Lífið

Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalt­eyri yfir til Akur­eyrar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þremenningarnir vonast eftir klifuræði fyrir norðan.
Þremenningarnir vonast eftir klifuræði fyrir norðan.

Garpur Ingason Elísabetarson skellti sér fyrir Ísland í dag til Akureyrar á dögunum til að heimsækja nýtt klifurhús sem var að opna hérna ekki löngu síðan.

Það voru þrír einstaklingar, ungt fólk, sem stóðu á bak við opnunina. Klifuríþróttin hefur verið að ryðja sér til rúms um nokkurt skeið og hafa klifurhús verið að rísa upp hér og þar á landinu. Þó að þetta sé langmest í kringum höfuðborgarsvæðið.

Ævintýrahjónin Katrín Kristjánsdóttir og Hjörtur Ólafsson ásamt ofurleiðsögumanninum Magnúsi Arturo Batista sameinuðu krafta sína og byggðu klifurhús á Akureyri. Sjálf hafa þau stundað klifur um árabil.

„Ég held kannski að í grunninn að þá séum við útivistarfólk og höfum ferðast um heiminn og skoðað skíðasvæði og klifursamfélagið og verið í leiðsögn og á jöklum og öðru. Þar erum við búin að sjá hugmyndir og fyrirmyndir að svona húsum og höfum séð samfélögin í kringum þetta. Á sama tíma sér maður íþróttina byggjast upp og er kominn á Ólympíuleikana og fleira. Það hafa verið klifuraðstæður settar þar upp, til að byrja með svolítið í björgunarsveitahúsnæðum á Íslandi, og okkur langaði eiginlega bara svolítið að skapa þessa stemningu og bjóða upp á hana á Akureyri. Við erum eiginlega að vona það að þegar fólk núna sér þetta að þá er þetta eitthvað sem það mun alls ekki vilja sleppa,“ segir Magnús.

„Við fórum í þetta af því við vorum að reka klifurvegg á Hjalteyri, sem okkur fannst ganga rosa vel þó að fólk þyrfti að keyra á Hjalteyri ef það vildi koma til okkar. Þetta er frekar lítill veggur. En við sáum alltaf aukningu í hverjum einasta mánuði og fólk var rosa áhugasamt. Við hugsuðum að ef við myndum komast inn á Akureyri þá gætum við gert þetta vel,“ segir Katrín.

Hér að neðan má sjá innlit í nýtt klifurhús á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.