Fótbolti

Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ochotorena (t.h.) ásamt georgíska markverðinum Giorgi Mamardishvili. Sá síðarnefndi ráðfærði sig við Ochotorena áður en hann skipti frá Valencia til Liverpool.
Ochotorena (t.h.) ásamt georgíska markverðinum Giorgi Mamardishvili. Sá síðarnefndi ráðfærði sig við Ochotorena áður en hann skipti frá Valencia til Liverpool. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images

Juan Manuel Ochotorena, fyrrum markvarðaþjálfari hjá Liverpool og Valencia, er látinn 64 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spænska félaginu.

Ochotorena var spænskur og kom til Liverpool ásamt Rafael Benítez frá Valencia þegar Benítez tók við félaginu sumarið 2004. Hann starfaði hjá þeim rauðklæddu í þrjú ár áður en hann sneri aftur til Valencia.

Ochotorena ólst upp hjá Real Madrid og spilaði 29 deildarleiki fyrir félagið á árunum 1982 til 1988 en færði sig þá til Valencia hvar hann lék best, yfir 100 deildarleiki frá 1988 til 1992 og þá spilaði hann sinn eina landsleik fyrir Spán árið 1989.

Hann starfaði lengst af fyrir Valencia sem markvarðaþjálfara eftir skiptin frá Liverpool heim til Spánar. Hann starfaði einnig fyrir spænska knattspyrnusambandið.

Hann lést í dag, aðeins 64 ára gamall eftir baráttu við krabbamein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×