Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 09:15 Fannar Ingi hefur fjarlægt tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Terezia Rotter Tónlistarmaðurinn Hipsumhaps fjarlægði alla tónlist sína af streymisveitum í byrjun vikunnar. Í nýrri yfirlýsingu tónlistarmannsins segist hann ekki ætla að gefa út nýja plötu sína, eða birta eldri lög á streymisveitum, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar öll tónlist tónlistarmannsins Hipsumhaps var tekin út af tónlistarstreymisveitum, þar á meðal á Spotify. Fannar Ingi Friðþjófsson, sem gefur út tónlist undir nafninu Hipsumhaps, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hann greinir frá ástæðunni. „Ég elska tónlist. Ég elska að skapa hana og mig langar að eiga farsælan feril sem tónlistarmaður. En það er einfaldlega ekki sjálfbær rekstur að leggja út nokkrar milljónir í plötu, gefa hana svo út á streymisveitum fyrir lítið eignarhald og vinna áfram við tónleika og önnur afleidd verkefni til að mæta kostnaði við hljóðritið án þess að greiða mér laun,“ skrifar Fannar og segist vilja geta verðlagt tónlistina sína en streymisveitur bjóði ekki upp á slíkt í dag. Fjórða platan hans, sem ber titilinn Algrím hjartans, er tilbúin en hann ætlar ekki að birta hana, eða önnur eldri lög sín, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. „Ég trúi því að fullt af fólki kunni að meta það sem ég er að gera og vilji borga fyrir nýja tónlist. Þess vegna leita ég til fólks og fyrirtækja eftir styrkjum við útgáfu plötunnar,“ skrifar Fannar á heimasíðu Hipsumhaps. „Að lokum vil ég skora á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir sjálfstæða tónlistarútgáfu.“ Áður fjarlægt tónlist af veitum Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem Fannar Ingi tekur tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Nýársdag árið 2022 tók hann plötuna Lög síns tíma af öllum veitum og seldi hana einvörðungis á heimasíðu sinni Hipsumhaps.is. Allur ágóði plötunnar þaðan rann til Votlendissjóðs. Hún rataði á endanum aftur á veiturnar en er nú, eins og önnur tónlist sveitarinnar, horfin á ný. Tónlist Spotify Streymisveitur Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar öll tónlist tónlistarmannsins Hipsumhaps var tekin út af tónlistarstreymisveitum, þar á meðal á Spotify. Fannar Ingi Friðþjófsson, sem gefur út tónlist undir nafninu Hipsumhaps, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hann greinir frá ástæðunni. „Ég elska tónlist. Ég elska að skapa hana og mig langar að eiga farsælan feril sem tónlistarmaður. En það er einfaldlega ekki sjálfbær rekstur að leggja út nokkrar milljónir í plötu, gefa hana svo út á streymisveitum fyrir lítið eignarhald og vinna áfram við tónleika og önnur afleidd verkefni til að mæta kostnaði við hljóðritið án þess að greiða mér laun,“ skrifar Fannar og segist vilja geta verðlagt tónlistina sína en streymisveitur bjóði ekki upp á slíkt í dag. Fjórða platan hans, sem ber titilinn Algrím hjartans, er tilbúin en hann ætlar ekki að birta hana, eða önnur eldri lög sín, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. „Ég trúi því að fullt af fólki kunni að meta það sem ég er að gera og vilji borga fyrir nýja tónlist. Þess vegna leita ég til fólks og fyrirtækja eftir styrkjum við útgáfu plötunnar,“ skrifar Fannar á heimasíðu Hipsumhaps. „Að lokum vil ég skora á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir sjálfstæða tónlistarútgáfu.“ Áður fjarlægt tónlist af veitum Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem Fannar Ingi tekur tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Nýársdag árið 2022 tók hann plötuna Lög síns tíma af öllum veitum og seldi hana einvörðungis á heimasíðu sinni Hipsumhaps.is. Allur ágóði plötunnar þaðan rann til Votlendissjóðs. Hún rataði á endanum aftur á veiturnar en er nú, eins og önnur tónlist sveitarinnar, horfin á ný.
Tónlist Spotify Streymisveitur Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira