Innlent

Moskító­flugan lifði kuldakastið af

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hér er flugan sem mætti til landsins í lok október.
Hér er flugan sem mætti til landsins í lok október. Björn Hjaltason

Moskítóflugan virðist hafa lifað af kuldakastið sem reið yfir landið í vikunni. Skordýraáhugamaður rak augun í flugu í gærkvöldi.

Björn Hjaltason skordýraáhugamaður birti mynd af moskítóflugu á Facebook-síðuna Skordýr á Íslandi. Flugan lenti fyrir utan hjá honum í Kjósinni í dag.

„Ævintýrið heldur áfram. Í gærkvöldi, eftir kuldakastið, birtist enn ein moskítóflugan,“ skrifar Björn við færsluna.

Það var Björn sem lét landsmenn vita að alræmda flugan væri loks komin til landsins en Ísland var lengi eitt af fáum löndum í heiminum þar sem engar moskítóflugur var að finna.

Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur sagði skömmu eftir fundinn í lok október að skordýrið væri sennilega komið til að vera. Tegundin sé þó ekki talin alvarleg hvað varði sjúkdóma en geti verið nokkuð pirrandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×