„Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2025 22:10 Einar Jónsson, þjálfari Fram, gefur sínum mönnum skipanir á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink „Það er ótrúlega margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir fjögurra marka tap liðsins gegn svissneska liðinu Kriens-Luzern í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Sóknarlega vorum við á köflum frábærir, sérstaklega í uppstilltum sóknarleik. Við fáum lítið af hraðaupphlaupum því við erum enn bara á þeim stað að vera að vinna í okkar leik. En sóknarlega vorum við góðir heilt yfir og á köflum varnarlega,“ bætti Einar við. „Það er fullt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, en það svíður svolítið þessir klaufalegu töpuðu boltar, sem var held ég það sem fellir okkur í kvöld. Og síðustu tíu voru okkar helstu varnarmenn orðnir frekar þreyttir. Þetta voru mikil hlaup. Þetta er svona niðurstaðan ef ég á að greina þennan leik akkúrat núna.“ Hann segir einnig að það sem hafi reynst liðinu erfiðast hafi verið þegar gestirnir keyrðu í bakið á þeim. „Já, ég var ósáttur við okkur hérna í upphafi leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar hlaupum við mjög illa til baka og það er eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leik, en gerðum ekki nógu vel þannig ég er mjög ósáttur með það.“ „Þeir héldu uppi mjög háu tempói, en þegar við skiluðum okkur til baka vorum við oft og tíðum að spila góðan varnarleik. Við lendum auðvitað í basli með Sigrist. Hann er ógeðslega góður. Hálfgerður svindlkall,“ sagði Einar, en Luca Sigrist skoraði 15 mörk fyrir gestina. Einar horfir þó á björtu hliðarnar og segir að liðið hafi tekið nokkur skref fram á við í þessari Evrópudeild, þrátt fyrir að stigin hafi ekki enn komið í hús. „Alveg klárlega. Heimaleikirnir okkar hafa bara verið flottir. Hvernig leikurinn á móti Porto endaði gaf ekki rétta mynd af leiknum. En Elverum heima endar bara í fjórum eða fimm mörkum og svipað í kvöld. Þessir leikir hafa bara verið góðir og þetta er gríðarleg reynsla sem mun hjálpa okkur til lengri tíma.“ „Við getum alveg tekið leikinn úti í Sviss út fyrir sviga. Við vorum í einhverju tuttugu tíma ferðalagi daginn fyrir leik, sem er náttúrulega galið og leikurinn litaðist svolítið af því. Þar fyrir utan finnst mér frammistaðan bara hafa verið virkilega góð og þetta er virkilega jákvæð reynsla.“ Þrátt fyrir að vera jákvæður passaði Einar sig þó á að vera raunsær. „Ég skal bara vera heiðarlegur með það að ég geri mér svo sem engar vonir um það,“ sagði Einar er hann var spurður hvort Fram gæti stolið stigum í útileikjunum tveimur sem eftir eru gegn Elverum og Porto. „Aðalatriðið er bara að ná að kalla fram þessa frammistöðu á útivelli sem við höfum sýnt á heimavelli.“ Að lokum segir hann þessa keppni þó vera dýrmæta reynslu, bæði fyrir liðið og félagið í heild. „Þetta er náttúrulega hrikalega dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Þetta er dýrmæt reynsla fyrir félagið. Það er búið að vera ógeðslega gaman að taka þátt í þessum heimaleikjum hérna. Það er fólk hérna sem vinnur baki brotnu við að búa til þessa umgjörð sem mér finnst frábær hérna. Fyrir það er maður bara endalaust þakklátur. Fyrir það hvað við eigum mikið af góðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að fá þetta til að virka. Það er ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið og þá sem að þessu standa,“ sagði Einar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira
„Sóknarlega vorum við á köflum frábærir, sérstaklega í uppstilltum sóknarleik. Við fáum lítið af hraðaupphlaupum því við erum enn bara á þeim stað að vera að vinna í okkar leik. En sóknarlega vorum við góðir heilt yfir og á köflum varnarlega,“ bætti Einar við. „Það er fullt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, en það svíður svolítið þessir klaufalegu töpuðu boltar, sem var held ég það sem fellir okkur í kvöld. Og síðustu tíu voru okkar helstu varnarmenn orðnir frekar þreyttir. Þetta voru mikil hlaup. Þetta er svona niðurstaðan ef ég á að greina þennan leik akkúrat núna.“ Hann segir einnig að það sem hafi reynst liðinu erfiðast hafi verið þegar gestirnir keyrðu í bakið á þeim. „Já, ég var ósáttur við okkur hérna í upphafi leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar hlaupum við mjög illa til baka og það er eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leik, en gerðum ekki nógu vel þannig ég er mjög ósáttur með það.“ „Þeir héldu uppi mjög háu tempói, en þegar við skiluðum okkur til baka vorum við oft og tíðum að spila góðan varnarleik. Við lendum auðvitað í basli með Sigrist. Hann er ógeðslega góður. Hálfgerður svindlkall,“ sagði Einar, en Luca Sigrist skoraði 15 mörk fyrir gestina. Einar horfir þó á björtu hliðarnar og segir að liðið hafi tekið nokkur skref fram á við í þessari Evrópudeild, þrátt fyrir að stigin hafi ekki enn komið í hús. „Alveg klárlega. Heimaleikirnir okkar hafa bara verið flottir. Hvernig leikurinn á móti Porto endaði gaf ekki rétta mynd af leiknum. En Elverum heima endar bara í fjórum eða fimm mörkum og svipað í kvöld. Þessir leikir hafa bara verið góðir og þetta er gríðarleg reynsla sem mun hjálpa okkur til lengri tíma.“ „Við getum alveg tekið leikinn úti í Sviss út fyrir sviga. Við vorum í einhverju tuttugu tíma ferðalagi daginn fyrir leik, sem er náttúrulega galið og leikurinn litaðist svolítið af því. Þar fyrir utan finnst mér frammistaðan bara hafa verið virkilega góð og þetta er virkilega jákvæð reynsla.“ Þrátt fyrir að vera jákvæður passaði Einar sig þó á að vera raunsær. „Ég skal bara vera heiðarlegur með það að ég geri mér svo sem engar vonir um það,“ sagði Einar er hann var spurður hvort Fram gæti stolið stigum í útileikjunum tveimur sem eftir eru gegn Elverum og Porto. „Aðalatriðið er bara að ná að kalla fram þessa frammistöðu á útivelli sem við höfum sýnt á heimavelli.“ Að lokum segir hann þessa keppni þó vera dýrmæta reynslu, bæði fyrir liðið og félagið í heild. „Þetta er náttúrulega hrikalega dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Þetta er dýrmæt reynsla fyrir félagið. Það er búið að vera ógeðslega gaman að taka þátt í þessum heimaleikjum hérna. Það er fólk hérna sem vinnur baki brotnu við að búa til þessa umgjörð sem mér finnst frábær hérna. Fyrir það er maður bara endalaust þakklátur. Fyrir það hvað við eigum mikið af góðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að fá þetta til að virka. Það er ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið og þá sem að þessu standa,“ sagði Einar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira