Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2025 07:04 Þarf Liverpool fleiri leikmenn? Betri leikmenn? Heila leikmenn? Getty/ Marc Atkins Englandsmeistarar Liverpool galopnuðu veskið svo eftir væri tekið síðasta sumar. Talsverðar breytingar voru á liðinu og sem stendur virðast þær ekki hafa verið til hins betra. Á Sky Sports er því velt upp hvort Liverpool skorti breidd þrátt fyrir að hafa keypt leikmenn fyrir 74 milljarða íslenskra króna. Sky vitnar í Arne Slot, þjálfara liðsins, sem hefur sagt að liðinu skorti breidd. Því til sönnunar má benda á leikmannahóp liðsins í tapinu gegn Crystal Palace í deildarbikarnum á dögunum. Þó þjálfarar stærstu liðanna leyfi sér að stilla upp „veikara“ liði í þeirri keppni þá voru leikmenn í Liverpool liðinu sem eru ekki nálægt því að fá mínútur í úrvalsdeildinni eða Meistaradeild Evrópu. Síðasta sumar keypti Liverpool þá Alexander Isak, Hugo Ekitiké, Milos Kerkez, Jeremie Frimpong, Giovanni Leoni og Freddie Woodman fyrir 446 milljónum punda – 74 milljarða íslenskra króna. Ofan á það fékk hinn nú 33 ára gamli Mohamed Salah nýjan ofursamning í apríl síðastliðnum. Sömu sögu er að segja af hinum nú 34 ára gamla Virgil van Dijk. Þrátt fyrir allt þetta hefur Hollendingurinn Slot kvartað yfir því að leikmannahópur sinn sé of fáliðaður, að hann vanti breidd. Þetta kom í ljós eftir tapið gegn Palace en það var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Þjálfarinn taldi tapið þó ekki hafa aukið hitann á sæti sínu. Jamie Redknapp gagnrýndi Slot eftir leik en þjálfarinn gerði 10 breytingar á liði sínu milli leikja. Hollendingnum gæti vart verið meira sama hvað Redknapp finnst. „Allir geta haft sína skoðun en með okkar leikmannahóp, kannski 15-16 leikfæra aðalliðsmenn, þá var þetta ákvörðunin sem ég tók.“ Viðurkenndi Slot að næstu þrír leikir – gegn Aston Villa, Real Madríd og Manchester City – væru honum ofarlega í huga. Þrátt fyrir að hafa eytt fúlgum fjár er leikmannahópur Liverpool þunnur á ákveðnum svæðum. Þá er fjöldi leikmanna að glíma við meiðsli. Sem stendur lítur meiðslalistinn svona út Alisson Becker – Gæti snúið aftur 10. nóvember Stefan Bajčetić – Gæti snúið aftur 2. nóvember Ryan Gravenberch - Gæti snúið aftur 30. október Alexander Isak - Gæti snúið aftur 30. október Giovanni Leoini - Gæti snúið aftur 25. maí Curtis Jones – Ekki vitað hvenær hann getur snúið aftur Jayden Danns - Gæti snúið aftur 15. nóvember Slot segir að hópur sinn sé hreinlega ekki jafn stór og fólk haldi. Hann sé í kringum 20 leikfærir leikmenn og að meðaltali fjórir meiddir. Sky tekur fram að Liverpool sé ekki að glíma við fleiri eða verri meiðsli en keppinautar þeirra. Helsta vandamál Liverpool eru meiðsli lykilmanna sem hafa engan til að hlaupa í skarðið. Gravenberch og tómarúmið sem hann skilur eftir sig á miðjunni með því að vera á meiðslalistanum er tekið sem hvað skýrasta dæmið um það. Hollendingsins er saknað.EPA/ADAM VAUGHAN Þá veltir Sky fyrir sér hvort leikmannakaup liðsins séu vandamálið. Það var vissulega eytt óheyrilegum upphæðum í þá Isak og Ekitiké, leikmenn sem spila sömu stöðu. Wirtz kom þá án þess að sama staða og hann spilaði hjá Bayer Leverkusen væri að finna í leikkerfi Liverpool. Sama má segja um Frimpong. Liverpool tekur á móti Aston Villa klukkan 20.00 á laugardag í leik sem lærisveinar Arne Slot verða að vinna. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Á Sky Sports er því velt upp hvort Liverpool skorti breidd þrátt fyrir að hafa keypt leikmenn fyrir 74 milljarða íslenskra króna. Sky vitnar í Arne Slot, þjálfara liðsins, sem hefur sagt að liðinu skorti breidd. Því til sönnunar má benda á leikmannahóp liðsins í tapinu gegn Crystal Palace í deildarbikarnum á dögunum. Þó þjálfarar stærstu liðanna leyfi sér að stilla upp „veikara“ liði í þeirri keppni þá voru leikmenn í Liverpool liðinu sem eru ekki nálægt því að fá mínútur í úrvalsdeildinni eða Meistaradeild Evrópu. Síðasta sumar keypti Liverpool þá Alexander Isak, Hugo Ekitiké, Milos Kerkez, Jeremie Frimpong, Giovanni Leoni og Freddie Woodman fyrir 446 milljónum punda – 74 milljarða íslenskra króna. Ofan á það fékk hinn nú 33 ára gamli Mohamed Salah nýjan ofursamning í apríl síðastliðnum. Sömu sögu er að segja af hinum nú 34 ára gamla Virgil van Dijk. Þrátt fyrir allt þetta hefur Hollendingurinn Slot kvartað yfir því að leikmannahópur sinn sé of fáliðaður, að hann vanti breidd. Þetta kom í ljós eftir tapið gegn Palace en það var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Þjálfarinn taldi tapið þó ekki hafa aukið hitann á sæti sínu. Jamie Redknapp gagnrýndi Slot eftir leik en þjálfarinn gerði 10 breytingar á liði sínu milli leikja. Hollendingnum gæti vart verið meira sama hvað Redknapp finnst. „Allir geta haft sína skoðun en með okkar leikmannahóp, kannski 15-16 leikfæra aðalliðsmenn, þá var þetta ákvörðunin sem ég tók.“ Viðurkenndi Slot að næstu þrír leikir – gegn Aston Villa, Real Madríd og Manchester City – væru honum ofarlega í huga. Þrátt fyrir að hafa eytt fúlgum fjár er leikmannahópur Liverpool þunnur á ákveðnum svæðum. Þá er fjöldi leikmanna að glíma við meiðsli. Sem stendur lítur meiðslalistinn svona út Alisson Becker – Gæti snúið aftur 10. nóvember Stefan Bajčetić – Gæti snúið aftur 2. nóvember Ryan Gravenberch - Gæti snúið aftur 30. október Alexander Isak - Gæti snúið aftur 30. október Giovanni Leoini - Gæti snúið aftur 25. maí Curtis Jones – Ekki vitað hvenær hann getur snúið aftur Jayden Danns - Gæti snúið aftur 15. nóvember Slot segir að hópur sinn sé hreinlega ekki jafn stór og fólk haldi. Hann sé í kringum 20 leikfærir leikmenn og að meðaltali fjórir meiddir. Sky tekur fram að Liverpool sé ekki að glíma við fleiri eða verri meiðsli en keppinautar þeirra. Helsta vandamál Liverpool eru meiðsli lykilmanna sem hafa engan til að hlaupa í skarðið. Gravenberch og tómarúmið sem hann skilur eftir sig á miðjunni með því að vera á meiðslalistanum er tekið sem hvað skýrasta dæmið um það. Hollendingsins er saknað.EPA/ADAM VAUGHAN Þá veltir Sky fyrir sér hvort leikmannakaup liðsins séu vandamálið. Það var vissulega eytt óheyrilegum upphæðum í þá Isak og Ekitiké, leikmenn sem spila sömu stöðu. Wirtz kom þá án þess að sama staða og hann spilaði hjá Bayer Leverkusen væri að finna í leikkerfi Liverpool. Sama má segja um Frimpong. Liverpool tekur á móti Aston Villa klukkan 20.00 á laugardag í leik sem lærisveinar Arne Slot verða að vinna. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira