Lífið

Smáforrit til að deila heimilis­verkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Appið heima dreifir heimilisverkefnum milli fjölskyldumeðlima.
Appið heima dreifir heimilisverkefnum milli fjölskyldumeðlima.

Sindri Sindrason hitti Auðbjörgu Ólafsdóttur sem nýtir sér tæknilausn til að líða betur með sig og aðra í fjölskyldunni þegar kemur að heimilisstörfum.

Smáforritið Heima deilir verkefnum niður á alla meðlimi heimilisins og falla því störfin ekki á einn aðila. Auðbjörg er gift og á fjóra drengi.

„Ég fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu á neðri hæðinni í Heimaappinu,“ segir Auðbjörg.

„Það eru tólf lítrar á viku sem þarf að kaupa inn, halda þessu öllu hreinu og allur þvotturinn. Umfangið var svo gríðarlegt. Ég hef starfað sem stjórnandi til nokkurra ára og áttaði mig á því að ég þyrfti stafræna umbyltingu á heimilið“

Þú einfaldlega skráir þig inn og svo: „Búum við til fullt af verkefnum sem hentar þínu heimili og þínum þörfum. Átt þú gæludýr eða átt þú börn og þessháttar,“ segir Sigurlaug Guðlaun Jóhannsdóttir hugbúnaðarverkfræðingur. Þá dreifast verkefnin jafnt og þétt á fjölskylduna með tilliti til aldurs.

„Svo geta börn fengið stig fyrir þau verkefni sem þau klára,“ segir Sigurlaug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.