Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2025 21:01 Árni segir þetta skýrt brot á áfengislöggjöfinni. Vísir/Arnar Lögreglan er með til skoðunar mál þar sem íþróttafélag seldi áfengi beint til stuðningsmanna. Dæmi eru um að fleiri félög hafi gert það sama og jafnvel sent áfengið heim að dyrum. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust á dögunum ábending um að Íþróttabandalag Vestmannaeyja væri að selja kassa af bjór beint til stuðningsmanna og auglýsti á samfélagsmiðlum að hægt væri að fá tuttugu og fjórar dósir af bjór á tíu þúsund krónur. Samtökin höfðu í framhaldinu samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna málsins. „Þetta er brot á áfengisauglýsingum. Þetta er brot á lögum um áfengissölu og þetta er algjörlega ósiðlegt og óboðlegt,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Lögreglan er nú með málið til skoðunar en forsvarsmenn ÍBV tóku bjórinn strax úr sölu þegar lögreglan hafði samband. „Handknattleiksdeildin ákvað að fara þessa leið til fjáröflunar, að láta framleiða bjór til að selja, og er svo sem að fara að fordæmi annarra félaga sem hafa gert slíkt hið sama. Sú fjáröflun hjá þeim liðum hefur bara gengið ósköp vel þannig við töldum okkur ekki vera að gera neitt rangt varðandi það,“ segir Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. Ekki einsdæmi Þannig hafa fleiri félög selt áfengi merkt þeim og dæmi um að þau hafi keyrt það heim til stuðningsmanna. Í byrjun sumars greindi fréttastofa frá því að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu væru sum hver að selja áfengi á leikjum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. „Það eru engar hömlur orðnar í neinu og það er auðvitað það erfiða sem erfitt í þessu að lögregluyfirvöld skuli ekki hafa brugðist miklu fastar við. Mér finnst íþróttahreyfingin í raun og veru vera að bregðast sínum markmiðum. Sínum siðferðilegu gildum. Sínu mikilvæga uppeldishlutverki og mér finnst í raun og verunni þau verða að setjast niður öll hreyfingin og velta fyrir sér fyrir hvað við stöndum. Íþróttahreyfingin getur aldrei verið í því hlutverki að standa fyrir áfengissölu og auglýsa áfengi,“ segir Árni. „Ég held að það sé bara gott að opna á samtal og fá alla að borðinu og ræða þessi mál. Auðvitað eru íþróttafélögin í framlínunni þegar kemur að forvörnum og eiga að sjálfsögðu að vera það. Íþróttastarf kostar peninga og það þarf að leita leiða til að afla fjár og þetta var ein leið og hefur gengið vel hjá öðrum félögum en ég held að punkturinn sé að opna á samtalið en ég held að það sé öllum til góðs.“ Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Vestmannaeyjar ÍBV Tengdar fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust á dögunum ábending um að Íþróttabandalag Vestmannaeyja væri að selja kassa af bjór beint til stuðningsmanna og auglýsti á samfélagsmiðlum að hægt væri að fá tuttugu og fjórar dósir af bjór á tíu þúsund krónur. Samtökin höfðu í framhaldinu samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna málsins. „Þetta er brot á áfengisauglýsingum. Þetta er brot á lögum um áfengissölu og þetta er algjörlega ósiðlegt og óboðlegt,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Lögreglan er nú með málið til skoðunar en forsvarsmenn ÍBV tóku bjórinn strax úr sölu þegar lögreglan hafði samband. „Handknattleiksdeildin ákvað að fara þessa leið til fjáröflunar, að láta framleiða bjór til að selja, og er svo sem að fara að fordæmi annarra félaga sem hafa gert slíkt hið sama. Sú fjáröflun hjá þeim liðum hefur bara gengið ósköp vel þannig við töldum okkur ekki vera að gera neitt rangt varðandi það,“ segir Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. Ekki einsdæmi Þannig hafa fleiri félög selt áfengi merkt þeim og dæmi um að þau hafi keyrt það heim til stuðningsmanna. Í byrjun sumars greindi fréttastofa frá því að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu væru sum hver að selja áfengi á leikjum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. „Það eru engar hömlur orðnar í neinu og það er auðvitað það erfiða sem erfitt í þessu að lögregluyfirvöld skuli ekki hafa brugðist miklu fastar við. Mér finnst íþróttahreyfingin í raun og veru vera að bregðast sínum markmiðum. Sínum siðferðilegu gildum. Sínu mikilvæga uppeldishlutverki og mér finnst í raun og verunni þau verða að setjast niður öll hreyfingin og velta fyrir sér fyrir hvað við stöndum. Íþróttahreyfingin getur aldrei verið í því hlutverki að standa fyrir áfengissölu og auglýsa áfengi,“ segir Árni. „Ég held að það sé bara gott að opna á samtal og fá alla að borðinu og ræða þessi mál. Auðvitað eru íþróttafélögin í framlínunni þegar kemur að forvörnum og eiga að sjálfsögðu að vera það. Íþróttastarf kostar peninga og það þarf að leita leiða til að afla fjár og þetta var ein leið og hefur gengið vel hjá öðrum félögum en ég held að punkturinn sé að opna á samtalið en ég held að það sé öllum til góðs.“
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Vestmannaeyjar ÍBV Tengdar fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00