Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2025 15:49 Noam Chomsky, málsvísindamaður og róttæklingur, og Lawrence Krauss, stjarneðlisfræðingur og dómsdagsspámaður, voru á meðal þeirra vísindamanna sem vildu að Jeffrey Epstein réði þeim heilt. Vísir Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot. Tengsl Epstein við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið á allra vörum undanfarin misseri, sérstaklega eftir að demókratar á Bandaríkjaþingi birtu aragrúa gagna, þar á meðal tugi þúsunda tölvupósta. Úr gögnunum má þó einnig lesa að Epstein átti í samskiptum við fjölda málsmetandi karla sem virðast hafa verið mismikið inni í glæpum auðkýfingins gegn ungum stúlkum. Epstein hafði töluverðan áhuga á vísindum og eru samskipti hann við suma heimsþekkta vísinda- og fræðimenn að finna á meðal póstanna sem voru opinberaðir. Chomsky fékk fjármálaráðgjöf og boð um gistingu Fáir höfðu meiri áhrif á málsvísindi á 20. öld en Noam Chomsky, bandaríski fræðimaðurinn og heiðursprófessor við MIT-háskóla. Epstein bauð honum meðal annars afnot af íbúð í New York og að heimsækja Nýju-Mexíkó „aftur“ í tölvupósti árið 2015. Epstein átti búgarð fyrir utan Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Áður hefur komið fram að Chomsky leitaði til Epstein um fjármál og flutti sá síðarnefndi fé fyrir hann. Þetta gerði hann jafnvel eftir að Epstein var skráður kynferðisbrotamaður eftir að hann hlaut dóm á Flórída árið 2008. Chomsky, sem er einnig þekktur fyrir skrif sem hafa veitt róttækum vinstri mönnum innblástur í gegnum tíðina, sagði Wall Street Journal árið 2023 að samband hans við Epstein kæmi engum við. Epstein hefði verið búinn að afplána sína refsingu og væri með hreinan skjöld að lögum. Falaðist eftir ráðum vegna ásakana um áreitni Lawrence Krauss, kanadískur stjarneðlisfræðingur sem naut um skeið hylli fyrir vísindamiðlun í fjölmiðlum, átti einnig í miklum bréfaskriftum við Epstein en auðkýfingurinn styrkti meðal annars verkefni sem Krauss stýrði í Arizona. Stjarneðlisfræðingurinn falaðist meðal annars eftir ráðum frá Epstein um hvernig hann ætti að bregðast við ásökunum um kynferðislega áreitni við Ríkisháskólann í Arizona. „Brjóttu ásakanirnar niður í fáránlegar. gón. brandarar. o.s.frv.,“ skrifaði Epstein til baka, að því er kemur fram í umfjöllun tímaritsins Scientific American. Jeffrey Epstein (2.f.h.) með Donald og Melaniu Trump í Mar-a-Lago árið 2000. Þeim á hægri hönd er Ghislaine Maxwell, samverkakona Epstein, sem situr nú í fangelsi fyrir sinn þátt í mansali hans á ungum konum og stúlkum.Getty/Davidoff Studios Rannsókn háskólans á Krauss leiddi meðal annars í ljós að hann hefði þuklað á konu. Hann var settur í leyfi og honum var ekki boðið að stýra áfram rannsókninni sem Epstein styrkti. Krauss var formaður samtaka kjarnorkuvísindamanna sem eru þekktust fyrir að birta svonefnda dómsdagsklukku sem á að sýna hversu sína hversu nærri menn séu því að eyða sjálfum sér. Hann sagði af sér formennskunni eftir að ásakanirnar komu upp. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25 Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43 „Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13. nóvember 2025 11:03 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Tengsl Epstein við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið á allra vörum undanfarin misseri, sérstaklega eftir að demókratar á Bandaríkjaþingi birtu aragrúa gagna, þar á meðal tugi þúsunda tölvupósta. Úr gögnunum má þó einnig lesa að Epstein átti í samskiptum við fjölda málsmetandi karla sem virðast hafa verið mismikið inni í glæpum auðkýfingins gegn ungum stúlkum. Epstein hafði töluverðan áhuga á vísindum og eru samskipti hann við suma heimsþekkta vísinda- og fræðimenn að finna á meðal póstanna sem voru opinberaðir. Chomsky fékk fjármálaráðgjöf og boð um gistingu Fáir höfðu meiri áhrif á málsvísindi á 20. öld en Noam Chomsky, bandaríski fræðimaðurinn og heiðursprófessor við MIT-háskóla. Epstein bauð honum meðal annars afnot af íbúð í New York og að heimsækja Nýju-Mexíkó „aftur“ í tölvupósti árið 2015. Epstein átti búgarð fyrir utan Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Áður hefur komið fram að Chomsky leitaði til Epstein um fjármál og flutti sá síðarnefndi fé fyrir hann. Þetta gerði hann jafnvel eftir að Epstein var skráður kynferðisbrotamaður eftir að hann hlaut dóm á Flórída árið 2008. Chomsky, sem er einnig þekktur fyrir skrif sem hafa veitt róttækum vinstri mönnum innblástur í gegnum tíðina, sagði Wall Street Journal árið 2023 að samband hans við Epstein kæmi engum við. Epstein hefði verið búinn að afplána sína refsingu og væri með hreinan skjöld að lögum. Falaðist eftir ráðum vegna ásakana um áreitni Lawrence Krauss, kanadískur stjarneðlisfræðingur sem naut um skeið hylli fyrir vísindamiðlun í fjölmiðlum, átti einnig í miklum bréfaskriftum við Epstein en auðkýfingurinn styrkti meðal annars verkefni sem Krauss stýrði í Arizona. Stjarneðlisfræðingurinn falaðist meðal annars eftir ráðum frá Epstein um hvernig hann ætti að bregðast við ásökunum um kynferðislega áreitni við Ríkisháskólann í Arizona. „Brjóttu ásakanirnar niður í fáránlegar. gón. brandarar. o.s.frv.,“ skrifaði Epstein til baka, að því er kemur fram í umfjöllun tímaritsins Scientific American. Jeffrey Epstein (2.f.h.) með Donald og Melaniu Trump í Mar-a-Lago árið 2000. Þeim á hægri hönd er Ghislaine Maxwell, samverkakona Epstein, sem situr nú í fangelsi fyrir sinn þátt í mansali hans á ungum konum og stúlkum.Getty/Davidoff Studios Rannsókn háskólans á Krauss leiddi meðal annars í ljós að hann hefði þuklað á konu. Hann var settur í leyfi og honum var ekki boðið að stýra áfram rannsókninni sem Epstein styrkti. Krauss var formaður samtaka kjarnorkuvísindamanna sem eru þekktust fyrir að birta svonefnda dómsdagsklukku sem á að sýna hversu sína hversu nærri menn séu því að eyða sjálfum sér. Hann sagði af sér formennskunni eftir að ásakanirnar komu upp.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25 Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43 „Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13. nóvember 2025 11:03 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37
Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25
Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43
„Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13. nóvember 2025 11:03