Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2025 12:00 Erfitt ástand hefur skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna manneklu. Vísir/Viktor Freyr Erfitt ástand hefur skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts en enginn lyflæknir er á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Þrír læknar hafa sagt upp störfum vegna álags. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir heimild vanta til að hægt sé að tryggja viðunandi mönnun á sjúkrahúsinu. Læknafélagið fór norður í gær og fundaði með læknum og yfirstjórn sjúkrahússins vegna málsins. „Við höfum verið að fylgjast lengi með ástandinu á Akureyri sem hefur verið erfitt, meðal annars með mönnun lækna. Þessi uppsögn ferliverka sem átti sér stað fyrr í haust, sem hefur verið töluvert í fjölmiðlum hefur ekki bætt úr skák,“ segir Steinunn. Stjórnendur sjúkrahússins fengu í haust fyrirmæli um að segja upp samningum við þrettán sérfræðilækna við spítalann. Tilkynnt var um það á svipuðum tíma að ferilverkasamningum yrði sagt upp en heilbrigðisráðuneytið telur þá auðvelda læknum að rukka fyrir gerviverktöku. Heimildir til að manna ekki nægar Steinunn segir að nálgast þurfi þjónustu á landsbyggðinni á annan hátt en í Reykjavík. „Þetta er öðruvísi þjónusta, það þarf að fjármagna hana öðruvísi og ég held að þetta kalli á gagngera endurskoðun á því hvaða fjárveitingar fara til sjúkrahússins og hvernig þau hafa heimildir til að manna. Sem er greinilega ekki nægjanlegt í dag.“ Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir læknana marga á stöðgri vakt, allan sólarhringinn, allan ársins hring.Vísir/Arnar Frá 22. desember næstkomandi er enginn lyflæknir á vaktinni á Sjúkrahúsinu en þeir standa undir stórum hluta bráðaþjónustu spítalans, sér i lagi á kvöldin og nóttunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar bæði sagt sig af vöktum og sagt upp störfum vegna álags. Steinunn segir að neyðarkall hafi verið sent út á lækna um allt land til að reyna að bjarga málunum. Hljóðið í læknunum sé mjög þungt. „Enda eru þessir hópar búnir að standa undir mjög viðamikilli þjónustu í mikilli manneklu mjög lengi og það eru margir þarna sem eru á krónískri vakt, það er alltaf hringt í viðkomandi, allan sólarhringinn, allt árið í raun,“ segir Steinunn. Varasjúkrahús þjóðarinnar allrar Veita þurfi sjúkrahúsinu heimild til að fjölga læknum. Ekki gangi að þar sé einn læknir í hverri sérgrein og enginn til að leysa af. Steinunn bendir á að sjúkrahúsið þjónusti mörg þúsund manns alla jafna en sé jafnframt varasjúkrahús allra landsmanna. „Við verðum að vera viðbúin eins og allar aðrar þjóðir við mögulegum áföllum og að eitthvað raski til að mynda starfsemi Landspítalans.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að enginn læknir væri á vakt eftir 22. desember en hið rétta er að enginn lyflæknir er á vakt frá þeim tíma. Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. 7. október 2025 13:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir heimild vanta til að hægt sé að tryggja viðunandi mönnun á sjúkrahúsinu. Læknafélagið fór norður í gær og fundaði með læknum og yfirstjórn sjúkrahússins vegna málsins. „Við höfum verið að fylgjast lengi með ástandinu á Akureyri sem hefur verið erfitt, meðal annars með mönnun lækna. Þessi uppsögn ferliverka sem átti sér stað fyrr í haust, sem hefur verið töluvert í fjölmiðlum hefur ekki bætt úr skák,“ segir Steinunn. Stjórnendur sjúkrahússins fengu í haust fyrirmæli um að segja upp samningum við þrettán sérfræðilækna við spítalann. Tilkynnt var um það á svipuðum tíma að ferilverkasamningum yrði sagt upp en heilbrigðisráðuneytið telur þá auðvelda læknum að rukka fyrir gerviverktöku. Heimildir til að manna ekki nægar Steinunn segir að nálgast þurfi þjónustu á landsbyggðinni á annan hátt en í Reykjavík. „Þetta er öðruvísi þjónusta, það þarf að fjármagna hana öðruvísi og ég held að þetta kalli á gagngera endurskoðun á því hvaða fjárveitingar fara til sjúkrahússins og hvernig þau hafa heimildir til að manna. Sem er greinilega ekki nægjanlegt í dag.“ Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir læknana marga á stöðgri vakt, allan sólarhringinn, allan ársins hring.Vísir/Arnar Frá 22. desember næstkomandi er enginn lyflæknir á vaktinni á Sjúkrahúsinu en þeir standa undir stórum hluta bráðaþjónustu spítalans, sér i lagi á kvöldin og nóttunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar bæði sagt sig af vöktum og sagt upp störfum vegna álags. Steinunn segir að neyðarkall hafi verið sent út á lækna um allt land til að reyna að bjarga málunum. Hljóðið í læknunum sé mjög þungt. „Enda eru þessir hópar búnir að standa undir mjög viðamikilli þjónustu í mikilli manneklu mjög lengi og það eru margir þarna sem eru á krónískri vakt, það er alltaf hringt í viðkomandi, allan sólarhringinn, allt árið í raun,“ segir Steinunn. Varasjúkrahús þjóðarinnar allrar Veita þurfi sjúkrahúsinu heimild til að fjölga læknum. Ekki gangi að þar sé einn læknir í hverri sérgrein og enginn til að leysa af. Steinunn bendir á að sjúkrahúsið þjónusti mörg þúsund manns alla jafna en sé jafnframt varasjúkrahús allra landsmanna. „Við verðum að vera viðbúin eins og allar aðrar þjóðir við mögulegum áföllum og að eitthvað raski til að mynda starfsemi Landspítalans.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að enginn læknir væri á vakt eftir 22. desember en hið rétta er að enginn lyflæknir er á vakt frá þeim tíma.
Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. 7. október 2025 13:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. 7. október 2025 13:57