Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 15:24 Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu. Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu. Húsið var byggt árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar arkitekts en hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. Ásett verð er 69,9 milljónir. Leifur Ýmir er þekktur fyrir listaverk sín þar sem hann setur hversdagslegar setningar á striga og gefur þeim nýtt líf í myndlistinni. Katrína er söngvari hljómsveitarinnar Mammút, sem sigraði í Músíktilraunum árið 2004. Eftir það varð sveitin ein af fremstu rokksveitum landsins og vakti athygli fyrir kraftmikla og tilfinningaþrungna tónlist. Í maí síðastliðnum setti parið sjarmerandi miðbæjaríbúð við Freyjugötu á sölu. Umrædd íbúð er 77,6 fermetrar að stærð og staðsett á jarðhæð í húsi sem byggt var árið 1928. Sjávarútsýni og ríkulegt fuglalíf Nú hafa þau sett hús sitt í Höfnum á sölu. Þau keyptu húsið í maí 2021 og greiddu þá 27 milljónir. Viðarklædd loft, flotuð gólf og hráir veggir spila stórt hlutverk í bland við litríka innanstokksmuni sem gefa heildarmyndinni mikinn sjarma. Húsið er á þremur hæðum og hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum með tilliti til upprunalegs byggingarstíls. Á jarðhæð er stofa, borðstofa og eldhús í samliggjandi, opnu og björtu rými með góðum gluggum. Í eldhúsinu er nýleg svört innrétting með viðarborðplötu. Á efri hæðinni er stórt alrými sem skiptist í tvö aðskilin svæði. Fjölskyldurými og tvö svefnherbergi. Í risinu er þriggja metra lofthæð en þaðan er útgengt á góðar svalir. Við húsið er sérstæður bílskúr sem hefur verið innréttaður sem vinnustofa. Frá húsinu er einstakt útsýni yfir hafið, og er staðsetningin sjálf sannkölluð náttúruperla. Í nágrenninu eru margar fallegar fjörur og strendur og bærinn umvefur sig af fjölbreyttu og ríkulegu fuglalífi. Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis. Hús og heimili Fasteignamarkaður Tónlist Myndlist Reykjanesbær Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Leifur Ýmir er þekktur fyrir listaverk sín þar sem hann setur hversdagslegar setningar á striga og gefur þeim nýtt líf í myndlistinni. Katrína er söngvari hljómsveitarinnar Mammút, sem sigraði í Músíktilraunum árið 2004. Eftir það varð sveitin ein af fremstu rokksveitum landsins og vakti athygli fyrir kraftmikla og tilfinningaþrungna tónlist. Í maí síðastliðnum setti parið sjarmerandi miðbæjaríbúð við Freyjugötu á sölu. Umrædd íbúð er 77,6 fermetrar að stærð og staðsett á jarðhæð í húsi sem byggt var árið 1928. Sjávarútsýni og ríkulegt fuglalíf Nú hafa þau sett hús sitt í Höfnum á sölu. Þau keyptu húsið í maí 2021 og greiddu þá 27 milljónir. Viðarklædd loft, flotuð gólf og hráir veggir spila stórt hlutverk í bland við litríka innanstokksmuni sem gefa heildarmyndinni mikinn sjarma. Húsið er á þremur hæðum og hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum með tilliti til upprunalegs byggingarstíls. Á jarðhæð er stofa, borðstofa og eldhús í samliggjandi, opnu og björtu rými með góðum gluggum. Í eldhúsinu er nýleg svört innrétting með viðarborðplötu. Á efri hæðinni er stórt alrými sem skiptist í tvö aðskilin svæði. Fjölskyldurými og tvö svefnherbergi. Í risinu er þriggja metra lofthæð en þaðan er útgengt á góðar svalir. Við húsið er sérstæður bílskúr sem hefur verið innréttaður sem vinnustofa. Frá húsinu er einstakt útsýni yfir hafið, og er staðsetningin sjálf sannkölluð náttúruperla. Í nágrenninu eru margar fallegar fjörur og strendur og bærinn umvefur sig af fjölbreyttu og ríkulegu fuglalífi. Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Tónlist Myndlist Reykjanesbær Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira