Sprengdi sig í loft upp við dómshús Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2025 11:18 Maður sprengdi sig í loft upp, eftir að hann komst ekki inn á lóð dómshús í Islamabad. AP/Mohammad Yousuf Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan dómshús í Islamabad í Pakistan í morgun. Þá særðust að minnsta kosti 27 í árásinni en enginn hópur hefur lýst yfir ábyrgð á henni enn sem komið er. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Pakistan að árásarmaður hafi sprengt sprengjuvesti sitt fyrir utan hlið dómshússins, þar sem hann hafi staðið við hlið lögreglubíls. Þá hafi maðurinn reynt að komast í gegnum hliðið og inn í dómshúsið. Þá mun hann hafa sprengt sig við lögreglubílinn. Vitni sem rætt var við segja mikla óreiðu hafa skapast við sprenginguna. Mikill fjöldi fólks hafi verið á svæðinu þegar sprengingin varð. Margir særðir hafi legið eftir, illa særðir og öskrandi og aðrir hafi hlaupið í allar áttir. Beina spjótunum að Talibönum Eins og áður segir hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir innanríkisráðherra Pakistan að til rannsóknar sé hverjir hafi gert hana. Pakistanar hafa lengi orðið fyrir árásum af höndum pakistanskra Talibana og er til rannsóknar hvort þeir beri ábyrgð á þessari árás. Varnarmálaráðherra Pakistan sagði eftir árásina að ríkið væri í stríði við Talibana. Það stríð væri ekki eingöngu háð við landamæri Afganistan, þar sem afganskir Talibanar ráða ríkjum en þeir eru bandamenn pakistanskra Talibana, heldur víðsvegar um Pakistan. Hann sagði að yfirvöld í Kabúl, höfuðborg Afganistan, gætu stöðvað þetta stríð en hefðu ekki áhuga á því og sagði Pakistana hafa burði til að bregðast við. Sjá einnig: Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Yfirvöld í Pakistan segja að í nótt hafi tekist að koma í veg fyrir gíslatöku í háskóla pakistanska hersins í nótt. Maður ók bíl inn á lóð skólans og sprengdi sig þar í loft upp en í kjölfarið réðust fimm vígamenn inn á lóðina. Tveir þeirra voru felldir og hinir þrír voru króaðir af. Hvort þeir hafi verið felldir í kjölfarið liggur ekki fyrir. Yfirvöld segja pakistanska talibana bera ábyrgð á þeirri árás en því hafa Talibanar hafnað. Pakistan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Pakistan að árásarmaður hafi sprengt sprengjuvesti sitt fyrir utan hlið dómshússins, þar sem hann hafi staðið við hlið lögreglubíls. Þá hafi maðurinn reynt að komast í gegnum hliðið og inn í dómshúsið. Þá mun hann hafa sprengt sig við lögreglubílinn. Vitni sem rætt var við segja mikla óreiðu hafa skapast við sprenginguna. Mikill fjöldi fólks hafi verið á svæðinu þegar sprengingin varð. Margir særðir hafi legið eftir, illa særðir og öskrandi og aðrir hafi hlaupið í allar áttir. Beina spjótunum að Talibönum Eins og áður segir hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir innanríkisráðherra Pakistan að til rannsóknar sé hverjir hafi gert hana. Pakistanar hafa lengi orðið fyrir árásum af höndum pakistanskra Talibana og er til rannsóknar hvort þeir beri ábyrgð á þessari árás. Varnarmálaráðherra Pakistan sagði eftir árásina að ríkið væri í stríði við Talibana. Það stríð væri ekki eingöngu háð við landamæri Afganistan, þar sem afganskir Talibanar ráða ríkjum en þeir eru bandamenn pakistanskra Talibana, heldur víðsvegar um Pakistan. Hann sagði að yfirvöld í Kabúl, höfuðborg Afganistan, gætu stöðvað þetta stríð en hefðu ekki áhuga á því og sagði Pakistana hafa burði til að bregðast við. Sjá einnig: Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Yfirvöld í Pakistan segja að í nótt hafi tekist að koma í veg fyrir gíslatöku í háskóla pakistanska hersins í nótt. Maður ók bíl inn á lóð skólans og sprengdi sig þar í loft upp en í kjölfarið réðust fimm vígamenn inn á lóðina. Tveir þeirra voru felldir og hinir þrír voru króaðir af. Hvort þeir hafi verið felldir í kjölfarið liggur ekki fyrir. Yfirvöld segja pakistanska talibana bera ábyrgð á þeirri árás en því hafa Talibanar hafnað.
Pakistan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira