„Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lestrarklefinn 28. nóvember 2025 14:18 Nýjasta bók Andra Snæs Magnasonar er til umfjöllunar í Lestrarklefanum. Rebekka Sif tekur bók Andra Snæs Magnasonar fyrir á menningarvefnum Lestrarklefinn. Hún hefur þetta að segja um bókina. Fyrir þessi jól teflir Andri Snær Magnason lítilli og nettri bók sem er þó eins og hönnunarverk. Jötunsteinn mætti kalla nóvellu eða jafnvel bara smásögu, svarthvítar myndir prýða margar blaðsíðurnar sem kallast á við vinnu akrítektsins Árna sem er söguhetja bókarinnar. Myndvinnsla var í höndum Mána Snæs Þorlákssonar. Jötunsteinn flýgur í átt að bílrúðu í upphafi sögu og við bíðum alla bókina eftir að steinninn hitti mark sitt, bílrúðu Range Rover Vogue bíls. Á meðan við erum föst í tímaleysi fáum við að heyra alla sólarsöguna. Hví er þessi steinn á leiðinni inn um rúðuna á bíl verktaka? Hver kastar honum? Rebekka Sif fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn Grár klumpur Jötunsteinn fjallar um arkítektinn Árna sem er í upphafi bjartsýnn á framtíðina, hefur allskyns væntingar, hefur hannað fallegt fjölbýlishús sem á að byggja í samstarfi við frændur hans, Birgir eldri og Birgir yngri. Úr verður að alltaf þarf að einfalda teikninguna, gera verkið ódýrara þar til varla nein hönnun stendur eftir. Gluggar frá Kína, bárujárn og steypa. Grár klumpur sem Árna hryllir við er lokaniðurstaðan. – Er þá starfið mitt tilgangslaust? Ég er á skjön. Ég er búinn að mennta mig til að vera á skjön við allt. ímyndaðu þér ef þú værir prófarkarlesari og allur texti væri morandi í stafsetningarvillum en enginn tæki eftir því nema þú. Nýju hverfin eru eintómar stafsetningarvillur. Mér finnst eins og allt sé orðið ljótt. (bls. 74) Heimur að hruni kominn Verkið er augljós ádeila á ástandið á fasteignamarkaði og hvernig gróðrarstefnan stýrir byggingamarkaðnum. Ódýrari húsum er hent upp, 100% lán tekin til að kaupa þau og svo er allt annars og þriðja flokks í íbúðunum. Stigagangar verða að vera úti, að hafa sameign er alltof kostnaðarsamt, hurðir á fataskápa eiga auðvitað að vera val kaupandans. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Sjá meira
Fyrir þessi jól teflir Andri Snær Magnason lítilli og nettri bók sem er þó eins og hönnunarverk. Jötunsteinn mætti kalla nóvellu eða jafnvel bara smásögu, svarthvítar myndir prýða margar blaðsíðurnar sem kallast á við vinnu akrítektsins Árna sem er söguhetja bókarinnar. Myndvinnsla var í höndum Mána Snæs Þorlákssonar. Jötunsteinn flýgur í átt að bílrúðu í upphafi sögu og við bíðum alla bókina eftir að steinninn hitti mark sitt, bílrúðu Range Rover Vogue bíls. Á meðan við erum föst í tímaleysi fáum við að heyra alla sólarsöguna. Hví er þessi steinn á leiðinni inn um rúðuna á bíl verktaka? Hver kastar honum? Rebekka Sif fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn Grár klumpur Jötunsteinn fjallar um arkítektinn Árna sem er í upphafi bjartsýnn á framtíðina, hefur allskyns væntingar, hefur hannað fallegt fjölbýlishús sem á að byggja í samstarfi við frændur hans, Birgir eldri og Birgir yngri. Úr verður að alltaf þarf að einfalda teikninguna, gera verkið ódýrara þar til varla nein hönnun stendur eftir. Gluggar frá Kína, bárujárn og steypa. Grár klumpur sem Árna hryllir við er lokaniðurstaðan. – Er þá starfið mitt tilgangslaust? Ég er á skjön. Ég er búinn að mennta mig til að vera á skjön við allt. ímyndaðu þér ef þú værir prófarkarlesari og allur texti væri morandi í stafsetningarvillum en enginn tæki eftir því nema þú. Nýju hverfin eru eintómar stafsetningarvillur. Mér finnst eins og allt sé orðið ljótt. (bls. 74) Heimur að hruni kominn Verkið er augljós ádeila á ástandið á fasteignamarkaði og hvernig gróðrarstefnan stýrir byggingamarkaðnum. Ódýrari húsum er hent upp, 100% lán tekin til að kaupa þau og svo er allt annars og þriðja flokks í íbúðunum. Stigagangar verða að vera úti, að hafa sameign er alltof kostnaðarsamt, hurðir á fataskápa eiga auðvitað að vera val kaupandans. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Sjá meira