Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2025 19:09 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/lýður Valberg Þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem ungur maður birti á TikTok-reikningi sínum sem varð til þess að lögreglan réðst í húsleit og lagði hald á það sem virtist vera hríðskotariffill og skammbyssa. Það reyndust vera eftirlíkingar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna líta málið alvarlegum augum en þrír karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu. „Það var farið í húsleit þarna á laugardaginn og fram eftir nóttu. Mennirnir sem við handtókum voru mjög samvinnufúsir að aðstoða okkur í gegnum þetta og koma okkur í gegnum þetta,“ segir Unnar og bætir við: „Við höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum að menn séu með eftirlíkingar af vopnum undir höndum og við höfum bara farið inn í þetta. Við höfum bara ekkert þol fyrir þessu. Förum strax í þetta og reynum að finna út hver á vopnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna einhvers sem við sjáum á samfélagsmiðlum.“ Málið er rannsakað sem brot gegn vopnalögum og mun að öllum líkindum enda með sekt. „Þetta eru mjög sannfærandi eftirlíkingar af því að það er ekkert sem gefur til kynna að þetta séu eftirlíkingar. Þær bera engar merkingar þess efnis eða litur eða eitthvað svoleiðis. Við þurfum að vera í miklu návígi til að átta okkur á því að um leikfang sé að ræða.“ Unnar gat ekki sagt til um hvaðan eftirlíkingarnar komu eða hvort þær höfðu verið þrívíddarprentaðar. Það sé áhyggjumál að svona munir séu úti í samfélaginu. „Það gæti gert það í einhverjum tilvikum, valdið ótta. Það er það sem við höfum fyrst og fremst hug á, að reyna koma í veg fyrir að þetta valdi skelfingu ef þetta er dregið upp einhvers staðar þar sem þetta á ekki að vera.“ Fleiri myndbönd af sama TikTok-reikningi hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndband sem virðist sýna umræddan Land Rover keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Skjáskot úr myndskeiði frá sama notenda á TikTok.skjáskot Þá hefur myndband þar sem bílalest veldur umferðarteppu og keyrir á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur einnig vakið athygli. Sömu bifreið með blómakrans bregður fyrir í umræddu myndskeiði. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp „Við höfum séð þetta öðru hvoru hjá okkur. Við höfum ekki áttað okkur á því hvaða fyrirbrigði þetta er sem er á ferðinni þarna en þetta hefur yfirleitt staðið stutt yfir. Mögulega er þetta hefð, við bara þekkjum það ekki. Því miður.“ Unnar gat ekki sagt til um hvort mennirnir hafi áður komist í kast við lögin. Lögreglumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem ungur maður birti á TikTok-reikningi sínum sem varð til þess að lögreglan réðst í húsleit og lagði hald á það sem virtist vera hríðskotariffill og skammbyssa. Það reyndust vera eftirlíkingar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna líta málið alvarlegum augum en þrír karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu. „Það var farið í húsleit þarna á laugardaginn og fram eftir nóttu. Mennirnir sem við handtókum voru mjög samvinnufúsir að aðstoða okkur í gegnum þetta og koma okkur í gegnum þetta,“ segir Unnar og bætir við: „Við höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum að menn séu með eftirlíkingar af vopnum undir höndum og við höfum bara farið inn í þetta. Við höfum bara ekkert þol fyrir þessu. Förum strax í þetta og reynum að finna út hver á vopnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna einhvers sem við sjáum á samfélagsmiðlum.“ Málið er rannsakað sem brot gegn vopnalögum og mun að öllum líkindum enda með sekt. „Þetta eru mjög sannfærandi eftirlíkingar af því að það er ekkert sem gefur til kynna að þetta séu eftirlíkingar. Þær bera engar merkingar þess efnis eða litur eða eitthvað svoleiðis. Við þurfum að vera í miklu návígi til að átta okkur á því að um leikfang sé að ræða.“ Unnar gat ekki sagt til um hvaðan eftirlíkingarnar komu eða hvort þær höfðu verið þrívíddarprentaðar. Það sé áhyggjumál að svona munir séu úti í samfélaginu. „Það gæti gert það í einhverjum tilvikum, valdið ótta. Það er það sem við höfum fyrst og fremst hug á, að reyna koma í veg fyrir að þetta valdi skelfingu ef þetta er dregið upp einhvers staðar þar sem þetta á ekki að vera.“ Fleiri myndbönd af sama TikTok-reikningi hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndband sem virðist sýna umræddan Land Rover keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Skjáskot úr myndskeiði frá sama notenda á TikTok.skjáskot Þá hefur myndband þar sem bílalest veldur umferðarteppu og keyrir á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur einnig vakið athygli. Sömu bifreið með blómakrans bregður fyrir í umræddu myndskeiði. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp „Við höfum séð þetta öðru hvoru hjá okkur. Við höfum ekki áttað okkur á því hvaða fyrirbrigði þetta er sem er á ferðinni þarna en þetta hefur yfirleitt staðið stutt yfir. Mögulega er þetta hefð, við bara þekkjum það ekki. Því miður.“ Unnar gat ekki sagt til um hvort mennirnir hafi áður komist í kast við lögin.
Lögreglumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira