Fótbolti

Sigur­mark Glódísar olli sögu­legu tapi Arsenal

Aron Guðmundsson skrifar
Glódís Perla skoraði sigurmark Bayern gegn Arsenal í kvöld
Glódís Perla skoraði sigurmark Bayern gegn Arsenal í kvöld Vísir/Getty

Bayern Munchen er fyrsta liðið til þess að bera sigur úr býtum gegn kvennaliði Arsenal í Evrópukeppni á vegum UEFA eftir að hafa lent 2-0 undir gegn liðinu frá Norður-Lundúnum.

Sögulegur sigur í meira lagi og við hæfi að það hafi verið fyrirliðinn sjálfur, Glódís Perla Viggósdóttir, sem rak smiðshöggið á þennan sögulega 3-2 endurkomusigur Bayern Munchen sem lenti snemma leiks tveimur mörkum undir.

Sigurmark Glódísar í leik liðanna í deildarkeppni Meistaradeildarinnar kom á 86.mínútu. Kvöldið sérstakt í meira lagi fyrir Glódísi þar sem að hún var einnig að spila sinn fimmtugasta Meistaradeildarleik fyrir Bayern. 

Fyrir leik kvöldsins hafði kvennalið Arsenal aldrei, í þeim 128 Evrópuleikjum sem liðið hefur spilað, aldrei glutrað niður forystu og tapað leik eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir samkvæmt tölfræðimola sem að UEFA setti fram á vefsíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×