María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 09:32 María Ólafsdóttir Grós hefur staðið sig vel í sænsku deildinni í ár og vann sér sæti í íslenska landsliðinu. @linkopingfootballclub Íslenska landsliðskonan María Ólafsdóttir Grós var verðlaunuð fyrir leik Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. María var valin nýliði ársins í ár og fékk að launum tíu þúsund sænskar krónur frá Svensk Fastighetsförmedling sem er styrktaraðili liðsins. Það jafngildir 133 þúsund íslenskum krónum. María hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi fallið úr deildinni. Hún skoraði sitt sjöunda deildarmark í leiknum á móti Kristianstad í gær. Linköping sagði frá verðlaunum Maríu á miðlum sínum og fór aðeins yfir hennar feril. „María er óslípaður demantur sem tók skrefið upp í efstu deild á Íslandi aðeins fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur fótboltaferill hennar leitt hana bæði til Skotlands, þar sem hún spilaði með Celtic, og Hollands, þar sem hún lék með Fortuna Sittard. Sumarið 2024 samdi hún við Linköpting og síðan þá hefur þróun hennar aðeins stefnt í eina átt: upp á við,“ segir í umfjöllunni um íslensku landsliðskonuna. „Fyrir Maríu skiptir það ekki öllu máli hvort hún spilar á vinstri eða hægri kantinum. Þessi kraftmikli, hraði og hugmyndaríki kantframherji er jafn óútreiknanlegur fyrir andstæðinga sína og eldfjallið Eyjafjallajökull er fyrir flugumferð yfir Íslandi og Norðurlöndunum,“ segir í umfjöllunni. Þar kemur fram að hún eigi íslenskan föður og sænska móður og sé því með rætur í báðum löndum. Hún var valin í fyrsta sinn í A-landslið Íslands í október. „Það er engin tilviljun að einmitt María fái þessa viðurkenningu. Hún er ávöxtur erfiðisvinnu hennar á hverjum degi, óbilandi vilja hennar til að sigra og staðfasts drifkrafts hennar til að verða sífellt betri. Hún gerir miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og umhverfis síns, og með markvissri hugsun sinni hefur María alla burði til að ná á toppinn,“ segir í umfjöllunni. „Framtíðin er björt fyrir þennan hæfileikaríka leikmann sem mun án efa stuðla að velgengni, bæði með félagsliði og á landsliðsvettvangi – óháð því hvaða landsliðslit hún velur að klæðast,“ segir í umfjölluninni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by 𝗟𝗶𝗻𝗸𝗼̈𝗽𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗼𝗼𝘁𝗯𝗮𝗹𝗹 𝗖𝗹𝘂𝗯 (@linkopingfootballclub) Sænski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
María var valin nýliði ársins í ár og fékk að launum tíu þúsund sænskar krónur frá Svensk Fastighetsförmedling sem er styrktaraðili liðsins. Það jafngildir 133 þúsund íslenskum krónum. María hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi fallið úr deildinni. Hún skoraði sitt sjöunda deildarmark í leiknum á móti Kristianstad í gær. Linköping sagði frá verðlaunum Maríu á miðlum sínum og fór aðeins yfir hennar feril. „María er óslípaður demantur sem tók skrefið upp í efstu deild á Íslandi aðeins fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur fótboltaferill hennar leitt hana bæði til Skotlands, þar sem hún spilaði með Celtic, og Hollands, þar sem hún lék með Fortuna Sittard. Sumarið 2024 samdi hún við Linköpting og síðan þá hefur þróun hennar aðeins stefnt í eina átt: upp á við,“ segir í umfjöllunni um íslensku landsliðskonuna. „Fyrir Maríu skiptir það ekki öllu máli hvort hún spilar á vinstri eða hægri kantinum. Þessi kraftmikli, hraði og hugmyndaríki kantframherji er jafn óútreiknanlegur fyrir andstæðinga sína og eldfjallið Eyjafjallajökull er fyrir flugumferð yfir Íslandi og Norðurlöndunum,“ segir í umfjöllunni. Þar kemur fram að hún eigi íslenskan föður og sænska móður og sé því með rætur í báðum löndum. Hún var valin í fyrsta sinn í A-landslið Íslands í október. „Það er engin tilviljun að einmitt María fái þessa viðurkenningu. Hún er ávöxtur erfiðisvinnu hennar á hverjum degi, óbilandi vilja hennar til að sigra og staðfasts drifkrafts hennar til að verða sífellt betri. Hún gerir miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og umhverfis síns, og með markvissri hugsun sinni hefur María alla burði til að ná á toppinn,“ segir í umfjöllunni. „Framtíðin er björt fyrir þennan hæfileikaríka leikmann sem mun án efa stuðla að velgengni, bæði með félagsliði og á landsliðsvettvangi – óháð því hvaða landsliðslit hún velur að klæðast,“ segir í umfjölluninni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by 𝗟𝗶𝗻𝗸𝗼̈𝗽𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗼𝗼𝘁𝗯𝗮𝗹𝗹 𝗖𝗹𝘂𝗯 (@linkopingfootballclub)
Sænski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira