„Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 09:11 Það var ekki þægilegt fyrir Söru Sigmundsdóttur að láta sprauta stofnfrumum inn í hnéð sitt. @sarasigmunds Íslenska CrossFit-konan Sara Sigmundsdóttir lifir enn í voninni um að skilja meiðslin eftir í baksýnisspeglinum og er nú í sérstakri meðferð hjá læknum í Dúbaí. Sara sleit krossband í hægra hné aðeins tveimur dögum fyrir 2021 tímabilið, tímabil þar sem Sara hafði alla burði til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Hún hafði sett sjálf stefnuna á verðlaunapall en varð þarna fyrir miklu áfalli. Erfið endurkoma Það er ekki bara að hún missti af öllu þessu tímabili heldur hefur endurkoman verið erfið og ítrekuð meiðsli komið í veg fyrir að hún komist aftur á sama stað og hún var á. Þeir sem þekkja Söru vita að það síðasta í stöðunni hjá henni er að gefast upp. Þrátt fyrir hvert mótlætið á fætur öðru hefur hún haldið áfram baráttu sinni um að komast aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit-heiminum. Það styttist í nýtt tímabil og Sara ætlar að nýta sér nýjustu læknatæknina til að gera skrokkinn kláran. Eins og áður leyfir hún fylgjendum sínum að fylgjast með, bæði á Instagram sem og í reglulegum þáttum sínum á Youtube. Sara var mætt í meðferð á læknamiðstöð í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún býr þessa stundina. Annað skref fram á við „Annað skref fram á við í þessu bataferli. Stofnfrumumeðferð hélt áfram hjá einum þeirra bestu, doktor Adeel Khan, doktor Saeed Shalmani og frábæra teyminu þeirra,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Það má sjá læknana sprauta stofnfrumum í veika hnéð og augljóst á myndunum sem fylgja að þetta var nú ekki alveg sársaukalaust. Læknarnir nota stóra og mikla sprautu og fylgjast jafnóðum með árangri sínum í ómtæki. Stofnfrumur eru náttúrulegir græðarar hans en þær endurnýja stöðugt aðrar frumur. Ólíkt öðrum frumum hafa stofnfrumur þann einstæða eiginleika að geta orðið að ólíkum frumum, þar á meðal brjóskfrumum sem nauðsynlegar eru til að lagfæra liði í hnénu. Þeim er sprautað inn í hnéð með samþjöppuðum blóðflöguríkum blóðvökva og svo er að vona það besta. Mjög óþægilegt Eins og sést á myndunum þá er þetta mjög óþægilegt ferli en okkar kona er tilbúin að sigrast á smá sársauka ef þetta gæti þýtt betra hné fyrir komandi átök. „Ég er svo þakklát fyrir að geta haldið þessari reynslu áfram hér í Dúbaí, mínu öðru heimili,“ skrifaði Sara. „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili og að ég geti byrjað að undirbúa mig almennilega fyrir tímabilið eftir tvær vikur,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Sjá meira
Sara sleit krossband í hægra hné aðeins tveimur dögum fyrir 2021 tímabilið, tímabil þar sem Sara hafði alla burði til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Hún hafði sett sjálf stefnuna á verðlaunapall en varð þarna fyrir miklu áfalli. Erfið endurkoma Það er ekki bara að hún missti af öllu þessu tímabili heldur hefur endurkoman verið erfið og ítrekuð meiðsli komið í veg fyrir að hún komist aftur á sama stað og hún var á. Þeir sem þekkja Söru vita að það síðasta í stöðunni hjá henni er að gefast upp. Þrátt fyrir hvert mótlætið á fætur öðru hefur hún haldið áfram baráttu sinni um að komast aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit-heiminum. Það styttist í nýtt tímabil og Sara ætlar að nýta sér nýjustu læknatæknina til að gera skrokkinn kláran. Eins og áður leyfir hún fylgjendum sínum að fylgjast með, bæði á Instagram sem og í reglulegum þáttum sínum á Youtube. Sara var mætt í meðferð á læknamiðstöð í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún býr þessa stundina. Annað skref fram á við „Annað skref fram á við í þessu bataferli. Stofnfrumumeðferð hélt áfram hjá einum þeirra bestu, doktor Adeel Khan, doktor Saeed Shalmani og frábæra teyminu þeirra,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Það má sjá læknana sprauta stofnfrumum í veika hnéð og augljóst á myndunum sem fylgja að þetta var nú ekki alveg sársaukalaust. Læknarnir nota stóra og mikla sprautu og fylgjast jafnóðum með árangri sínum í ómtæki. Stofnfrumur eru náttúrulegir græðarar hans en þær endurnýja stöðugt aðrar frumur. Ólíkt öðrum frumum hafa stofnfrumur þann einstæða eiginleika að geta orðið að ólíkum frumum, þar á meðal brjóskfrumum sem nauðsynlegar eru til að lagfæra liði í hnénu. Þeim er sprautað inn í hnéð með samþjöppuðum blóðflöguríkum blóðvökva og svo er að vona það besta. Mjög óþægilegt Eins og sést á myndunum þá er þetta mjög óþægilegt ferli en okkar kona er tilbúin að sigrast á smá sársauka ef þetta gæti þýtt betra hné fyrir komandi átök. „Ég er svo þakklát fyrir að geta haldið þessari reynslu áfram hér í Dúbaí, mínu öðru heimili,“ skrifaði Sara. „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili og að ég geti byrjað að undirbúa mig almennilega fyrir tímabilið eftir tvær vikur,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti