Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2025 20:05 Hjólafjölskyldan í Hveragerði, Sólveig Dröfn og Einar með börunum sínum þremur eða þeim Örvari Þór, Andrési og Unndísi Evu. Að sjálfsögðu eru allir með hjálma eins og alltaf þegar fjölskyldan er úti að hjóla. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölskyldu í Hveragerði finnst fátt skemmtilegra en að fara saman út að hjóla og ekki síst í útlöndum. Fjölskyldan er nýkomin heim úr hjólaferð meðfram Dóná, næst lengstu á í Evrópu en í ferðinni voru hjólaðir um þrettán hundruð kílómetrar og fjölskyldan gisti átján nætur í tjaldi. Þessi flotta fjölskylda hefur hjólað saman víða erlendis og alltaf haft jafn gaman að því að heimsækja ólík lönd og að upplifa náttúruna og umhverfið í hverju landi. Þau eru ný komin heim eftir eina slíka ferð. „Heyrðu, við skelltum okkur í hjólaferð meðfram ánni Dóná og byrjuðum í Þýskalandi og enduðum í Búdapest, um 1300 kílómetrar,“ segir Sólveig Dröfn Andrésdóttir, hjólagarpur og sjúkraþjálfari í Hveragerði og bætir við. „Það gekk bara mjög vel, við vorum 23 daga“. „Þetta er bara alveg frábær upplifun og skilur mikið eftir sig, góðar minningar,“ segir Einar Þorfinnsson, hjólagarpur í Hveragerði og lögreglumaður. Sólveig Dröfn og Einar, sem eru mjög dugleg að fara með börnin sín í allskonar hjólaferðir í útlöndum. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er fjölskyldan á rafmagnshjólum eða bara þessum hefðbundnu hjólum? „Gamaldags, já það er bara þetta hefðbundna. Það er líka auðveldara því þá þarf maður ekki að leita af hleðslustöð svo sem. Engin hleðslukvíði og maður þjálfar líkamann og sál í leiðinni“, segir Sólveig Dröfn. Og þið voruð með öll börnin ykkar með, hvernig gekk það? „Bara mjög vel, þau bara hjálpuðu okkur að halda dampi og gleðinni . Já, þau stóðu sig bara mjög vel og komin reynsla á að það gangi vel, það var ekkert vesen,“ sögðu Einar og Sólveig Dröfn. Fjölskyldan hefur farið í nokkrar fleiri hjólaferðir til útlanda, meðal annar meðfram ánni Rín 2023 og svo hjóluðu þau í Danmörku 2024. Og þau eru nú þegar farin að plana hjólaferð á næsta ár en það er þó ekki alveg ákveðið hvert verður hjólað þá. Og börnunum þeirra hjóna þykir alltaf mjög gaman að fara með foreldrum sínum í hjólaferðir en þau heita Örvar Þór, sem er 11 ára, Andrés Einar, sem er 7 ára og Unndís Eva, sem er 4 ára. Unndís Eva, fjögurra ára er alltaf á hjólinu með mömmu sinni og gengur það mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Ástin og lífið Hjólreiðar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Þessi flotta fjölskylda hefur hjólað saman víða erlendis og alltaf haft jafn gaman að því að heimsækja ólík lönd og að upplifa náttúruna og umhverfið í hverju landi. Þau eru ný komin heim eftir eina slíka ferð. „Heyrðu, við skelltum okkur í hjólaferð meðfram ánni Dóná og byrjuðum í Þýskalandi og enduðum í Búdapest, um 1300 kílómetrar,“ segir Sólveig Dröfn Andrésdóttir, hjólagarpur og sjúkraþjálfari í Hveragerði og bætir við. „Það gekk bara mjög vel, við vorum 23 daga“. „Þetta er bara alveg frábær upplifun og skilur mikið eftir sig, góðar minningar,“ segir Einar Þorfinnsson, hjólagarpur í Hveragerði og lögreglumaður. Sólveig Dröfn og Einar, sem eru mjög dugleg að fara með börnin sín í allskonar hjólaferðir í útlöndum. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er fjölskyldan á rafmagnshjólum eða bara þessum hefðbundnu hjólum? „Gamaldags, já það er bara þetta hefðbundna. Það er líka auðveldara því þá þarf maður ekki að leita af hleðslustöð svo sem. Engin hleðslukvíði og maður þjálfar líkamann og sál í leiðinni“, segir Sólveig Dröfn. Og þið voruð með öll börnin ykkar með, hvernig gekk það? „Bara mjög vel, þau bara hjálpuðu okkur að halda dampi og gleðinni . Já, þau stóðu sig bara mjög vel og komin reynsla á að það gangi vel, það var ekkert vesen,“ sögðu Einar og Sólveig Dröfn. Fjölskyldan hefur farið í nokkrar fleiri hjólaferðir til útlanda, meðal annar meðfram ánni Rín 2023 og svo hjóluðu þau í Danmörku 2024. Og þau eru nú þegar farin að plana hjólaferð á næsta ár en það er þó ekki alveg ákveðið hvert verður hjólað þá. Og börnunum þeirra hjóna þykir alltaf mjög gaman að fara með foreldrum sínum í hjólaferðir en þau heita Örvar Þór, sem er 11 ára, Andrés Einar, sem er 7 ára og Unndís Eva, sem er 4 ára. Unndís Eva, fjögurra ára er alltaf á hjólinu með mömmu sinni og gengur það mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Ástin og lífið Hjólreiðar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira