Fótbolti

Sjáðu mörk ungu strákanna okkar

Sindri Sverrisson skrifar
Haukur Andri Haraldsson skoraði gegn Lúxemborg í dag.
Haukur Andri Haraldsson skoraði gegn Lúxemborg í dag. vísir/Anton

Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann Lúxemborg í annað sinn á mánuði, í undankeppni EM í dag. Mörkin úr leiknum, sem lauk með 3-1 sigri Íslands, má sjá á Vísi.

Þetta var afar góður dagur fyrir íslenskan fótbolta því fyrr í kvöld vann A-landslið karla dýrmætan 2-0 sigur gegn Aserbaísjan.

Leikur U21-landsliðsins hófst áður en leiknum í Aserbaísjan lauk en ungu strákarnir vildu greinilega ekki vera minni menn en þeir í A-landsliðinu og sóttu einnig sigur.

Ágúst Orri Þorsteinsson, Haukur Andri Haraldsson og Eggert Aron Guðmundsson skoruðu mörk U21-landsliðsins í kvöld og má sjá mörkin hér að neðan.

Klippa: Mörk Íslands gegn Lúxemborg

Sigurinn setur Ísland í 2. sæti riðilsins, með átta stig eftir fimm leiki af tíu, en Færeyjar eru á toppnum með níu stig. 

Sviss er hins vegar með sjö stig eftir þrjá leiki og Frakkland sex stig eftir tvo leiki. Eistland er svo með tvö stig eftir fimm leiki og Lúxemborg neðst með eitt stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×