Fótbolti

Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska lands­liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Federico Chiesa fagnar einu marka sinna fyrir Liverpool.
Federico Chiesa fagnar einu marka sinna fyrir Liverpool. Getty/Gaspafotos

Federico Chiesa vill enn ekki spila fyrir ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ítalska landsliðið verður því án eins af sínum sterkustu leikmönnum í úrslitaleikjunum um sæti HM í þessari viku.

Chiesa hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan á Evrópumótinu í fyrra. Í kjölfarið átti hann vonbrigðatímabil með Liverpool og var því ekki valinn í nokkra hópa eftir það.

Á þessu tímabili hefur Ítalinn átt nokkrar góðar rispur í Liverpool-treyjunni, en þrátt fyrir að landsliðsþjálfarinn Gennaro Gattuso hafi óskað eftir þjónustu hans sagði Chiesa nei.

Í október útskýrði Chiesa fjarveru sína með því að hann teldi sig ekki vera tilbúinn.

Nýlega var óskað eftir honum í hópinn fyrir leikina gegn Moldóvu og Noregi í þessari viku, en enn og aftur fékk þjálfarinn Gennaro Gattuso neikvætt svar.

„Ég tala oft við hann og við verðum að virða ákvörðun hans. Það var hann sem ákvað að vera ekki með í þetta skiptið,“ sagði Gennaro Gattuso við Gazzetta dello Sport.

Hinn 28 ára gamli Chiesa hefur spilað 51 landsleik fyrir Ítalíu og skorað í þeim sjö mörk. Hann skoraði síðast fyrir ítalska landsliðið á móti Norður-Makedóníu í nóvember 2023. Þá var hann leikmaður Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×