Körfubolti

Stólarnir ekki í vand­ræðum á Egils­stöðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dedrick Basile átti virkilega flottan leik.
Dedrick Basile átti virkilega flottan leik. Vísir/Diego

Tindastóll er komið áfram í næstu umferð VÍS-bikars karla í körfubolta eftir öruggan sigur á Hetti á Egilsstöðum.

Leikurinn var einkar jafn í fyrsta leikhluta og var sem ferðalagið hafi hægt á leik gestanna. Þeir fundu hins vegar taktinn í öðrum leikhluta og leiddu með sex stigum í hálfleik.

Sú forysta átti aðeins eftir að stækka og má segja að í raun hafi úrslitin verið ráðin áður en síðasti leikhluti hófst. Það breytti því ekki að Stólarnir unnu hann einnig með yfirburðum og leikinn með 27 stiga mun, lokatölur 98-125.

Taiwo Badmus var stigahæstur hjá gestunum með 27 stig ásamt því að taka 8 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Basile skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Sigtryggur Arnar Björnsson og Ivan Gavrilovic skoruðu báðir 20 stig.

Hjá Hetti var David Ramos stigahæstur með 19 stig ásamt því að taka 7 fráköst. Obadiah Trotter kom þar á eftir með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×