Menning

Um­töluð verk Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun

Boði Logason skrifar
Rætt var um Íbúð 10B, Niflungahringinn og Íslensku sjónvarpsverðlaunin sem fóru fram á föstudag.
Rætt var um Íbúð 10B, Niflungahringinn og Íslensku sjónvarpsverðlaunin sem fóru fram á föstudag.

Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi?

Þessar spurningar og svör við þeim komu fram í öðrum þætti Menningarvaktarinnar, nýju menningarhlaðvarpi í umsjón Símons Birgissonar leikhúsgagnrýnanda sem hóf göngu sína í október. 

Menningarvaktin kemur út aðra hverja viku og fékk Símon þá Magnús Jochum Pálsson, blaðamann Vísis og gagnrýnanda, og Val Grettisson, blaðamann Heimildarinnar, til sín í öðrum þættinum sem kom út síðastliðinn fimmtudag.

Farið var um víðan völl. Rætt var sérstaklega um tvær sýningar í leikhúsunum, Íbúð 10B í Þjóðleikhúsinu og Niflungahringinn í Borgarleikhúsinu. Hvað klikkaði hjá Balta og Ólafi Jóhanni og hvað var gott í sýningunni? Í tengslum við það var aðeins komið inn á miðaldaþættina King & Conqueror sem fengu víðast hvar slæma dóma.

Þá var farið yfir gróskumikla framleiðslu íslensks sjónvarps þessa dagana: Brján, Reykjavík Fusion og Felix og Klöru. Sá fyrstnefndi fékk slæman dóm á Vísi en mennirnir þrír voru ekki alveg sammála um gæði þáttanna.

Sjá einnig: Meðalmennskan plagar Brján

Þá var snert á ýmsu sem hefur verið í gangi í menningunni: gagnrýni Stefáns Mána á íssölu Þjóðleikhússins og Íslensku sjónvarpsverðlaunin sem voru ekki sýnd í sjónvarpi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.