Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar 22. nóvember 2025 21:01 Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir. Verkefni sjúkrahússins eru fjölbreytt og í gegnum árin hefur ekki skort lækna sem sóst hafa eftir að starfa á sjúkrahúsinu til lengri eða skemmri tíma og hafa sterkar taugar til þess. Þessu má að mjög stóru leyti þakka kjarnahópi fastráðinna og reynslumikilla sérfræðilækna á staðnum, sem hafa lagt sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu, auk þess að halda vel utan um afleysingalækna og nýútskrifaða lækna og vera þeim til halds og trausts langt umfram það sem vinnuskyldan býður eða greitt er fyrir. Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma, enda ekki annað hægt ef tryggja á öryggi sjúklinga. Þetta er ómöguleg staða að setja einstaka lækna í og ekki vænleg til að menn endist í starfi, enda óboðlegt að öryggi sjúklinga sé ógnað ef einn einstaklingur er ekki stöðugt til taks. Dæmi eru einnig um að læknar hafi verið á bakvakt í allt að 17 sólahringa samfellt, sem þýðir að viðkomandi sinnir dagvinnu og er síðan á vaktinni á kvöldin, nóttunni og um helgar á sama tímabili, á vakt þar sem yfirleitt er lítið sem ekkert sofið vegna stöðugra símhringinga. Þetta er staða sem ekki á undir nokkrum kringumstæðum að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025. Nýlega var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn ferliverkasamninga við marga af þessum lykillæknum Sjúkrahússins á Akureyri án þess að nein lausn lægi fyrir varðandi hvernig eigi að veita þá þjónustu við íbúa svæðisins í framhaldinu. Ferliverkasamningarnir fela í sér að læknarnir greiða sjúkrahúsinu aðstöðugjöld fyrir stofurekstur innan veggja spítalans þar sem þeir sinna ýmsum verkum á borð við speglanir, ómskoðanir o.fl. Á þessum samningi hafa læknarnir veitt íbúum Norðurlands mikið magn nauðsynlegrar læknisþjónustu á sama tíma og þeir hafa verið í húsi á sjúkrahúsinu og til taks ef eitthvað brátt kemur upp á. Ljóst er að vegna veru læknanna í húsinu hefur fleiru en einu mannslífi verið bjargað í gegnum tíðina. Á litlu sjúkrahúsi getur lausn sem þessi skipt sköpum til að tryggja öryggi sjúklinga og erfitt að sjá hvað tekur við ef þessi mannafli flytur starfsemi sína á stofu úti í bæ eða jafnvel suður. Það liggur í augum uppi að ef mikið af verkefnunum flyst af svæðinu mun það fela í sér gríðarlega kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð þar sem greiða þarf ferðakostnað íbúa svæðisins suður vegna læknisþjónustu í stór auknum mæli. Kostnaðaraukning og skert öryggi sjúklinga getur ekki verið markmið neins. Stjórnvöld hafa þó gefið stjórnendum sjúkrahússins þau skilaboð að þeim sé skylt að segja þessum samningum upp. Ef það er raunin verður að finna aðra lausn sem er boðleg og sátt er um áður en lengra er haldið, til þess að koma í veg fyrir að fótunum verði kippt undan sjúkrahúsinu. Nýverið sögðu tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og má skilja sem svo að hluti ástæðunnar sé yfirvofandi uppsögn ferliverkasamninganna, en fleira kemur þó til. Ofangreint álag hefur verið viðvarandi mjög lengi, í mörgum sérgreinum er bara einn sérfræðingur starfandi og í sumum enginn. Árum saman hefur verið auglýst eftir fleiri læknum án árangurs. Svo virðist sem að fjárheimildir hafi skort fyrir lausnum sem duga til að laða lækna að, t.d. með því að bjóða læknum sérkjör fyrir að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Slíkt tíðkast í öllum löndunum í kringum okkur og er lykilatriði til að manna minni staði. Horfa verður til sérúrræða fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir utan Reykjavíkur sem búa við annan veruleika en þjónustan í Reykjavík, sérstaklega þar sem mikil ábyrgð hvílir þar á mun færri herðum en gerist á stærri stöðum. Meðlimir í stjórn Læknafélags Íslands áttu mjög gott og uppbyggilegt samtal við lækna og stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri nú á föstudaginn og þar kom skýrt fram að ekki skortir hugmyndir að lausnum til að tryggja áfram farsælt og öflugt starf á sjúkrahúsinu. Það er algjört forgangsmál að tryggja viðunandi mönnun á staðnum, tryggja öryggi sjúklinga og bæta starfsaðstæður læknanna. Einnig verður að viðurkenna mikilvægi Sjúkrahússins á Akureyri sem varasjúkrahúss Landspítala sem verður að vera starfhæft bráðasjúkrahús allan sólarhringinn allan ársins hring. Tryggja verður stöðu Sjúkrahússins sem kennslusjúkrahúss, bjóða sérnámslæknum í auknum mæli að taka hluta sérnáms þar og fjölga þannig læknum á öllum stigum starfsferilsins. Hlusta verður á raddir reyndustu sérfræðinga sjúkrahússins og koma í veg fyrir að þeir hverfi annað, enda kemur ekki endilega maður í manns stað í litlu landi í harðri alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Akureyri Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir. Verkefni sjúkrahússins eru fjölbreytt og í gegnum árin hefur ekki skort lækna sem sóst hafa eftir að starfa á sjúkrahúsinu til lengri eða skemmri tíma og hafa sterkar taugar til þess. Þessu má að mjög stóru leyti þakka kjarnahópi fastráðinna og reynslumikilla sérfræðilækna á staðnum, sem hafa lagt sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu, auk þess að halda vel utan um afleysingalækna og nýútskrifaða lækna og vera þeim til halds og trausts langt umfram það sem vinnuskyldan býður eða greitt er fyrir. Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma, enda ekki annað hægt ef tryggja á öryggi sjúklinga. Þetta er ómöguleg staða að setja einstaka lækna í og ekki vænleg til að menn endist í starfi, enda óboðlegt að öryggi sjúklinga sé ógnað ef einn einstaklingur er ekki stöðugt til taks. Dæmi eru einnig um að læknar hafi verið á bakvakt í allt að 17 sólahringa samfellt, sem þýðir að viðkomandi sinnir dagvinnu og er síðan á vaktinni á kvöldin, nóttunni og um helgar á sama tímabili, á vakt þar sem yfirleitt er lítið sem ekkert sofið vegna stöðugra símhringinga. Þetta er staða sem ekki á undir nokkrum kringumstæðum að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025. Nýlega var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn ferliverkasamninga við marga af þessum lykillæknum Sjúkrahússins á Akureyri án þess að nein lausn lægi fyrir varðandi hvernig eigi að veita þá þjónustu við íbúa svæðisins í framhaldinu. Ferliverkasamningarnir fela í sér að læknarnir greiða sjúkrahúsinu aðstöðugjöld fyrir stofurekstur innan veggja spítalans þar sem þeir sinna ýmsum verkum á borð við speglanir, ómskoðanir o.fl. Á þessum samningi hafa læknarnir veitt íbúum Norðurlands mikið magn nauðsynlegrar læknisþjónustu á sama tíma og þeir hafa verið í húsi á sjúkrahúsinu og til taks ef eitthvað brátt kemur upp á. Ljóst er að vegna veru læknanna í húsinu hefur fleiru en einu mannslífi verið bjargað í gegnum tíðina. Á litlu sjúkrahúsi getur lausn sem þessi skipt sköpum til að tryggja öryggi sjúklinga og erfitt að sjá hvað tekur við ef þessi mannafli flytur starfsemi sína á stofu úti í bæ eða jafnvel suður. Það liggur í augum uppi að ef mikið af verkefnunum flyst af svæðinu mun það fela í sér gríðarlega kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð þar sem greiða þarf ferðakostnað íbúa svæðisins suður vegna læknisþjónustu í stór auknum mæli. Kostnaðaraukning og skert öryggi sjúklinga getur ekki verið markmið neins. Stjórnvöld hafa þó gefið stjórnendum sjúkrahússins þau skilaboð að þeim sé skylt að segja þessum samningum upp. Ef það er raunin verður að finna aðra lausn sem er boðleg og sátt er um áður en lengra er haldið, til þess að koma í veg fyrir að fótunum verði kippt undan sjúkrahúsinu. Nýverið sögðu tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og má skilja sem svo að hluti ástæðunnar sé yfirvofandi uppsögn ferliverkasamninganna, en fleira kemur þó til. Ofangreint álag hefur verið viðvarandi mjög lengi, í mörgum sérgreinum er bara einn sérfræðingur starfandi og í sumum enginn. Árum saman hefur verið auglýst eftir fleiri læknum án árangurs. Svo virðist sem að fjárheimildir hafi skort fyrir lausnum sem duga til að laða lækna að, t.d. með því að bjóða læknum sérkjör fyrir að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Slíkt tíðkast í öllum löndunum í kringum okkur og er lykilatriði til að manna minni staði. Horfa verður til sérúrræða fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir utan Reykjavíkur sem búa við annan veruleika en þjónustan í Reykjavík, sérstaklega þar sem mikil ábyrgð hvílir þar á mun færri herðum en gerist á stærri stöðum. Meðlimir í stjórn Læknafélags Íslands áttu mjög gott og uppbyggilegt samtal við lækna og stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri nú á föstudaginn og þar kom skýrt fram að ekki skortir hugmyndir að lausnum til að tryggja áfram farsælt og öflugt starf á sjúkrahúsinu. Það er algjört forgangsmál að tryggja viðunandi mönnun á staðnum, tryggja öryggi sjúklinga og bæta starfsaðstæður læknanna. Einnig verður að viðurkenna mikilvægi Sjúkrahússins á Akureyri sem varasjúkrahúss Landspítala sem verður að vera starfhæft bráðasjúkrahús allan sólarhringinn allan ársins hring. Tryggja verður stöðu Sjúkrahússins sem kennslusjúkrahúss, bjóða sérnámslæknum í auknum mæli að taka hluta sérnáms þar og fjölga þannig læknum á öllum stigum starfsferilsins. Hlusta verður á raddir reyndustu sérfræðinga sjúkrahússins og koma í veg fyrir að þeir hverfi annað, enda kemur ekki endilega maður í manns stað í litlu landi í harðri alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar