Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Aron Guðmundsson skrifar 17. nóvember 2025 15:15 Jake Paul og Anthony Joshua mætast í hnefaleikahringnum í næsta mánuði Vísir/Samsett Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul mun mæta fyrrverandi heimsmeistaranum í þungavigt, Anthony Joshua í hnefaleikahringnum eftir rúman mánuð. Frá þessu greindu bæði Jake Paul og Anthony Joshua fyrr í dag en um er að ræða átta lotu bardaga sem fer fram á hnefaleikakvöldi í Kaseya Center í Flórída þann 19.desember næstkomandi. Jake Paul, sem öðlaðist á sínum tíma frægð fyrir myndbönd sín á YouTube, hefur undanfarin ár verið að berjast við hina og þessa inn í hnefaleikahringnum og er hægt að telja upp fyrrverandi MMA bardagamenn á borð við Ben Askren, Tyron Woodley og Anderson Silva yfir í fyrrverandi heimsmeistarann í hnefaleikum, þá hinn 58 ára gamla Mike Tyson. Aldrei hefur Jake Paul þó mætt hnefaleikakappa í hringnum sem er með jafnmikla reynslu og eins góðum stað á sínum ferli og Anthony Joshua sem hefur unnið 28 bardaga á sínum atvinnumannaferli, þar af 25 með rothöggi. „Þetta er ekki gervigreindin að henda fram mögulegum bardaga. Þetta er dómsdagur,“ segir Jake Paul í yfirlýsingu um bardagann. „Atvinnumannabardagi í þungavigt gegn heimsmeistara sem er á hátindi síns ferils. Þegar að ég vinn Anthony Joshua munu allar efasemdarraddir þagna og þá mun enginn geta staðið í vegi fyrir því að ég fái tækifæri til þess að berjast um heimsmeistaratitil.“ Þá ávarpar Jake Paul þá sem að eru í nöp við hann. „Þetta er það sem að þið vilduð. En til allra íbúa Bretlandseyja vil ég segja að mér þykir þetta leitt. Föstudaginn 19.desember í Miami, í beinni útsendingu á heimsvísu hjá Netflix, mun nýr kyndilberi taka við og Golíat Bretlands mun sofna værum svefni.“ Box Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Frá þessu greindu bæði Jake Paul og Anthony Joshua fyrr í dag en um er að ræða átta lotu bardaga sem fer fram á hnefaleikakvöldi í Kaseya Center í Flórída þann 19.desember næstkomandi. Jake Paul, sem öðlaðist á sínum tíma frægð fyrir myndbönd sín á YouTube, hefur undanfarin ár verið að berjast við hina og þessa inn í hnefaleikahringnum og er hægt að telja upp fyrrverandi MMA bardagamenn á borð við Ben Askren, Tyron Woodley og Anderson Silva yfir í fyrrverandi heimsmeistarann í hnefaleikum, þá hinn 58 ára gamla Mike Tyson. Aldrei hefur Jake Paul þó mætt hnefaleikakappa í hringnum sem er með jafnmikla reynslu og eins góðum stað á sínum ferli og Anthony Joshua sem hefur unnið 28 bardaga á sínum atvinnumannaferli, þar af 25 með rothöggi. „Þetta er ekki gervigreindin að henda fram mögulegum bardaga. Þetta er dómsdagur,“ segir Jake Paul í yfirlýsingu um bardagann. „Atvinnumannabardagi í þungavigt gegn heimsmeistara sem er á hátindi síns ferils. Þegar að ég vinn Anthony Joshua munu allar efasemdarraddir þagna og þá mun enginn geta staðið í vegi fyrir því að ég fái tækifæri til þess að berjast um heimsmeistaratitil.“ Þá ávarpar Jake Paul þá sem að eru í nöp við hann. „Þetta er það sem að þið vilduð. En til allra íbúa Bretlandseyja vil ég segja að mér þykir þetta leitt. Föstudaginn 19.desember í Miami, í beinni útsendingu á heimsvísu hjá Netflix, mun nýr kyndilberi taka við og Golíat Bretlands mun sofna værum svefni.“
Box Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira