Erlent

Að­gerðir í þágu jafn­réttis munu jafn­gilda mann­réttinda­brotum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Forsetinn hefur skorið upp herör gegn DEI.
Forsetinn hefur skorið upp herör gegn DEI. Getty/Roberto Schmidt

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur markað stefnu sem gerir það að verkum að ríki sem setja jafnrétti í fyrirrúm og framfylgja aðgerðum í þágu jafnrétti kynjanna og minnihlutahópa, eiga það á hættu að vera álitin brjóta gegn mannréttindum.

Samkvæmt nýju stefnunni verða ríki sem niðurgreiða þungunarrof eða greiða fyrir fjöldafólksflutningum einnig talin brjóta gegn mannréttindum.

Nýjar leiðbeiningar verða sendar sendiráðum og -skrifstofum Bandaríkjanna um heim allan, sem hafa það meðal annar á höndum að semja skýrslur um mannréttindi í viðkomandi ríkjum.

Stefnunni er ætlað að vinna gegn „skaðlegri hugmyndafræði“ en hún hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasinnum, sem segja stjórnvöld vestanhafs þvert á móti vera að endurskilgreina mannréttindi þannig að þau falli að þeirra eigin hugmyndafræði.

Svokölluðum DEI aðgerðum, DEI stendur fyrir „Diversity, Equity and Inclusion“, hefur verið kastað fyrir róða í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump komst aftur í Hvíta húsið.

Meðal aðgerða sem verða hér eftir flokkaðar sem mannréttindabrot af sendifulltrúum Bandaríkjanna eru kynleiðréttingar barna og tilraunir ríkja til að berjast gegn hatursorðræðu, sem Bandaríkjastjórn skilgreina sem aðför gegn tjáningarfrelsinu.

BBC fjallar ítarlega um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×