Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. nóvember 2025 11:04 Kjartan Logi datt niður fimmtán stiga sama daginn fyrir tónlistarmyndbandið. Beint eftir tökurnar deyfði hann sársaukann með smá bjórdrykkju en morguninn eftir var hann lurkum laminn. Hvernig dettur maður niður stiga? Grínistinn Kjartan Logi lærði það sem partýtrikk á unglingsaldri og nýtti svo á dögunum við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið „Taking My Time“ með Flesh Machine. Hann er blár og marinn á rassinum eftir ótal föll en telur það hafa verið þess virði. Hljómsveitin Flesh Machine hefur gert það gott í tónlistarsenunni síðastliðinn þrjú ár og gaf út smáskífuna „Taking My Time“ þann 7. nóvember síðastliðinn í tilefni af Iceland Airwaves. Sveitin ákvað að vera sérstaklega grand á því og gefa út tónlistarmyndband við lagið. Leikstjórinn Snæfríður Sól Gunnarsdóttir var fengin í verkið og gerði hún myndband um mann, leikinn af Kjartani Loga Sigurjónssyni, sem dettur sífellt niður stiga. Vísir frumsýnir myndbandið á vef sínum hér að neðan. Blaðamaður heyrði líka í Kjartani Loga til að forvitnast út í þetta undarlega hlutverk, aðdragandann og eftirmála þess að detta niður tugi trappa. „Kann að detta niður stiga og ekki meiða mig (mikið)“ „Leikstjórinn Snæfríður Sól Gunnarsdóttir hafði verið að velta þessari hugmynd fyrir sér í nokkur ár. Konseptið er manneskja sem kann ekki að fara upp eða niður tröppur og þar að leiðandi dettur niður þær. Manneskjan hræðist stiga. Mjög fyndin pæling,“ segir Kjartan um aðdragandann. Tökumaðurinn Nikulás Tumi og leikarinn Kjartan Logi undirbúa sig undir appelsínugula stiga. Hljómsveitina Flesh Machine, sem er skipuð Kormáki Jarli Gunnarssyni, Baldri Hjörleifssyni, Alexander Grybos, Viktori Árna Veigarssyni og Jóni G. Breiðfjörð Álfgeirssyni, vantaði tónlistarmyndband og leituðu til Snæfríðar sem gat loks framkvæmt hugmyndina. Af hverju varðst þú fyrir valinu? „Ég var fenginn í þetta myndband vegna þess að ég er maður með mjög sértækan hæfileika. Ég kann að detta niður stiga og ekki meiða mig (mikið). Þetta er partýtrix sem ég gerði stundum í partýum þegar ég var í framhaldsskóla,“ segir hann. „Nikulás Tumi Hlynsson, sem er félagi minn og kvikmyndagerðarmaður var semsagt tökumaðurinn á þessu tónlistarmyndbandi. Þegar Snæfríður sagði honum hugmyndina þá sagði hann bara „Heyrðu, ég þekki mann.“ Og þess vegna er ég í þessu myndbandi.“ Fall niður stiga krefst ákveðinnar færni. Hvernig dettur maður niður stiga, æfir maður sig eða bara vindur sér í það? „Ég lærði að detta niður stiga aðallega á Youtube. Á unglingsaldri hugsaði ég einn daginn að það væri mjög töff að kunna að detta niður stiga án þess að stórslasa mig,“ segir Kjartan. Fallið getur verið hátt... „Aðferðin er ekkert svo flókin í sjálfu sér, maður tekur tilhlaup að tröppunum, rúllar sér á hlið niður þær og lætur svo þyngdaraflið sjá um rest. Það sem mestu máli skiptir er að láta hausinn aldrei skellast í tröppurnar eða gólfið. Maður þarf að æfa þetta aftur og aftur til þess að finna fyrir því að þú getir gert þetta,“ segir hann. „Ég mæli ekki með að henda þér bara niður stiga og vonast bara eftir því að það verði allt í lagi með þig, þetta er í rauninni stórhættulegt. Augnablikið áður en þú kastar þér niður stiga er erfiðasti parturinn. Þetta er svo ónáttúrulegt. Það er eitthvað inn í þér sem bara stoppar þig af. Ég næ að slökkva á þessum stoppara.“ Hefði dottið hundrað sinnum niður stiga í þágu listarinnar Tökur myndbandsins fóru fram á einum löngum og ströngum tökudegi með Nikulási og Snæfríði. Allt í allt þurfti Kjartan að fara niður fimmtán ólíka stigaganga. Það tekur víst á að detta niður stiga, allavega fyrir skrokkinn. En þurftirðu að fara mörgum sinnum niður hvern stiga? „Ég gæti ekki sagt þér hvað þetta voru margar tröppur í heild, en stundum datt ég oftar en einu sinni niður sömu tröppurnar. Oftast var þetta samt bara svona „one-take-dæmi“,“ segir Kjartan. „Ég hefði dottið hundrað sinnum niður alla þessa stiga í þágu listarinnar og myndbandsins… en Snæfríður og Nikulás voru eitthvað voða mikið að hafa áhyggjur af mér. Þannig við höfðum þetta bara svona.“ Hvaða tröppur voru auðveldastar og hverjar voru erfiðastar? „Erfiðustu tröppurnar sem ég lét mig detta niður voru örugglega tröppurnar við Bókasafn Kópavogs. Það var kannski þriðja staðsetningin þennan dag af fimmtán í heildina. Tröppurnar voru steyptar og mjög grófar. Ég fékk sár á hendina, en Snæfríður reddaði bara sárabindum og svo bara áfram gakk. Næstu tröppur takk,“ segir hann. „Það voru engar tröppur sem var auðvelt að detta í en ef ég ætti að segja einhverjar tröppur þá kannski teppalögðu tröppurnar í Þjóðleikhúsinu. Teppalagningin dempaði höggið. Samt vont.“ Þægilegasti stiginn var í Þjóðleikhúsinu enda teppalagður. Bjórinn skammgóður vermir og Kjartan vaknaði marinn og þjáður Er maður ekkert lurkum laminn eftir svona lagað? „Ég vissi alveg að ég myndi verða eitthvað marinn eftir þennan detti-dag og öll þessi dett. En ég var vel varinn með olnbogahlífar, hnéhlífar og bakbrynju, ásamt því að troða einhverju mjúku inn á ökklana og mjaðmirnar til að dempa höggin,“ segir Kjartan. Rasskinnin var verst leikin. „Eftir tökurnar lét ég skutla mér beint í bjór niðrí bæ þar sem Íris unnustan mín beið beið eftir mér. Ég tók marga væna sopa þetta kvöld til að reyna að deyfa sársaukann. Það virkaði og ég skemmti mér konunglega, þrátt fyrir að ég væri byrjaður að sjá stóra marbletti myndast. Mér fannst það bara fyndið því ég fann ekki fyrir neinu,“ segir hann. „En bjórinn var skammgóður vermir og þegar ég vaknaði morguninn eftir fékk ég að finna fyrir því. Ég var marinn, þjáður og aumkunarverður. Mest á vinstri rasskinn. Ég jafnaði mig samt bara eftir svona tvo daga og ég sé ekki eftir neinu. Myndbandið lítur fáránlega vel út og ég vona að sem flestir horfi á það. Lagið líka frábært. Worth it,“ segir hann að lokum. Tónlist Grín og gaman Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir Ölgerðin vill ekki láta kenna sig við „öfgahægrið“ Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Sjá meira
Hljómsveitin Flesh Machine hefur gert það gott í tónlistarsenunni síðastliðinn þrjú ár og gaf út smáskífuna „Taking My Time“ þann 7. nóvember síðastliðinn í tilefni af Iceland Airwaves. Sveitin ákvað að vera sérstaklega grand á því og gefa út tónlistarmyndband við lagið. Leikstjórinn Snæfríður Sól Gunnarsdóttir var fengin í verkið og gerði hún myndband um mann, leikinn af Kjartani Loga Sigurjónssyni, sem dettur sífellt niður stiga. Vísir frumsýnir myndbandið á vef sínum hér að neðan. Blaðamaður heyrði líka í Kjartani Loga til að forvitnast út í þetta undarlega hlutverk, aðdragandann og eftirmála þess að detta niður tugi trappa. „Kann að detta niður stiga og ekki meiða mig (mikið)“ „Leikstjórinn Snæfríður Sól Gunnarsdóttir hafði verið að velta þessari hugmynd fyrir sér í nokkur ár. Konseptið er manneskja sem kann ekki að fara upp eða niður tröppur og þar að leiðandi dettur niður þær. Manneskjan hræðist stiga. Mjög fyndin pæling,“ segir Kjartan um aðdragandann. Tökumaðurinn Nikulás Tumi og leikarinn Kjartan Logi undirbúa sig undir appelsínugula stiga. Hljómsveitina Flesh Machine, sem er skipuð Kormáki Jarli Gunnarssyni, Baldri Hjörleifssyni, Alexander Grybos, Viktori Árna Veigarssyni og Jóni G. Breiðfjörð Álfgeirssyni, vantaði tónlistarmyndband og leituðu til Snæfríðar sem gat loks framkvæmt hugmyndina. Af hverju varðst þú fyrir valinu? „Ég var fenginn í þetta myndband vegna þess að ég er maður með mjög sértækan hæfileika. Ég kann að detta niður stiga og ekki meiða mig (mikið). Þetta er partýtrix sem ég gerði stundum í partýum þegar ég var í framhaldsskóla,“ segir hann. „Nikulás Tumi Hlynsson, sem er félagi minn og kvikmyndagerðarmaður var semsagt tökumaðurinn á þessu tónlistarmyndbandi. Þegar Snæfríður sagði honum hugmyndina þá sagði hann bara „Heyrðu, ég þekki mann.