Fótbolti

Lið Söndru Maríu að­stoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sandra María Jessen lék allan leikinn fyrir Köln í kvöld.
Sandra María Jessen lék allan leikinn fyrir Köln í kvöld. Getty/Christof Koepsel

Sandra María Jessen og stöllur hennar í Köln gerðu 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Werder Bremen í þýsku deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Sandra María var á sínum stað í byrjunarliði Köln, en það var Pauline Bremer sem kom liðinu yfir strax á níundu mínútu eftir að Laura Feiersinger hafði misnotað vítaspyrnu.

Larissa Muhlhaus misnotaði svo einnig vítaspyrnu fyrir heimakonur eftir tæplega hálftíma leik, en bætti upp fyrir klúðrið snemma í síðari hálfleik þegar hún jafnaði metin fyrir Werder Bremen.

Fleiri uðru mörkin þó ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Köln er nú í áttunda sæti þýsku deildarinnar með 15 stig eftir 11 leiki, en Werder Bremen situr í þriðja sæti með 20 stig, nú 11 stigum á eftir toppliði Bayern München þar sem landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir leikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×