Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2025 08:50 Mugison er nýlega fluttur í Mosfellsbæ þar sem hann og fjölskylda hans eru að gera upp gamalt sumarbústaðaland. Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison segir fátt verra fyrir listamenn en að verða góðir með sig og byrja að taka sig hátíðlega. Mugison, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist innilega þakklátur fyrir að vinna við það sem hann elskar að gera og segir að lykillinn að því hafi verið að læra aftur að finna leikinn og gleðina og hætta að taka hlutina alvarlega. „Maður byrjar fyrst og þá er þetta allt leikur og skemmtilegt. Maður er ungur og sér bara möguleika í öllu. En svo þegar ytri athygli byrjar að koma til manns geta hlutirnir breyst hratt. Ég man fyrst þegar ég var byrjaður að túra um allt, fara til Japan og fleiri staða og kominn djúpt inn í raftónlistarsenuna, hvað þetta varð allt skemmtilegt. En svo var ég búinn að vinna slatta af verðlaunum, ekki orðinn þrítugur og fólk farið að stoppa mann og segja: „Blessaður meistari“ og eitthvað í þeim dúr. Það fór að kitla egóið og ég fór að taka sjálfan mig alvarlega og halda að ég væri orðinn merkilegur. Maður fyllist þeirri hugmynd að maður sé orðinn eitthvað og það drepur alla sköpun og gerir hlutina bara leiðinlega. Það kom tímabil þar sem þetta var ekki leikur lengur og ég var orðinn upptekinn af því að ég yrði að gera eitthvað rosalegt lag næst. Það var orðin byrði og þetta var allt orðið mjög alvarlegt og mikil togstreita. Það var ekki fyrr en ég fattaði aftur að ég ætti að leika mér sem hlutirnir fóru að vinna með mér. Ein besta mantra sem ég hef átt er að ákveða stundum að gera lélegt lag eða grínlag bara til þess að taka alla pressu í burtu. Þetta þarf að vera leikur.“ Naut ávaxta af því að taka sig ekki of hátíðlega Mugison átti heldur betur eftir að njóta ávaxtanna af því að hætta að taka sig hátíðlega. Platan Haglél sem kom út árið 2011 naut gríðarlegra vinsælda og seldist í yfir 30 þúsund eintökum sem var besta sala íslenskrar plötu í áratugi. „Ég hafði fram til ársins 2010 verið mest á túrum erlendis, en ákvað svo að gefa mér möguleika á að eiga tækifæri á að taka hring hérna heima annað slagið. En svo sló platan bara svo rosalega í gegn að ég hætti eiginlega bara að fara til útlanda og var bara heima eftir það.” Fjárfesti í fartölvu og hljóðkorti Það varð stór breyting í lífi Mugisons eftir að hann sá viðtal við Björk í þættinum Rokkland þar sem hún spáði því að í framtíðinni yrði öll músík gerð á „laptop“. Árið 2003 notaði Mugison allt námslánið sitt til að fjárfesta í fartölvu og hljóðkorti, sem síðar varð til þess að platan Lonely Mountain varð til. „Ég fékk borgað frá LÍN og það fór allt í hljóðkortið, svo að ég þurfti næsta hálfa árið að fara á milli sófa hjá bekkjarfélögum til að eiga stað til að sofa á. Ég tók upp fyrstu plötuna á þessum tíma, bara þar sem ég var hverju sinni, Oftast á einhverjum sófa. Það var svo upp frá þessu sem ég fór til Ísafjarðar. Ég var alltaf á nýjum stað þegar pabbi heyrði í mér og hann hélt að ég væri í algjöru rugli. Þannig að hann splæsti í flugmiða fyrir mig heim og alla leið vestur af því að hann var nýfluttur þangað. Þá fannst mér ég eiginlega að vera að koma þangað í fyrsta sinn. Ég ætlaði bara að vera þar í tvo mánuði að klára lokaritgerðina mína, en svo kynntist ég Rúnu eiginkonu minni og þessir tveir mánuðir urðu að tuttugu árum. En það er sem sagt logið upp á Ísfirðinga að ég sé þaðan. Ég er í dag stoltur Ísfirðingur, en er samt aðkomumaður,” segir Mugison. Gera upp sumarbústaðaland í Mosó Hann er nýlega fluttur í Mosfellsbæ þar sem hann og fjölskylda hans eru að gera upp gamalt sumarbústaðaland. Hann kann vel við sig aðeins fyrir utan Reykjavík og segir tímann á Vestfjörðum hafa verið yndislegan. „Við vorum mjög lengi á Súðavík, þar sem búa 120 manns og það eru alltaf allir til í spjallið og það er miklu hægara yfir öllu. Hver bær hefur sitt tempó, en ég fann það þegar við fluttum til Reykjavíkur við hjónin árið 2011 hvað hraðinn var mikill. Að koma í borgina með tvo krakka og búa í Vesturbænum og vera að skutla á sitt hvorn staðinn krökkunum, konan í vinnu og ég í skóla. Maður var orðinn eins og maður væri sendill í vinnu hjá sjálfum sér. Það bjó til togstreitu og meiri keyrslu og aðeins of marga kaffibolla. Við ákváðum fljótlega að fara aftur vestur, af því að þar eru ákveðin lífsgæði sem þú finnur ekki í borginni. Húsið aldrei læst, börnin geta bara gengið á milli húsa og allt annað flæði í gangi. Þú ert laus við taugaáfallið við að vera að skutla á næstu fótboltaæfingu.” Hægt