fastlega við því að sú verði niðurstaðan í máli lögmannsins. Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður hjá Delikt lögmönnum, er verjandi annars lögmanns sem var handtekinn á þriðjudag í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Héraðsdómur Norðurlands eystra framlengdi gæsluvarðhald yfir honum í gær. Baldvin Már segir í samtali við fréttastofu að úrskurður héraðsdóms hafi verið kærður til Landsréttar. Erfitt sé að segja til um það hvenær niðurstaða Landsréttar muni liggja fyrir. Neitar staðfastlega sök „Eðli máls samkvæmt fer ekki vel um neinn í gæsluvarðhaldi,“ segir hann. Umbjóðandi hans hafi staðfastlega neitað sök hvað allar sakargiftir málsins varðar. Líkt og kom fram í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær er lögmaðurinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi sem felst í að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram „Mér persónulega finnst það aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram að fyrra bragði og hafið opinbera umfjöllun um mál sem er væntanlega á frumstigi rannsóknar,“ segir Baldvin Már. Þá segir hann að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögmaður er úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Ég þekki til að minnsta kosti tveggja mála þar sem lögmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Svo eftir því sem rannsókn málsins vindur fram, þá leiðir það til þess að lögregla fellir málið niður á síðari stigum. Við teljum að það verði niðurstaðan í máli þessu.“ Lögmennska Lögreglumál Tengdar fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. 25. nóvember 2025 23:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður hjá Delikt lögmönnum, er verjandi annars lögmanns sem var handtekinn á þriðjudag í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Héraðsdómur Norðurlands eystra framlengdi gæsluvarðhald yfir honum í gær. Baldvin Már segir í samtali við fréttastofu að úrskurður héraðsdóms hafi verið kærður til Landsréttar. Erfitt sé að segja til um það hvenær niðurstaða Landsréttar muni liggja fyrir. Neitar staðfastlega sök „Eðli máls samkvæmt fer ekki vel um neinn í gæsluvarðhaldi,“ segir hann. Umbjóðandi hans hafi staðfastlega neitað sök hvað allar sakargiftir málsins varðar. Líkt og kom fram í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær er lögmaðurinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi sem felst í að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram „Mér persónulega finnst það aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram að fyrra bragði og hafið opinbera umfjöllun um mál sem er væntanlega á frumstigi rannsóknar,“ segir Baldvin Már. Þá segir hann að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögmaður er úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Ég þekki til að minnsta kosti tveggja mála þar sem lögmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Svo eftir því sem rannsókn málsins vindur fram, þá leiðir það til þess að lögregla fellir málið niður á síðari stigum. Við teljum að það verði niðurstaðan í máli þessu.“
Lögmennska Lögreglumál Tengdar fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. 25. nóvember 2025 23:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. 25. nóvember 2025 23:56