Körfubolti

Til­þrifin: Varin skot og ó­trú­legar körfur Vals­manna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Frank Aron Booker skoraði ótrúlega körfu í framlengingu gegn Þór Þorlákshöfn.
Frank Aron Booker skoraði ótrúlega körfu í framlengingu gegn Þór Þorlákshöfn. Vísir/Sýn Sport

Kemi tilþrifin voru á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds þar sem farið var yfir allt það flottasta sem gerðist í leikjum umferðarinnar.

Varin skot voru áberandi í tilþrifunum og Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, komst tvísvar á topp tíu listann.

Þá voru þrjú atvik úr maraþonleik Þórs Þorlákshafnar og Vals. Tvær framlengingar þurfti til að skera úr um sigurvegara og í framlengingu skoruðu Valsmenn tvær ótrúlegar körfur og fengu vítaskot í kaupbæti.

Callum Lawson skoraði dýrmæta þriggja stiga körfu og fékk vítaskot að auki, en flottustu tilþrifin að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds var karfa Frank Booker þar sem hann var svo gott sem dottinn áður en hann náði á einhvern ótrúlegan hátt að skrúfa boltann ofan í körfuna. Hann fékk vítaskot að auki sem hann skoraði einnig úr.

Tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×