er að nálgast viðtalið við Mugison og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Ísafjarðarbær Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Mugison, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist innilega þakklátur fyrir að vinna við það sem hann elskar að gera og segir að lykillinn að því hafi verið að læra aftur að finna leikinn og gleðina og hætta að taka hlutina alvarlega. „Maður byrjar fyrst og þá er þetta allt leikur og skemmtilegt. Maður er ungur og sér bara möguleika í öllu. En svo þegar ytri athygli byrjar að koma til manns geta hlutirnir breyst hratt. Ég man fyrst þegar ég var byrjaður að túra um allt, fara til Japan og fleiri staða og kominn djúpt inn í raftónlistarsenuna, hvað þetta varð allt skemmtilegt. En svo var ég búinn að vinna slatta af verðlaunum, ekki orðinn þrítugur og fólk farið að stoppa mann og segja: „Blessaður meistari“ og eitthvað í þeim dúr. Það fór að kitla egóið og ég fór að taka sjálfan mig alvarlega og halda að ég væri orðinn merkilegur. Maður fyllist þeirri hugmynd að maður sé orðinn eitthvað og það drepur alla sköpun og gerir hlutina bara leiðinlega. Það kom tímabil þar sem þetta var ekki leikur lengur og ég var orðinn upptekinn af því að ég yrði að gera eitthvað rosalegt lag næst. Það var orðin byrði og þetta var allt orðið mjög alvarlegt og mikil togstreita. Það var ekki fyrr en ég fattaði aftur að ég ætti að leika mér sem hlutirnir fóru að vinna með mér. Ein besta mantra sem ég hef átt er að ákveða stundum að gera lélegt lag eða grínlag bara til þess að taka alla pressu í burtu. Þetta þarf að vera leikur.“ Naut ávaxta af því að taka sig ekki of hátíðlega Mugison átti heldur betur eftir að njóta ávaxtanna af því að hætta að taka sig hátíðlega. Platan Haglél sem kom út árið 2011 naut gríðarlegra vinsælda og seldist í yfir 30 þúsund eintökum sem var besta sala íslenskrar plötu í áratugi. „Ég hafði fram til ársins 2010 verið mest á túrum erlendis, en ákvað svo að gefa mér möguleika á að eiga tækifæri á að taka hring hérna heima annað slagið. En svo sló platan bara svo rosalega í gegn að ég hætti eiginlega bara að fara til útlanda og var bara heima eftir það.” Fjárfesti í fartölvu og hljóðkorti Það varð stór breyting í lífi Mugisons eftir að hann sá viðtal við Björk í þættinum Rokkland þar sem hún spáði því að í framtíðinni yrði öll músík gerð á „laptop“. Árið 2003 notaði Mugison allt námslánið sitt til að fjárfesta í fartölvu og hljóðkorti, sem síðar varð til þess að platan Lonely Mountain varð til. „Ég fékk borgað frá LÍN og það fór allt í hljóðkortið, svo að ég þurfti næsta hálfa árið að fara á milli sófa hjá bekkjarfélögum til að eiga stað til að sofa á. Ég tók upp fyrstu plötuna á þessum tíma, bara þar sem ég var hverju sinni, Oftast á einhverjum sófa. Það var svo upp frá þessu sem ég fór til Ísafjarðar. Ég var alltaf á nýjum stað þegar pabbi heyrði í mér og hann hélt að ég væri í algjöru rugli. Þannig að hann splæsti í flugmiða fyrir mig heim og alla leið vestur af því að hann var nýfluttur þangað. Þá fannst mér ég eiginlega að vera að koma þangað í fyrsta sinn. Ég ætlaði bara að vera þar í tvo mánuði að klára lokaritgerðina mína, en svo kynntist ég Rúnu eiginkonu minni og þessir tveir mánuðir urðu að tuttugu árum. En það er sem sagt logið upp á Ísfirðinga að ég sé þaðan. Ég er í dag stoltur Ísfirðingur, en er samt aðkomumaður,” segir Mugison. Gera upp sumarbústaðaland í Mosó Hann er nýlega fluttur í Mosfellsbæ þar sem hann og fjölskylda hans eru að gera upp gamalt sumarbústaðaland. Hann kann vel við sig aðeins fyrir utan Reykjavík og segir tímann á Vestfjörðum hafa verið yndislegan. „Við vorum mjög lengi á Súðavík, þar sem búa 120 manns og það eru alltaf allir til í spjallið og það er miklu hægara yfir öllu. Hver bær hefur sitt tempó, en ég fann það þegar við fluttum til Reykjavíkur við hjónin árið 2011 hvað hraðinn var mikill. Að koma í borgina með tvo krakka og búa í Vesturbænum og vera að skutla á sitt hvorn staðinn krökkunum, konan í vinnu og ég í skóla. Maður var orðinn eins og maður væri sendill í vinnu hjá sjálfum sér. Það bjó til togstreitu og meiri keyrslu og aðeins of marga kaffibolla. Við ákváðum fljótlega að fara aftur vestur, af því að þar eru ákveðin lífsgæði sem þú finnur ekki í borginni. Húsið aldrei læst, börnin geta bara gengið á milli húsa og allt annað flæði í gangi. Þú ert laus við taugaáfallið við að vera að skutla á næstu fótboltaæfingu.” Hægt er að nálgast viðtalið við Mugison og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Ísafjarðarbær Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“