Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. nóvember 2025 11:05 Alice og Ellen Kessler dönsuðu um allan heim, léku í kvikmyndum, sungu í Eurovision og komu fram í sjónvarpi. Getty Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. Þýska fréttablaðið Bild greinir frá andláti tvíburasystranna sem létust mánudaginn 17. nóvember í Grünwald í Bæjaralandi. Samkvæmt blaðinu tóku systurnar ákvörðun „um að binda endi á líf sitt saman“ og var lögreglu greint frá andláti þeirra í kjölfarið. Læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying) hefur verið lögleg í Þýskalandi frá 2019 og er ólík hefðbundinni dánaraðstoð (e. euthanasia) að því leyti að sjúklingurinn tekur líknandi lyf sjálfur frekar en að læknir veiti honum þau beint. Hugtakanotkun í þessum málum hefur verið nokkuð á reiki og hafa hugtökin líknardráp og líknardauði verið notuð gegnum árin. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, segir best að hugtakið dánaraðstoð sé notað í öllum tilfellum. Kessler-tvíburarnir greindu frá því í apríl 2024 að þær vildu deila duftkeri eftir að búið væri að brenna þær. Þannig yrði þær saman í dauðanum rétt eins og í lífinu. Samkvæmt Bild verða tvíburasysturnar grafnar hjá móður sinni og hundinum Yello. Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Dansferðalög, Eurovision og ítalskt bíó Tvíburasysturnar Alice og Ellen fæddust 20. ágúst 1936 í Nerchau í Saxlandi. Þær hófu að æfa ballet sex ára og voru komnar í ballet-prógram Leipzig-óperunnar ellefu ára gamlar. Kessler-fjölskyldan flúði Austur-Þýskaland til Düsseldorf árið 1952. Systurnar ferðuðust síðan um Evrópu og Bandaríkin þar sem þær dönsuðu með stjörnum á borð við Frank Sinatra og Fred Astaire. Kessler og komu fram í Le Lido-leikhúsinu í París frá 1955 til 1960. Kessler-tvíburarnir komu reglulega fram í sjónvarpi og í kvikmyndum.Getty Systurnar hófu að leika í kvikmyndum, aðallega vestur-þýskum söngleikjum og gamanmyndum, um miðjan sjötta áratuginn. Þær voru síðan fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 og lentu í áttunda sæti með lagið „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ eða „Í kvöld viljum við fara að dansa“. Systurnar fluttu síðan til Ítalíu 1962 og hófu þá að leika í alvarlegri rullum og urðu svo gríðarvinsælar vegna þátttöku sinnar í gamanþáttunum Studio Uno á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI. Systurnar sátu fyrir á forsíðu ítalska Playboy árið 1975 og hefur ekkert tölublað ítalska tímaritsins selst jafnhratt. Kessler-tvíburarnir nutu líka frægðar í Bandaríkjunum, komu fyrir í sjónvarpsþáttunum The Red Skelton Hour, The Ed Sullivan Show og The Dean Martin Show á sjöunda áratugnum. Systurnar fluttu síðan aftur til Þýskalands árið 1986 og bjuggu til æviloka í Grünwald skammt frá München. Systurnar kíktu á Roncalli-sirkusinn í München fyrir tæpum mánuði síðan.Getty Andlát Þýskaland Dans Hollywood Ítalía Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Þýska fréttablaðið Bild greinir frá andláti tvíburasystranna sem létust mánudaginn 17. nóvember í Grünwald í Bæjaralandi. Samkvæmt blaðinu tóku systurnar ákvörðun „um að binda endi á líf sitt saman“ og var lögreglu greint frá andláti þeirra í kjölfarið. Læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying) hefur verið lögleg í Þýskalandi frá 2019 og er ólík hefðbundinni dánaraðstoð (e. euthanasia) að því leyti að sjúklingurinn tekur líknandi lyf sjálfur frekar en að læknir veiti honum þau beint. Hugtakanotkun í þessum málum hefur verið nokkuð á reiki og hafa hugtökin líknardráp og líknardauði verið notuð gegnum árin. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, segir best að hugtakið dánaraðstoð sé notað í öllum tilfellum. Kessler-tvíburarnir greindu frá því í apríl 2024 að þær vildu deila duftkeri eftir að búið væri að brenna þær. Þannig yrði þær saman í dauðanum rétt eins og í lífinu. Samkvæmt Bild verða tvíburasysturnar grafnar hjá móður sinni og hundinum Yello. Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Dansferðalög, Eurovision og ítalskt bíó Tvíburasysturnar Alice og Ellen fæddust 20. ágúst 1936 í Nerchau í Saxlandi. Þær hófu að æfa ballet sex ára og voru komnar í ballet-prógram Leipzig-óperunnar ellefu ára gamlar. Kessler-fjölskyldan flúði Austur-Þýskaland til Düsseldorf árið 1952. Systurnar ferðuðust síðan um Evrópu og Bandaríkin þar sem þær dönsuðu með stjörnum á borð við Frank Sinatra og Fred Astaire. Kessler og komu fram í Le Lido-leikhúsinu í París frá 1955 til 1960. Kessler-tvíburarnir komu reglulega fram í sjónvarpi og í kvikmyndum.Getty Systurnar hófu að leika í kvikmyndum, aðallega vestur-þýskum söngleikjum og gamanmyndum, um miðjan sjötta áratuginn. Þær voru síðan fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 og lentu í áttunda sæti með lagið „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ eða „Í kvöld viljum við fara að dansa“. Systurnar fluttu síðan til Ítalíu 1962 og hófu þá að leika í alvarlegri rullum og urðu svo gríðarvinsælar vegna þátttöku sinnar í gamanþáttunum Studio Uno á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI. Systurnar sátu fyrir á forsíðu ítalska Playboy árið 1975 og hefur ekkert tölublað ítalska tímaritsins selst jafnhratt. Kessler-tvíburarnir nutu líka frægðar í Bandaríkjunum, komu fyrir í sjónvarpsþáttunum The Red Skelton Hour, The Ed Sullivan Show og The Dean Martin Show á sjöunda áratugnum. Systurnar fluttu síðan aftur til Þýskalands árið 1986 og bjuggu til æviloka í Grünwald skammt frá München. Systurnar kíktu á Roncalli-sirkusinn í München fyrir tæpum mánuði síðan.Getty
Í þessari grein er fjallað um dánaraðstoð og líknardauða. Það er ekki það sama og sjálfsvíg en fólki með sjálfsvígshugsanir er samt sem áður bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Þýskaland Dans Hollywood Ítalía Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira