Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2025 09:39 Heimir Hallgrímsson vonar að lærisveinar sínir hjá írska landsliðinu nái að stríða Ronaldo og Portúgal í undankeppni HM í kvöld Vísir/Samsett Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Írlands, vera sniðugan sökum ummæla sem Eyjamaðurinn lét falla um Ronaldo eftir fyrri leik Írlands og Portúgals í undankeppni HM. Liðin mætast öðru sinni í kvöld. Leikur kvöldsins gæti ráðið því hvort HM draumur Íra lifi eða ekki. Portúgal situr á toppi riðilsins á meðan að Írar eru í þriðja sæti og í harðri baráttu við Ungverja um umspilssæti. Ungverjar mæta Armennum í sama riðli í dag og munu Írar þá sjá hversu mörg stig þeir þurfa að sækja fyrir sinn leik gegn Portúgal. Portúgal vann fyrri leikinn við Íra í Lissabon 1-0 og eftir þann leik sagði Heimir að Ronaldo hefði ekki aðeins stjórnað dómara leiksins, heldur líka öllu fólkinu í stúkunni sem hafi bara „stutt hans hegðun og dómarinn bara spilað með.“ Ummæli Heimis voru síðan borin undir Ronaldo. „Ég tel að hann sé með þessu bara að reyna að hafa áhrif á dómarann í komandi leik. Án efa. Hann er sniðugur maður,“ sagði Ronaldo sem telur sig þekkja sálfræðihernað þjálfara í aðdraganda leikja. „Ég hef verið lengi í fótbolta og tel mig þekkja það þegar þjálfari telur sig geta búið til pressu eða tekið pressu af leikmönnum sínum. Þetta er skiljanlegt í þeirra stöðu því ef þeir tapa gegn okkur eru þeir úr leik. Svo þeir reyna að hafa áhrif á það sem þeir geta fyrir leik.“ Ronaldo býst við erfiðum leik gegn Írum líkt og var raunin í fyrri leik liðanna í Lissabon þar sem lærisveinar Heimis voru þéttir til baka. „Þeir eiga möguleika. Eru með gott lið. En við erum undir þetta búnir. Ég tel að við munum eiga góðan leik og vinna.“ Leikur Írlands og Portúgals í undankeppni HM verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan korter í átta í kvöld. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Leikur kvöldsins gæti ráðið því hvort HM draumur Íra lifi eða ekki. Portúgal situr á toppi riðilsins á meðan að Írar eru í þriðja sæti og í harðri baráttu við Ungverja um umspilssæti. Ungverjar mæta Armennum í sama riðli í dag og munu Írar þá sjá hversu mörg stig þeir þurfa að sækja fyrir sinn leik gegn Portúgal. Portúgal vann fyrri leikinn við Íra í Lissabon 1-0 og eftir þann leik sagði Heimir að Ronaldo hefði ekki aðeins stjórnað dómara leiksins, heldur líka öllu fólkinu í stúkunni sem hafi bara „stutt hans hegðun og dómarinn bara spilað með.“ Ummæli Heimis voru síðan borin undir Ronaldo. „Ég tel að hann sé með þessu bara að reyna að hafa áhrif á dómarann í komandi leik. Án efa. Hann er sniðugur maður,“ sagði Ronaldo sem telur sig þekkja sálfræðihernað þjálfara í aðdraganda leikja. „Ég hef verið lengi í fótbolta og tel mig þekkja það þegar þjálfari telur sig geta búið til pressu eða tekið pressu af leikmönnum sínum. Þetta er skiljanlegt í þeirra stöðu því ef þeir tapa gegn okkur eru þeir úr leik. Svo þeir reyna að hafa áhrif á það sem þeir geta fyrir leik.“ Ronaldo býst við erfiðum leik gegn Írum líkt og var raunin í fyrri leik liðanna í Lissabon þar sem lærisveinar Heimis voru þéttir til baka. „Þeir eiga möguleika. Eru með gott lið. En við erum undir þetta búnir. Ég tel að við munum eiga góðan leik og vinna.“ Leikur Írlands og Portúgals í undankeppni HM verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan korter í átta í kvöld.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira