Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. nóvember 2025 09:13 Ásta Dís Óladóttir, prófessor og stofnandi Rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi við Háskóla Íslands hefur skoðað stöðu kynjanna í atvinnulífinu. Hún segir að þó konur séu sýnilegri í opinberum embættum í dag sé staðan í atvinnulífinu allt önnur. Á næsta ári mun Creditinfo horfa í auknum mæli til stefnu fyrirtækja í jafnréttismálum þegar kemur að vottuninni Framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtæki sem falla undir lög um kynjahlutfall í stjórn þurfa að fylgja þeim lögum til að geta talist Framúrskarandi fyrirtæki. Aðeins 14% framkvæmdastjóra stærstu fyrirtækja landsins í dag eru konur samkvæmt gögnum frá Creditinfo og á lista Creditinfo yfir þau fyrirtæki sem teljast Framúrskarandi 2025 fylla konur aðeins 12.9 % framkvæmdstjórastaða. Allir hafa skoðanir á jafnréttisumræðu Ásta Dís Óladóttir, prófessor og stofnandi Rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi við Háskóla Íslands hefur skoðað stöðu kynjanna í atvinnulífinu. Hún segir að merkja megi ákveðið óþol gagnvart jafnréttisumræðu. Ríkjandi viðhorf sé að kynjajafnvægi hafi verið náð í stjórnunarstöðum og að jafnréttisbaráttan sé jafnvel komin of langt, „konur stjórni hér öllu.“ „Það er ekki alltaf vinsælt að ræða jafnréttismál en það hafa samt allir skoðanir á þeim,“ segir Ásta. „Við sjáum skýr merki um jafnréttisumræðuþreytu víða í heiminum og líka hér á landi, sem er áhugavert því nálin er ekki að hreyfast neitt þegar rýnt er í gögn. Samkvæmt lista Alþjóðaefnahagsráðsins er Ísland í 10. sæti þegar kemur að efnahagslegri þátttöku og ákvarðanatöku kvenna, þegar kemur að stjórnunarstöðum erum við í 60. sæti. Í atvinnulífinu almennt eru konur 18,6% framkvæmdastjóra eða forstjóra og í skráðum félögum í Kauphöll eru 23 karlar forstjórar og 4 konur,“ útskýrir Ásta og ítrekar að umræða um jafnrétti megi ekki byggjast á tilfinningu, byggja þurfi á staðreyndum. Þó konur séu sýnilegri í opinberum embættum í dag er staðan í atvinnulífinu allt önnur. Af hverju komast konur ekki að forstjórastólum? Ásta hefur talað um „forstjórahringekjuna“ í íslensku atvinnulífi þar sem svo virðist sem karlar færist úr einni forstjórastöðu í aðra. Í rannsóknum setursins um jafnrétti í efnahags- og atvinnumálum hefur verið talað við konur í atvinnulífinu og konur í stjórnum allra skráðra fyrirtækja, einnig við karla í sömu stöðum og við ráðningarfyrirtæki. Hún segir hvern benda á annan þegar spurt er af hverju konur komist ekki að þegar forstjóra- eða framkvæmdastjórastaða losnar. „Konur í atvinnulífinu benda á konurnar í stjórnum, þær ráði ekki aðrar konur og standi ekki í lappirnar gagnvart áhrifum karla. Konur í stjórnum benda á karlana, að þeir hafi meiri völd og vægi og velji úr sínu tengslaneti, samtrygging karla sé sterk. Karlar í stjórnum benda aftur á móti á konurnar, þær hafi ekki reynslu og fáar komi til greina, ákvarðanir séu þó stundum teknar fyrir utan stjórnarherbergið. Bæði konur og karlar í stjórnum benda síðan á ráðningastofurnar, þegar óskað sé eftir lista yfir hæfa aðila í forstjórastöðu sé of oft farið í sama listann og á honum séu karlar í miklum meirihluta,“ segir Ásta. Rótgróin viðhorf til kvenna þvælast fyrir og peningar tryggja hagsmuni karla Ásta bendir á að hæfileikar kvenna séu gjarnan vanmetnir meðan tilhneiging sé til að ofmeta hæfileika karla. Þá hafi lúmsk áhrif á almennt viðhorf til kvenna hvernig fjallað er um konur. Það er rík tilhneiging til þess að „reita af konum fjaðrirnar“ gegnum leitarferlið að hæfum framkvæmdastjóra. Þá er sjaldan fjallað um útlit eða fatnað karla í æðstu stöðum í fjölmiðlum en við sjáum margoft fréttir af útliti og fatnaði kvenna í stjórnunarstöðum. Þessu er haldið að okkur og það hefur áhrif. Í rannsóknum Ástu og annara í setrinu hafi einnig komið fram að meirihluta fjármagns í landinu sé stýrt af körlum, fjármagn og tengslanet karla geri þeim frekar kleift að gæta hagsmuna hvers annars. „Þar gætu lykilfjárfestar haft áhrif með því að stýra fjárfestingum sínum markvisst með kynjagleraugum,“ segir Ásta Dís. Lífeyrissjóðir hafi gert þetta í einhverjum mæli en gætu gert meira af því. Hvað er hægt að gera til að konur fái jöfn tækifæri á við karla? Ljóst er að lagasetning um jafnt kynjahlutfall í stjórnum stórra fyrirtækja hefur haft mikið að segja þegar litið er á stjórnarsæti. Það er augljóst að kynjakvótalögin eru að virka. Hins vegar hafa þau ekki haft tilætluð smitáhrif á framkvæmdastjórastöður eins og vonast hafði verið til. Karlar eru 73,4% stjórnarmanna hér á landi og 81,4% allra framkvæmdastjóra/forstjóra í atvinnulífinu. Ásta segir komið að því að taka næsta skref, ávinningurinn sé augljós en ekki sé auðvelt að hreyfa við stöðunni. Rannsóknir sýna okkur að fyrirtæki með blandaða stjórn og framkvæmdastjórn skila meiri arðsemi, betri ákvarðanatöku, meiri nýsköpun og meiri starfsánægju. Það ætti að vera nóg fyrir okkur til þess að gera eitthvað í þessum málum. Opnara ferli, hlutlaus hæfnisviðmið og minni „karllægar“ kröfur Mögulega gætu tímabundnar lagasetningar um frekari kynjakvóta gagnast en Ásta bendir á fleiri leiðir: „Í Danmörku voru til dæmis sett ný lög síðustu áramót um að fyrirtæki skuli setja sér markmið til að rétta af kynjahalla og gefa síðan árlega skýrslu. Hafi markmiðin ekki náðst á tímabilinu þarf að skoða af hverju og gera áætlun um úrbætur. Þegar að markmiðin hafa náðst eru sett ný markmið og unnið að þeim og svo koll af kolli þar til jafnrétti hefur verið náð. Þetta væri ein leið sem stjórnvöld og stjórnir fyrirtækja gætu farið. Arftakaáætlanir innan fyrirtækja er önnur en alltof fá fyrirtæki beita þeirri leið marvisst hér á landi. Þetta er góð leið og ætti að vera í hverju einasta fyrirtæki,“ segir Ásta. Arftakaáætlanir geti orðið til þess að fleiri tækifæri skapist til að safna lykilreynslu svo fleiri konur komist í pottinn, en þetta er líka gott tæki fyrir karlmenn, því jafnrétti gildir í báðar áttir. Þá hafi ráðningastofur lagt til að auglýsa ætti forstjóra- og framkvæmdastjórastöður samhliða leit til að stækka pottinn. Setja þyrfti saman fjölbreyttari lista, takast á við áhættufælni stjórnarmanna og leita út fyrir tengslanet þeirra, passa upp á orðalag auglýsinga og nota hlutlaus hæfniviðmið og meiri verkefnalýsingar svo breiðari hópur sjái sig í starfinu. Lykilfjárfestar í atvinnulífinu eins og Lífeyrissjóðir gætu síðan stýrt fjármagni með því að fjárfesta með kynjagleraugum. Ásta Dís segir þau fyrirtæki sem leggi markvissa áherslu á jafnréttismál séu stolt af þeim árangri sem þau ná. „Við sjáum það skýrt í tengslum við Jafnvægisvogina, viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri og stjórnvalda sem sett var á laggirnar 2018. Þau fyrirtæki sem fá þessa viðurkenningu eru afar stolt af því og flagga henni óspart. Það er alltaf jafn magnað að sjá,“ segir Ásta Dís. „Það er til mikils að vinna. Það þýðir ekki að gefast upp, Það er mikilvægt að standa vörð um þau réttindi sem þó hafa náðst og halda áfram að mjaka málum fram á við.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Jafnréttismál Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
Aðeins 14% framkvæmdastjóra stærstu fyrirtækja landsins í dag eru konur samkvæmt gögnum frá Creditinfo og á lista Creditinfo yfir þau fyrirtæki sem teljast Framúrskarandi 2025 fylla konur aðeins 12.9 % framkvæmdstjórastaða. Allir hafa skoðanir á jafnréttisumræðu Ásta Dís Óladóttir, prófessor og stofnandi Rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi við Háskóla Íslands hefur skoðað stöðu kynjanna í atvinnulífinu. Hún segir að merkja megi ákveðið óþol gagnvart jafnréttisumræðu. Ríkjandi viðhorf sé að kynjajafnvægi hafi verið náð í stjórnunarstöðum og að jafnréttisbaráttan sé jafnvel komin of langt, „konur stjórni hér öllu.“ „Það er ekki alltaf vinsælt að ræða jafnréttismál en það hafa samt allir skoðanir á þeim,“ segir Ásta. „Við sjáum skýr merki um jafnréttisumræðuþreytu víða í heiminum og líka hér á landi, sem er áhugavert því nálin er ekki að hreyfast neitt þegar rýnt er í gögn. Samkvæmt lista Alþjóðaefnahagsráðsins er Ísland í 10. sæti þegar kemur að efnahagslegri þátttöku og ákvarðanatöku kvenna, þegar kemur að stjórnunarstöðum erum við í 60. sæti. Í atvinnulífinu almennt eru konur 18,6% framkvæmdastjóra eða forstjóra og í skráðum félögum í Kauphöll eru 23 karlar forstjórar og 4 konur,“ útskýrir Ásta og ítrekar að umræða um jafnrétti megi ekki byggjast á tilfinningu, byggja þurfi á staðreyndum. Þó konur séu sýnilegri í opinberum embættum í dag er staðan í atvinnulífinu allt önnur. Af hverju komast konur ekki að forstjórastólum? Ásta hefur talað um „forstjórahringekjuna“ í íslensku atvinnulífi þar sem svo virðist sem karlar færist úr einni forstjórastöðu í aðra. Í rannsóknum setursins um jafnrétti í efnahags- og atvinnumálum hefur verið talað við konur í atvinnulífinu og konur í stjórnum allra skráðra fyrirtækja, einnig við karla í sömu stöðum og við ráðningarfyrirtæki. Hún segir hvern benda á annan þegar spurt er af hverju konur komist ekki að þegar forstjóra- eða framkvæmdastjórastaða losnar. „Konur í atvinnulífinu benda á konurnar í stjórnum, þær ráði ekki aðrar konur og standi ekki í lappirnar gagnvart áhrifum karla. Konur í stjórnum benda á karlana, að þeir hafi meiri völd og vægi og velji úr sínu tengslaneti, samtrygging karla sé sterk. Karlar í stjórnum benda aftur á móti á konurnar, þær hafi ekki reynslu og fáar komi til greina, ákvarðanir séu þó stundum teknar fyrir utan stjórnarherbergið. Bæði konur og karlar í stjórnum benda síðan á ráðningastofurnar, þegar óskað sé eftir lista yfir hæfa aðila í forstjórastöðu sé of oft farið í sama listann og á honum séu karlar í miklum meirihluta,“ segir Ásta. Rótgróin viðhorf til kvenna þvælast fyrir og peningar tryggja hagsmuni karla Ásta bendir á að hæfileikar kvenna séu gjarnan vanmetnir meðan tilhneiging sé til að ofmeta hæfileika karla. Þá hafi lúmsk áhrif á almennt viðhorf til kvenna hvernig fjallað er um konur. Það er rík tilhneiging til þess að „reita af konum fjaðrirnar“ gegnum leitarferlið að hæfum framkvæmdastjóra. Þá er sjaldan fjallað um útlit eða fatnað karla í æðstu stöðum í fjölmiðlum en við sjáum margoft fréttir af útliti og fatnaði kvenna í stjórnunarstöðum. Þessu er haldið að okkur og það hefur áhrif. Í rannsóknum Ástu og annara í setrinu hafi einnig komið fram að meirihluta fjármagns í landinu sé stýrt af körlum, fjármagn og tengslanet karla geri þeim frekar kleift að gæta hagsmuna hvers annars. „Þar gætu lykilfjárfestar haft áhrif með því að stýra fjárfestingum sínum markvisst með kynjagleraugum,“ segir Ásta Dís. Lífeyrissjóðir hafi gert þetta í einhverjum mæli en gætu gert meira af því. Hvað er hægt að gera til að konur fái jöfn tækifæri á við karla? Ljóst er að lagasetning um jafnt kynjahlutfall í stjórnum stórra fyrirtækja hefur haft mikið að segja þegar litið er á stjórnarsæti. Það er augljóst að kynjakvótalögin eru að virka. Hins vegar hafa þau ekki haft tilætluð smitáhrif á framkvæmdastjórastöður eins og vonast hafði verið til. Karlar eru 73,4% stjórnarmanna hér á landi og 81,4% allra framkvæmdastjóra/forstjóra í atvinnulífinu. Ásta segir komið að því að taka næsta skref, ávinningurinn sé augljós en ekki sé auðvelt að hreyfa við stöðunni. Rannsóknir sýna okkur að fyrirtæki með blandaða stjórn og framkvæmdastjórn skila meiri arðsemi, betri ákvarðanatöku, meiri nýsköpun og meiri starfsánægju. Það ætti að vera nóg fyrir okkur til þess að gera eitthvað í þessum málum. Opnara ferli, hlutlaus hæfnisviðmið og minni „karllægar“ kröfur Mögulega gætu tímabundnar lagasetningar um frekari kynjakvóta gagnast en Ásta bendir á fleiri leiðir: „Í Danmörku voru til dæmis sett ný lög síðustu áramót um að fyrirtæki skuli setja sér markmið til að rétta af kynjahalla og gefa síðan árlega skýrslu. Hafi markmiðin ekki náðst á tímabilinu þarf að skoða af hverju og gera áætlun um úrbætur. Þegar að markmiðin hafa náðst eru sett ný markmið og unnið að þeim og svo koll af kolli þar til jafnrétti hefur verið náð. Þetta væri ein leið sem stjórnvöld og stjórnir fyrirtækja gætu farið. Arftakaáætlanir innan fyrirtækja er önnur en alltof fá fyrirtæki beita þeirri leið marvisst hér á landi. Þetta er góð leið og ætti að vera í hverju einasta fyrirtæki,“ segir Ásta. Arftakaáætlanir geti orðið til þess að fleiri tækifæri skapist til að safna lykilreynslu svo fleiri konur komist í pottinn, en þetta er líka gott tæki fyrir karlmenn, því jafnrétti gildir í báðar áttir. Þá hafi ráðningastofur lagt til að auglýsa ætti forstjóra- og framkvæmdastjórastöður samhliða leit til að stækka pottinn. Setja þyrfti saman fjölbreyttari lista, takast á við áhættufælni stjórnarmanna og leita út fyrir tengslanet þeirra, passa upp á orðalag auglýsinga og nota hlutlaus hæfniviðmið og meiri verkefnalýsingar svo breiðari hópur sjái sig í starfinu. Lykilfjárfestar í atvinnulífinu eins og Lífeyrissjóðir gætu síðan stýrt fjármagni með því að fjárfesta með kynjagleraugum. Ásta Dís segir þau fyrirtæki sem leggi markvissa áherslu á jafnréttismál séu stolt af þeim árangri sem þau ná. „Við sjáum það skýrt í tengslum við Jafnvægisvogina, viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri og stjórnvalda sem sett var á laggirnar 2018. Þau fyrirtæki sem fá þessa viðurkenningu eru afar stolt af því og flagga henni óspart. Það er alltaf jafn magnað að sjá,“ segir Ásta Dís. „Það er til mikils að vinna. Það þýðir ekki að gefast upp, Það er mikilvægt að standa vörð um þau réttindi sem þó hafa náðst og halda áfram að mjaka málum fram á við.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Jafnréttismál Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira