Innlent

Von­brigði með Norður­ál og að­för að fjöl­miðla­frelsi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við borgarstjórann í Reykjavík og forstjóra Orkuveitunnar um stöðuna á Grundartanga.

Norðurál tilkynnti í gær um að það ætli sér ekki að greiða fyrir þá raforku sem ekki nýtist eftir umfangsmikla bilun í álverinu. Forstjóri Orkuveitunnar talar um mikil vonbrigði í því sambandi. 

Einnig verður rætt við formann Blaðamannafélags Íslands um þá deilu sem nú geisar milli barna- og menntamálaráðherra og Morgunblaðsins. Formaðurinn segir yfirlýsingu ráðherra á dögunum vera alvarlega aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi. 

Einnig fjöllum við um ljósagönguna sem gengin verður síðar í dag á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi.

Í íþróttunum  verður HM kvenna í handbolta sem hefst á morgun í forgrunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×