Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 07:17 Það voru skrautlegar aðstæður í úrslitaleiknum í kanadísku úrvalsdeildinni. @cplsoccer Atlético Ottawa tryggði sér kanadíska úrvalsdeildartitilinn í fótbolta eftir sigur í skrautlegum og framlengdum leik í nótt. Atlético Ottawa vann 2-1 sigur á Cavalry FC og vann sinn fyrsta kanadíska úrvalsdeildartitil. Það voru aðstæðurnar sem svo sannarlega stálu senunni. Gríðarleg snjókoma bauð nefnilega upp á afar sérstakar aðstæður. View this post on Instagram A post shared by TSN (@tsn_official) Töf varð á því að leikurinn hæfist vegna snjókomunnar. Starfsmenn notuðu snjóblásara og skóflur allt kvöldið til að hreinsa línurnar á TD Place-vellinum og leikmenn lögðu stundum hönd á plóg. Markverðir liðanna sáust þannig með skóflu á lofti í miðjum leik. Cavalry FC komst yfir þegar Fraser Aird skoraði úr vítaspyrnu á 32. mínútu, en David Rodriguez jafnaði metin með stórkostlegri hjólhestaspyrnu nokkrum mínútum síðar. Rodriguez var maður kvöldsins því hann skoraði sigurmarkið á 106. mínútu, hans annað mark í leiknum, á velli sem nýbúið var að hreinsa af miklum snjó eftir að venjulegum leiktíma lauk. Eftir fyrstu níutíu mínúturnar voru starfsmenn í tæpan klukkutíma að hreinsa völlinn af snjónum sem hafði hamlað sendingum og takmarkað marktækifæri allt kvöldið. Cavalry FC reyndi hetjulega að jafna leikinn á lokamínútunum en vörn Ottawa stóðst álagið. Þegar lokaflautið gall brutust út gríðarleg fagnaðarlæti meðal heimamanna – sem voru enn fjölmennir þrátt fyrir slæmt veður. View this post on Instagram A post shared by OneSoccer (@onesoccer) View this post on Instagram A post shared by OneSoccer (@onesoccer) View this post on Instagram A post shared by Overtime FC (@overtimefc) Kanada Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Sjá meira
Atlético Ottawa vann 2-1 sigur á Cavalry FC og vann sinn fyrsta kanadíska úrvalsdeildartitil. Það voru aðstæðurnar sem svo sannarlega stálu senunni. Gríðarleg snjókoma bauð nefnilega upp á afar sérstakar aðstæður. View this post on Instagram A post shared by TSN (@tsn_official) Töf varð á því að leikurinn hæfist vegna snjókomunnar. Starfsmenn notuðu snjóblásara og skóflur allt kvöldið til að hreinsa línurnar á TD Place-vellinum og leikmenn lögðu stundum hönd á plóg. Markverðir liðanna sáust þannig með skóflu á lofti í miðjum leik. Cavalry FC komst yfir þegar Fraser Aird skoraði úr vítaspyrnu á 32. mínútu, en David Rodriguez jafnaði metin með stórkostlegri hjólhestaspyrnu nokkrum mínútum síðar. Rodriguez var maður kvöldsins því hann skoraði sigurmarkið á 106. mínútu, hans annað mark í leiknum, á velli sem nýbúið var að hreinsa af miklum snjó eftir að venjulegum leiktíma lauk. Eftir fyrstu níutíu mínúturnar voru starfsmenn í tæpan klukkutíma að hreinsa völlinn af snjónum sem hafði hamlað sendingum og takmarkað marktækifæri allt kvöldið. Cavalry FC reyndi hetjulega að jafna leikinn á lokamínútunum en vörn Ottawa stóðst álagið. Þegar lokaflautið gall brutust út gríðarleg fagnaðarlæti meðal heimamanna – sem voru enn fjölmennir þrátt fyrir slæmt veður. View this post on Instagram A post shared by OneSoccer (@onesoccer) View this post on Instagram A post shared by OneSoccer (@onesoccer) View this post on Instagram A post shared by Overtime FC (@overtimefc)
Kanada Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Sjá meira