“ Og þess vegna er ég í þessu myndbandi.“ Fall niður stiga krefst ákveðinnar færni. Hvernig dettur maður niður stiga, æfir maður sig eða bara vindur sér í það? „Ég lærði að detta niður stiga aðallega á Youtube. Á unglingsaldri hugsaði ég einn daginn að það væri mjög töff að kunna að detta niður stiga án þess að stórslasa mig,“ segir Kjartan. Fallið getur verið hátt... „Aðferðin er ekkert svo flókin í sjálfu sér, maður tekur tilhlaup að tröppunum, rúllar sér á hlið niður þær og lætur svo þyngdaraflið sjá um rest. Það sem mestu máli skiptir er að láta hausinn aldrei skellast í tröppurnar eða gólfið. Maður þarf að æfa þetta aftur og aftur til þess að finna fyrir því að þú getir gert þetta,“ segir hann. „Ég mæli ekki með að henda þér bara niður stiga og vonast bara eftir því að það verði allt í lagi með þig, þetta er í rauninni stórhættulegt. Augnablikið áður en þú kastar þér niður stiga er erfiðasti parturinn. Þetta er svo ónáttúrulegt. Það er eitthvað inn í þér sem bara stoppar þig af. Ég næ að slökkva á þessum stoppara.“ Hefði dottið hundrað sinnum niður stiga í þágu listarinnar Tökur myndbandsins fóru fram á einum löngum og ströngum tökudegi með Nikulási og Snæfríði. Allt í allt þurfti Kjartan að fara niður fimmtán ólíka stigaganga. Það tekur víst á að detta niður stiga, allavega fyrir skrokkinn. En þurftirðu að fara mörgum sinnum niður hvern stiga? „Ég gæti ekki sagt þér hvað þetta voru margar tröppur í heild, en stundum datt ég oftar en einu sinni niður sömu tröppurnar. Oftast var þetta samt bara svona „one-take-dæmi“,“ segir Kjartan. „Ég hefði dottið hundrað sinnum niður alla þessa stiga í þágu listarinnar og myndbandsins… en Snæfríður og Nikulás voru eitthvað voða mikið að hafa áhyggjur af mér. Þannig við höfðum þetta bara svona.“ Hvaða tröppur voru auðveldastar og hverjar voru erfiðastar? „Erfiðustu tröppurnar sem ég lét mig detta niður voru örugglega tröppurnar við Bókasafn Kópavogs. Það var kannski þriðja staðsetningin þennan dag af fimmtán í heildina. Tröppurnar voru steyptar og mjög grófar. Ég fékk sár á hendina, en Snæfríður reddaði bara sárabindum og svo bara áfram gakk. Næstu tröppur takk,“ segir hann. „Það voru engar tröppur sem var auðvelt að detta í en ef ég ætti að segja einhverjar tröppur þá kannski teppalögðu tröppurnar í Þjóðleikhúsinu. Teppalagningin dempaði höggið. Samt vont.“ Þægilegasti stiginn var í Þjóðleikhúsinu enda teppalagður. Bjórinn skammgóður vermir og Kjartan vaknaði marinn og þjáður Er maður ekkert lurkum laminn eftir svona lagað? „Ég vissi alveg að ég myndi verða eitthvað marinn eftir þennan detti-dag og öll þessi dett. En ég var vel varinn með olnbogahlífar, hnéhlífar og bakbrynju, ásamt því að troða einhverju mjúku inn á ökklana og mjaðmirnar til að dempa höggin,“ segir Kjartan. Rasskinnin var verst leikin. „Eftir tökurnar lét ég skutla mér beint í bjór niðrí bæ þar sem Íris unnustan mín beið beið eftir mér. Ég tók marga væna sopa þetta kvöld til að reyna að deyfa sársaukann. Það virkaði og ég skemmti mér konunglega, þrátt fyrir að ég væri byrjaður að sjá stóra marbletti myndast. Mér fannst það bara fyndið því ég fann ekki fyrir neinu,“ segir hann. „En bjórinn var skammgóður vermir og þegar ég vaknaði morguninn eftir fékk ég að finna fyrir því. Ég var marinn, þjáður og aumkunarverður. Mest á vinstri rasskinn. Ég jafnaði mig samt bara eftir svona tvo daga og ég sé ekki eftir neinu. Myndbandið lítur fáránlega vel út og ég vona að sem flestir horfi á það. Lagið líka frábært. Worth it,“ segir hann að lokum.
Tónlist Grín og gaman Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir Ölgerðin vill ekki láta kenna sig við „öfgahægrið“ Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Sjá meira