Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 10:01 Stóra brosið hans Magic Johnson hlýjar flestum um hjartaræturnar. Hann hafði ástæðu til að brosa í nótt. GettY/Daniel Shirey Magic Johnson var afar sigursæll sem leikmaður og stórstjarna í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur líka haldið áfram að vinna síðan að körfuboltaferlinum lauk. Magic Johnson er eigandi bandaríska hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Dodgers tryggði sér sigur í World Series í nótt eftir 5-4 sigur á Toronto Blue Jays í oddaleik á útivelli. Blue Jays-liðið komst í 3-2 í einvíginu og þurfti þá bara einn sigur í viðbót. Dodgers unnu tvo spennuleiki í lok einvígsins og tryggðu sér titilinn Þetta var annað árið í röð sem Dodgers tekur titilinn og í þriðja sinn síðan Magic eignaðist félagið fyrir rúmum áratug. Titlar Magic eru þar með orðnir sextán talsins en það má sjá upptalningu á þeim hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Los Angeles Dodgers er fyrsta liðið til að verja MLB-titilinn síðan New York Yankees vann sinn þriðja í röð árið 2000. Alls hefur Dodgers unnið níu titla, þar af átta eftir að félagið flutti frá Brooklyn árið 1957, eða þvert yfir Bandaríkin. Titillinn er jafnframt sá annar síðan liðið fékk til sín ofurstjörnuna Shohei Ohtani árið 2024. Japaninn skrifaði þá undir stærsta íþróttasamning sögunnar, að verðmæti 700 milljónir dala og gilti hann til tíu ára. Japaninn Yoshinobu Yamamoto var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins (MVP). Hann kom einnig til Dodgers árið 2024, á sama tíma og landi hans, Ohtani. Hér fyrir neðan má sjá, með því að fletta, nánari útlistun á öllum titlunum hans Magic. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Hafnabolti NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sjá meira
Magic Johnson er eigandi bandaríska hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Dodgers tryggði sér sigur í World Series í nótt eftir 5-4 sigur á Toronto Blue Jays í oddaleik á útivelli. Blue Jays-liðið komst í 3-2 í einvíginu og þurfti þá bara einn sigur í viðbót. Dodgers unnu tvo spennuleiki í lok einvígsins og tryggðu sér titilinn Þetta var annað árið í röð sem Dodgers tekur titilinn og í þriðja sinn síðan Magic eignaðist félagið fyrir rúmum áratug. Titlar Magic eru þar með orðnir sextán talsins en það má sjá upptalningu á þeim hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Los Angeles Dodgers er fyrsta liðið til að verja MLB-titilinn síðan New York Yankees vann sinn þriðja í röð árið 2000. Alls hefur Dodgers unnið níu titla, þar af átta eftir að félagið flutti frá Brooklyn árið 1957, eða þvert yfir Bandaríkin. Titillinn er jafnframt sá annar síðan liðið fékk til sín ofurstjörnuna Shohei Ohtani árið 2024. Japaninn skrifaði þá undir stærsta íþróttasamning sögunnar, að verðmæti 700 milljónir dala og gilti hann til tíu ára. Japaninn Yoshinobu Yamamoto var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins (MVP). Hann kom einnig til Dodgers árið 2024, á sama tíma og landi hans, Ohtani. Hér fyrir neðan má sjá, með því að fletta, nánari útlistun á öllum titlunum hans Magic. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Hafnabolti NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum