Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Bjarki Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2025 16:38 VÆB-bræður voru fulltrúar Íslands í Eurovision fyrr á þessu ár eftir sigur í Söngvakeppninni. Vísir/Hulda Margrét Ríkisútvarpinu hafa borist á annað hundrað lög til þátttöku í Söngvakeppninni í ár þótt enn liggi ekki fyrir hvort Ísland verði á meðal þátttökuþjóða í Eurovision í Vín. Fleiri lög hafa borist en í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV á samfélagsmiðlum. Frestur til að senda inn lög var framlengdur til 20. nóvember. Til samanburðar rann fresturinn í fyrra út 13. október. Í tilkynningunni segir að nú þegar hafi borist fleiri lög en í fyrra þegar 110 lög voru send inn til þátttöku. „Þótt endanleg ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision liggi ekki fyrir höldum við ferli við lagaval áfram,“ segir í tilkynningunni. „Hvetur RÚV höfunda til að nýta tækifærið áður en skilafrestur rennur út.“ Hætt við lykilatkvæðagreiðslu eftir vopnahlé Fram kom á dögunum að enn væri algjör óvissa uppi um það hvort Söngvakeppnin fari fram yfir höfuð vegna óvissunnar með þátttöku í Eurovision. Ríkisútvarpið tilkynnti í september að Ísland myndi taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári með þeim fyrirvara að niðurstaða samráðs innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um þátttöku Ísraels lægi fyrir. Hætt var við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísrael sem fara átti fram í nóvember þegar vopnahlé tók gildi hjá Ísrael og Hamas-samtökunum. Til stendur að ræða málið á aðalfundi EBU í desember en ekki er reiknað með neinni atkvæðagreiðslu eða niðurstöðu vegna málsins. Einstaka undantekningar Söngvakeppnin hefur alla jafna verið sú leið sem Íslendingar hafa nýtt til að velja sér framlag sitt til Eurovision undanfarin ár og keppnin heitið sama nafni síðan 2013. Það hafa verið undantekningar líkt og árin 2004 og 2005 þegar Jónsi og Selma Björnsdóttir voru valin til þátttöku án nokkurrar keppni. Sömuleiðis fór engin keppni fram stærstan hluta tíunda áratugarins frá 1995 til 1999. Undanfarin ár hefur þó engin önnur leið verið farin til að velja framlag Íslands og myndi það því sæta töluverðum tíðindum yrði önnur leið farin í ár. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2026 Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV á samfélagsmiðlum. Frestur til að senda inn lög var framlengdur til 20. nóvember. Til samanburðar rann fresturinn í fyrra út 13. október. Í tilkynningunni segir að nú þegar hafi borist fleiri lög en í fyrra þegar 110 lög voru send inn til þátttöku. „Þótt endanleg ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision liggi ekki fyrir höldum við ferli við lagaval áfram,“ segir í tilkynningunni. „Hvetur RÚV höfunda til að nýta tækifærið áður en skilafrestur rennur út.“ Hætt við lykilatkvæðagreiðslu eftir vopnahlé Fram kom á dögunum að enn væri algjör óvissa uppi um það hvort Söngvakeppnin fari fram yfir höfuð vegna óvissunnar með þátttöku í Eurovision. Ríkisútvarpið tilkynnti í september að Ísland myndi taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári með þeim fyrirvara að niðurstaða samráðs innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um þátttöku Ísraels lægi fyrir. Hætt var við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísrael sem fara átti fram í nóvember þegar vopnahlé tók gildi hjá Ísrael og Hamas-samtökunum. Til stendur að ræða málið á aðalfundi EBU í desember en ekki er reiknað með neinni atkvæðagreiðslu eða niðurstöðu vegna málsins. Einstaka undantekningar Söngvakeppnin hefur alla jafna verið sú leið sem Íslendingar hafa nýtt til að velja sér framlag sitt til Eurovision undanfarin ár og keppnin heitið sama nafni síðan 2013. Það hafa verið undantekningar líkt og árin 2004 og 2005 þegar Jónsi og Selma Björnsdóttir voru valin til þátttöku án nokkurrar keppni. Sömuleiðis fór engin keppni fram stærstan hluta tíunda áratugarins frá 1995 til 1999. Undanfarin ár hefur þó engin önnur leið verið farin til að velja framlag Íslands og myndi það því sæta töluverðum tíðindum yrði önnur leið farin í ár.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2026 Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira