Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2025 16:50 Snæbjörn Guðmundsson er formaður Náttúrugriða. Landsvirkjun vildi auka afköst Sigöldustöðvar í 200 megavött úr 150 megavöttum. Vísir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar. Í fréttatilkynningu Náttúrugriða, náttúruverndarsamtaka sem kærðu veitingu framkvæmdaleyfisins, segir að hreppsnefnd Ásahrepps hafi veitt framkvæmdaleyfið í febrúar síðastliðnum, að undangengnu virkjunarleyfi Orkustofnunar, auk þess sem forsætisráðherra hafi samþykkt framkvæmdina á sínum tíma. Ógildingin þýði að nú séu stækkunarframkvæmdir óheimilar. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar byggi á því að við meðferð málsins hjá Landsvirkjun og stjórnvöldum í umhverfismati á stækkun virkjunarinnar hafi ekki verið lagt mat á áhrif framkvæmdanna á gæði vatns. Um sé að ræða Sigölduvirkjun í Tungnaá, sunnan Þórisvatns sem gangsett var og hefur framleitt rafmagn síðan 1978. Upphaflegu virkjunarframkvæmdirnar séu því frá því fyrir gildistöku fyrstu laga hér á landi um umhverfismat. Við undirbúning stækkunar komi hins vegar þættir sem nú eru í lögum til skoðunar, meðal annars hvaða áhrif stækkunin hefur á gæði vatns. Því komi lög um stjórn vatnamála frá 2011 til skoðunar. Eftir þeim hafi ekki verið farið af framkvæmdaraðila og leyfisveitendum. Afleiðingin af því sé ógilding framkvæmdaleyfisins. Gættu ekki að lögum Með stækkuninni hafi ætlunin verið að auka afl en ekki framleiðslu og umhverfismat stækkunarinnar sjálfrar hafi farið fram seinni part árs 2023 án þess að gætt væri að gildandi lögum. „Nú þarf framkvæmdaaðilinn að gæta að settum lögum, áður en lengra er haldið. Það breytir ekki því að Sigölduvirkjun er í þjóðlendu, og það er ámælisvert að forsætisráðherra sem falin er gæsla þeirrar eignar þjóðarinnar, hafi ekki stöðvað málið á sínum tíma með vísan til þeirra laga sem úrskurðarnefndin vísar til í úrskurði sínum í gær.“ Í úrskurðinum sé einnig fundið að því að sérfræðiálit sem Hafrannsóknarstofnun gerði fyrir framkvæmdaraðila hafi ekki verið í samræmi við lög, að því er varðar flokkun í svokölluð manngerð eða mikið breytt vatnshlot. Jafnframt segi að afstaða Umhverfisstofnunar hafi verið óskýr að því leyti. Tímamótaúrskurður „Í stuttu máli er hér um tímamótaúrskurð að ræða í íslenskri stjórnsýslu, þar sem skýr niðurstaða er um að í umhverfismati þýði ekki að koma sér hjá ákvæðum laga um stjórn vatnamála. Dómurinn er því fordæmisgefandi og styrkir lýðræðislegan rétt almennings til þátttöku í ákvörðunum.“ Úrskurðurinn komi ekki á óvart, enda komi hann í framhaldi fjölda dóma sem gengið hafi í Evrópu undanfarinn áratug, þar sem strangar kröfur hafi verið gerðar til umhverfismats, ekki síst þegar framkvæmdir hafa áhrif á vatn. En það eigi einnig við um aðra þætti, svo sem loftslag. Skemmst sé að minnast ógildingar áfrýjunardómstóls í Noregi á leyfum til vinnslu olíu fyrir réttri viku, þar sem í umhverfismati hefði ekki verið lagt mat á áhrif notkunar jarðefnanna á andrúmsloftið. Orkumál Ásahreppur Úrskurðar- og kærunefndir Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Í fréttatilkynningu Náttúrugriða, náttúruverndarsamtaka sem kærðu veitingu framkvæmdaleyfisins, segir að hreppsnefnd Ásahrepps hafi veitt framkvæmdaleyfið í febrúar síðastliðnum, að undangengnu virkjunarleyfi Orkustofnunar, auk þess sem forsætisráðherra hafi samþykkt framkvæmdina á sínum tíma. Ógildingin þýði að nú séu stækkunarframkvæmdir óheimilar. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar byggi á því að við meðferð málsins hjá Landsvirkjun og stjórnvöldum í umhverfismati á stækkun virkjunarinnar hafi ekki verið lagt mat á áhrif framkvæmdanna á gæði vatns. Um sé að ræða Sigölduvirkjun í Tungnaá, sunnan Þórisvatns sem gangsett var og hefur framleitt rafmagn síðan 1978. Upphaflegu virkjunarframkvæmdirnar séu því frá því fyrir gildistöku fyrstu laga hér á landi um umhverfismat. Við undirbúning stækkunar komi hins vegar þættir sem nú eru í lögum til skoðunar, meðal annars hvaða áhrif stækkunin hefur á gæði vatns. Því komi lög um stjórn vatnamála frá 2011 til skoðunar. Eftir þeim hafi ekki verið farið af framkvæmdaraðila og leyfisveitendum. Afleiðingin af því sé ógilding framkvæmdaleyfisins. Gættu ekki að lögum Með stækkuninni hafi ætlunin verið að auka afl en ekki framleiðslu og umhverfismat stækkunarinnar sjálfrar hafi farið fram seinni part árs 2023 án þess að gætt væri að gildandi lögum. „Nú þarf framkvæmdaaðilinn að gæta að settum lögum, áður en lengra er haldið. Það breytir ekki því að Sigölduvirkjun er í þjóðlendu, og það er ámælisvert að forsætisráðherra sem falin er gæsla þeirrar eignar þjóðarinnar, hafi ekki stöðvað málið á sínum tíma með vísan til þeirra laga sem úrskurðarnefndin vísar til í úrskurði sínum í gær.“ Í úrskurðinum sé einnig fundið að því að sérfræðiálit sem Hafrannsóknarstofnun gerði fyrir framkvæmdaraðila hafi ekki verið í samræmi við lög, að því er varðar flokkun í svokölluð manngerð eða mikið breytt vatnshlot. Jafnframt segi að afstaða Umhverfisstofnunar hafi verið óskýr að því leyti. Tímamótaúrskurður „Í stuttu máli er hér um tímamótaúrskurð að ræða í íslenskri stjórnsýslu, þar sem skýr niðurstaða er um að í umhverfismati þýði ekki að koma sér hjá ákvæðum laga um stjórn vatnamála. Dómurinn er því fordæmisgefandi og styrkir lýðræðislegan rétt almennings til þátttöku í ákvörðunum.“ Úrskurðurinn komi ekki á óvart, enda komi hann í framhaldi fjölda dóma sem gengið hafi í Evrópu undanfarinn áratug, þar sem strangar kröfur hafi verið gerðar til umhverfismats, ekki síst þegar framkvæmdir hafa áhrif á vatn. En það eigi einnig við um aðra þætti, svo sem loftslag. Skemmst sé að minnast ógildingar áfrýjunardómstóls í Noregi á leyfum til vinnslu olíu fyrir réttri viku, þar sem í umhverfismati hefði ekki verið lagt mat á áhrif notkunar jarðefnanna á andrúmsloftið.
Orkumál Ásahreppur Úrskurðar- og kærunefndir Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira