„Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 14:32 Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta er spenntur fyrir Suðurnesjaslag kvöldsins gegn Grindavík í Bónus deild karla í körfubolta Vísir/Anton Brink Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta segir að varnarleikur síns liðs verði að vera fullkominn í kvöld til þess að liðið geti átt möguleika í Suðurnesjaslag gegn liði Grindavíkur á útivelli. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Daníel og fjölskyldu hans. Daníel Guðni er virkilega spenntur að sjá sína menn etja kappi við Grindvíkinga, sem hafa ekki tapað leik í deildinni til þessa. „Grindvíkingar eru búnir að vera mjög góðir í vetur og eru alltaf erfiðir heim að sækja. Þetta verður krefjandi verkefni,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild Vísis en að margra mati er lið Grindavíkur besta varnarlið deildarinnar og héldu þeir Valsmönnum meðal annars í 55 stigum á dögunum. „Þeir eru virkilega sterkir og allir framherjarnir þeirra Jordan, Daniel og Ólafur eru virkilega sterkir og geta dekkað bakverði sömuleiðis. Ég hef verið að horfa á undanfarna leiki hjá þeim og þeir hafa gert vel í því. Svo eru þeir líklegast með besta varnarmann Deildarinnar í DeAndre Kane. Við þurfum að finna einhverjar lausnir í kvöld og erum með hæfileikaríka sóknarmenn.“ Keflvíkingar hafa líka verið á flottu skriði fyrstu umferðir deildarkeppninnar. Daníel Guðni þekki þessa Suðurnesjaslagi vel. Er sjálfur uppalinn Njarðvíkingur og hefur á sínum tíma bæði starfað fyrir Njarðvík, Keflavík og jú Grindavík. Leikur kvöldsins verður því einkar sérstakur fyrir Daníel. „Þessir slagir gegn Suðurnesjaliðunum eru skemmtilegastir. Ég þekki það mjög vel og veit það verður mikil stemning í Grindavík í kvöld. Þetta eru leikirnir sem maður bíður eftir þegar að maður fær leikjaskipulagið í hendurnar. Ég er virkilega spenntur og þakklátur fyrir minn tíma í Grindavík. Ég bjó þar fyrir rýmingu með fjölskyldunni minni og þetta verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín sem mæta væntanlega í bláu, grænu og gulu í kvöld í stúkuna í Grindavík. Þetta er bara skemmtilegt en sömuleiðis sérstakt verkefni.“ Hvað þurfa Keflvíkingar að sýna fram á í Grindavík í kvöld til þess að fara með tvö stig heim í Bítlabæinn? „Ég tel að varnarleikurinn okkar verði að vera alveg hundrað prósent í kvöld í fjörutíu mínútur. Við erum búnir að eiga góða kafla í vetur varnarlega en ekki náð að tengja alla leikhluta saman. Í síðasta leik áttum við tvo góða leikhluta varnarleikhluta og tvo arfaslaka. Þetta þarf allt að vera á hreinu í kvöld. Að við tengjum vel varnarlega til að ná í þessi tvö stig. Við erum ekki að fara vinna þennan leik á einhverjum sóknar hæfileikum því varnarleikurinn verður að vera í fyrirrúmi í kvöld.“ Suðurnesjaslagur Grindavíkur og Keflavíkur í HS Orku höllinni í Grindavík hefst klukkan hálf átta í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland rásinni. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Grindavík Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Daníel Guðni er virkilega spenntur að sjá sína menn etja kappi við Grindvíkinga, sem hafa ekki tapað leik í deildinni til þessa. „Grindvíkingar eru búnir að vera mjög góðir í vetur og eru alltaf erfiðir heim að sækja. Þetta verður krefjandi verkefni,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild Vísis en að margra mati er lið Grindavíkur besta varnarlið deildarinnar og héldu þeir Valsmönnum meðal annars í 55 stigum á dögunum. „Þeir eru virkilega sterkir og allir framherjarnir þeirra Jordan, Daniel og Ólafur eru virkilega sterkir og geta dekkað bakverði sömuleiðis. Ég hef verið að horfa á undanfarna leiki hjá þeim og þeir hafa gert vel í því. Svo eru þeir líklegast með besta varnarmann Deildarinnar í DeAndre Kane. Við þurfum að finna einhverjar lausnir í kvöld og erum með hæfileikaríka sóknarmenn.“ Keflvíkingar hafa líka verið á flottu skriði fyrstu umferðir deildarkeppninnar. Daníel Guðni þekki þessa Suðurnesjaslagi vel. Er sjálfur uppalinn Njarðvíkingur og hefur á sínum tíma bæði starfað fyrir Njarðvík, Keflavík og jú Grindavík. Leikur kvöldsins verður því einkar sérstakur fyrir Daníel. „Þessir slagir gegn Suðurnesjaliðunum eru skemmtilegastir. Ég þekki það mjög vel og veit það verður mikil stemning í Grindavík í kvöld. Þetta eru leikirnir sem maður bíður eftir þegar að maður fær leikjaskipulagið í hendurnar. Ég er virkilega spenntur og þakklátur fyrir minn tíma í Grindavík. Ég bjó þar fyrir rýmingu með fjölskyldunni minni og þetta verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín sem mæta væntanlega í bláu, grænu og gulu í kvöld í stúkuna í Grindavík. Þetta er bara skemmtilegt en sömuleiðis sérstakt verkefni.“ Hvað þurfa Keflvíkingar að sýna fram á í Grindavík í kvöld til þess að fara með tvö stig heim í Bítlabæinn? „Ég tel að varnarleikurinn okkar verði að vera alveg hundrað prósent í kvöld í fjörutíu mínútur. Við erum búnir að eiga góða kafla í vetur varnarlega en ekki náð að tengja alla leikhluta saman. Í síðasta leik áttum við tvo góða leikhluta varnarleikhluta og tvo arfaslaka. Þetta þarf allt að vera á hreinu í kvöld. Að við tengjum vel varnarlega til að ná í þessi tvö stig. Við erum ekki að fara vinna þennan leik á einhverjum sóknar hæfileikum því varnarleikurinn verður að vera í fyrirrúmi í kvöld.“ Suðurnesjaslagur Grindavíkur og Keflavíkur í HS Orku höllinni í Grindavík hefst klukkan hálf átta í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland rásinni.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Grindavík Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira