„Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. nóvember 2025 08:33 Langt og strangt bataferli liggur fyrir Eygló sem fagnar því þó að niðurstaða fékkst í það sem var að hrjá hana. Vísir/Sigurjón Ein fremsta íþróttakona landsins verður frá keppni næstu mánuðina vegna brjóskloss. Meiðslin hafa strítt henni um hríð og vanda verk var að finna út úr því hvað amaði að. Síðustu vikur hafa því tekið á og ljóst að næstu mánuðir verða einnig strembnir. Eygló Fanndal Sturludóttir hefur risið hratt upp metorðastigann síðustu misseri. Hún varð Evrópumeistari ungmenna árið 2023, bætti Norðurlandamet fullorðinna í leiðinni og var valin þriðja í kjöri íþróttamanns ársins um áramótin. Í apríl bætti hún um betur og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Stefnan eftir það var sett á HM í sumar og Norðurlandamót nú í vetur en ekkert varð af því. Eygló hefur glímt við eymsli í baki um hríð og hafði verið sárþjáð vikum saman þegar sérfræðingur í Bretlandi fann loks út úr því að um væri að ræða brjósklos í baki. Tólf vikur af óvissu Þessar tólf vikur á undan glímdi hún við mikla verki en þó var það óvissan sem var hvað erfiðust viðureignar. „Ég ætla ekkert að ljúga því. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Miklu erfiðara en ég hafði búist við. Kannski að einhverju leyti vegna þess að það tók svo langan tíma að finna út úr því hvað var að,“ segir Eygló í Sportpakkanum á Sýn. „Ég var alltaf að halda í vonina að ég myndi vakna og vera góð og gæti farið að byrja að æfa aftur. En þetta voru tólf vikur af mikilli óvissu, sem var mjög erfitt. Það voru margir erfiðir dagar. En ég er smá búin að taka þetta í sátt og tilbúin að vinna að því sem þarf að gera og koma mér til baka. Það er bara ekkert annað í boði,“ segir ákveðin Eygló. Félagslífið og hreyfingin út um gluggann Óvissan var því erfið og tók á andlegu hliðina, samhliða miklum verkjum. Hún þakkar fyrir að hafa fundið út úr því hvað vandamálið er og reynir að láta meiðslin raska sem minnstu í daglegu lífi. „Um leið og maður veit hvað er að veit maður hvað má og hvað má ekki gera. Svo er þetta rútínan mín, ég er vön að vera hérna að lyfta þrjá tíma á dag. Þetta er félagslífið mitt, hreyfingin mín en allt í einu er það allt farið. Það var vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem mig langar til að gera,“ segir Eygló. Hundleiðinlegt að geta ekki varið titilinn Þó að komið sé á hreint hvað ami að er ljóst að meiðslin eru ekkert minna alvarleg. Margra mánaða vinna er fram undan áður en Eygló getur snúið aftur til keppni á stóra sviðinu. „Ég geri ráð fyrir einhverjum mánuðum þar sem ég má ekkert lyfta. Vonandi má ég eftir áramót fara að lyfta, en ekkert þungt. Sérfræðingurinn úti segir ólíklegt að ég geti keppt í vor,“ segir Eygló sem hefur þegar misst af fjölda móta og segir bagalegt að fá ekki tækifæri til að verja Evróputitilinn. „Ég missti af HM í haust og ég missi af NM í næstu viku. Ég mun líklegast missa af Íslandsmótinu og Evrópumótinu í vor. Ég er ekki sátt við það, ég vildi mjög fara og verja titilinn. Það er eins og það er. Ég get ekkert gert í þessu, ég hef bara stjórn á mínu og því sem ég get gert. Vonandi kemst ég af stað sem fyrst.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Sárþjáð vikum saman, leiðinlegar æfingar og langt bataferli Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir hefur risið hratt upp metorðastigann síðustu misseri. Hún varð Evrópumeistari ungmenna árið 2023, bætti Norðurlandamet fullorðinna í leiðinni og var valin þriðja í kjöri íþróttamanns ársins um áramótin. Í apríl bætti hún um betur og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Stefnan eftir það var sett á HM í sumar og Norðurlandamót nú í vetur en ekkert varð af því. Eygló hefur glímt við eymsli í baki um hríð og hafði verið sárþjáð vikum saman þegar sérfræðingur í Bretlandi fann loks út úr því að um væri að ræða brjósklos í baki. Tólf vikur af óvissu Þessar tólf vikur á undan glímdi hún við mikla verki en þó var það óvissan sem var hvað erfiðust viðureignar. „Ég ætla ekkert að ljúga því. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Miklu erfiðara en ég hafði búist við. Kannski að einhverju leyti vegna þess að það tók svo langan tíma að finna út úr því hvað var að,“ segir Eygló í Sportpakkanum á Sýn. „Ég var alltaf að halda í vonina að ég myndi vakna og vera góð og gæti farið að byrja að æfa aftur. En þetta voru tólf vikur af mikilli óvissu, sem var mjög erfitt. Það voru margir erfiðir dagar. En ég er smá búin að taka þetta í sátt og tilbúin að vinna að því sem þarf að gera og koma mér til baka. Það er bara ekkert annað í boði,“ segir ákveðin Eygló. Félagslífið og hreyfingin út um gluggann Óvissan var því erfið og tók á andlegu hliðina, samhliða miklum verkjum. Hún þakkar fyrir að hafa fundið út úr því hvað vandamálið er og reynir að láta meiðslin raska sem minnstu í daglegu lífi. „Um leið og maður veit hvað er að veit maður hvað má og hvað má ekki gera. Svo er þetta rútínan mín, ég er vön að vera hérna að lyfta þrjá tíma á dag. Þetta er félagslífið mitt, hreyfingin mín en allt í einu er það allt farið. Það var vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem mig langar til að gera,“ segir Eygló. Hundleiðinlegt að geta ekki varið titilinn Þó að komið sé á hreint hvað ami að er ljóst að meiðslin eru ekkert minna alvarleg. Margra mánaða vinna er fram undan áður en Eygló getur snúið aftur til keppni á stóra sviðinu. „Ég geri ráð fyrir einhverjum mánuðum þar sem ég má ekkert lyfta. Vonandi má ég eftir áramót fara að lyfta, en ekkert þungt. Sérfræðingurinn úti segir ólíklegt að ég geti keppt í vor,“ segir Eygló sem hefur þegar misst af fjölda móta og segir bagalegt að fá ekki tækifæri til að verja Evróputitilinn. „Ég missti af HM í haust og ég missi af NM í næstu viku. Ég mun líklegast missa af Íslandsmótinu og Evrópumótinu í vor. Ég er ekki sátt við það, ég vildi mjög fara og verja titilinn. Það er eins og það er. Ég get ekkert gert í þessu, ég hef bara stjórn á mínu og því sem ég get gert. Vonandi kemst ég af stað sem fyrst.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Sárþjáð vikum saman, leiðinlegar æfingar og langt bataferli
Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Sjá meira